Discover
Skattaspjallið

Skattaspjallið
Author: Samtök skattgreiðenda
Subscribed: 17Played: 112Subscribe
Share
© Samtök skattgreiðenda
Description
Skattaspjallið er hlaðvarp Samtaka skattgreiðenda og mun til að byrja með koma út annan hvern miðvikudag. Stjórnandi hlaðvarpsins er Sigurður Már Jónsson og fjallað verður um skatta út frá sjónarhóli skattgreiðenda og starf samtakanna.
12 Episodes
Reverse
Hvert er hlutverk hins opinbera í hagkerfinu og hvernig hefur það þróast í gegnum tíðina? Til að ræða þetta kemur Ragnar Árnason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, í Skattaspjallið til Sigurðar Más Jónssonar. Ragnar ætti ekki að þurfa að kynna en hann hefur verið farsæll og virtur fræðimaður og áberandi álitsgjafi í þjóðfélagsumræðunni. Ragnar fer í spjallinu yfir hvaða áhrif umsvif hins opinbera hafa á frelsi fólks, heimila og einstaklinga og hvað fræðin segja um vaxandi ríkisumsvif í hagkerfum og þá sérstaklega á Íslandi. Einnig fer Ragnar yfir það hve afskaplega léleg skilvirkni hins opinbera er þegar kemur að ráðstöfun opinbers fjár. Hvað kostar það samfélagið? Þá fer hann yfir þróun í hlutdeild hins opinbera af vergri landsframleiðslu. Árið 1945 tók hið opinbera til sín 19% en á síðasta ári var hlutfallið komið upp í 47% af VLF. Hvaða áhrif hefur það og eru skattgreiðendur að fá allt fyrir peninginn? Nánari upplýsingar eru á skattgreidendur.isHægt að er að fylgjast með starfi samtakanna og skrá sig á póstlista á skattgreidendur.is og með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.Samtökin reiða sig á frjáls framlög einstaklinga og fyrirtækja. Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Fjárlagatíminn er hættulegur tími fyrir skattgreiðendur því þá birtast allir með óskalista sinn um útgjöld til fjármálaráðherra. Og þó svo að vildi til að hann stæði í lappirnar fær þingið leyfi til að bæta við útgjaldaliðum í takt við pólitískar óskir. Til að ræða fjárlagagerðina og hvaða hættur steðja nú að á haustmánuðum kemur Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, í Skattaspjallið til Sigurðar Más Jónssonar. Mun fjármálaráðherra standa í lappirnar eða munu útgjaldaráðherrarnir fá óskir sínar uppfylltar, það er spurningin? Fólk þyrstir í meiri stuðning kerfisins, segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, við Morgunblaðið í dag en flokkur hennar hefur eingöngu útgjöld fyrir ríkissjóð á sinni könnu. Hvernig á þetta að ganga upp núna þegar ríður á að ríkissjóður sé rekinn með ábyrgum hætti þar sem hagvöxtur er enginn og kostnaður hins opinbera eykst sjálfkrafa. Skattgreiðendur eru í viðkvæmri stöðu núna.Nánari upplýsingar eru á skattgreidendur.isHægt að er að fylgjast með starfi samtakanna og skrá sig á póstlista á skattgreidendur.is og með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Mikill kraftur hefur verið í starfsemi Samtaka skattgreiðenda að undanförnu og í þættinum ræðir Sigurður Már Jónsson við Arnar Arinbjarnarson frá Samtökunum um þau verkefni sem hafa verið unnin, tilfallandi gagnrýni og hvað er fram undan. Enn og aftur upplýsist hve ófullkomnar og ónógar upplýsingar skattgreiðendur landsins fá um hvernig fjármunum frá þeim er varið. Einnig kemur á óvart hve miklar villur og rangfærslur eru í umferð en greinendur Samtaka skattgreiðenda hafa verið uppteknir við að greiða úr slíku. Í þættinum er einnig farið yfir hinn mikla vöxt tekna RÚV af útvarpsgjaldi eftir að íbúum landsins tók að fjölga mikið, sannkallaður hvalrekaskattur Ríkisútvarpsins. Sérstaklega þegar þess er gætt að þessir nýju íbúar eiga flestir erfitt með að nýta sér þjónustuna sem þeir eru látnir greiða fyrir. Þá er farið yfir ósamræmi í fjölda starfsmanna í sendiráðum, væntanlega leigusamninga vegna hælisleitenda og atvinnuleysi eftir ríkisfangi. Sú umfjöllun sætti nokkurri gagnrýni sem er svarað í þættinum. Í lok spjallsins er svo farið yfir hluta þess sem er fram undan hjá samtökunum. Nánari upplýsingar eru á skattgreidendur.isHægt að er að fylgjast með starfi samtakana og skrá sig á póstlista á skattgreidendur.is og með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
„Skattalækkanir koma öllum til góða, allir eru nokkru bættari, en það er oft ekki mjög sýnilegt. Þegar nýjar opinberar stofnanir taka til starfa mæta fjölmiðlar á staðinn og taka myndir af dýrðinni, klippt er á borða og klingt í glösum. Þá er yfirleitt líka búið að gera því rækileg skil í fjölmiðlum þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Enginn skálar í fjölmiðlum þegar skattar lækka; enginn klippti á borða þegar eignarskatturinn var klipptur af og enginn tók skóflustungu þegar erfðafjárskatturinn var kveðinn niður.Þess vegna er mikilvægt að við almennir borgarar höldum því á lofti sem vel er gert í skattamálum. “ Svona skrifaði Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins, fyrir nokkrum árum en hún er gestur Skattaspjallsins í dag. Sigríður hefur verið ötull talsmaður skattgreiðenda og í ræðu og riti gagnrýnt útþenslu ríkisins og endalausar kröfur á skattgreiðendur. Í spjalli dagsins fer hún yfir þær áskoranir sem hún sér nú í gegnum störf sín sem alþingismaður og hvaða áskoranir áform nýrrar ríkisstjórnar setja á staðfestu fjárveitingavaldsins. Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana og skrá sig á póstlista á skattgreidendur.is og með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Hvaða tölum getum við treyst þegar kemur að málefnum útlendinga og hælisleitenda? Svarið er ekki eins einfalt og margir telja eins og kemur fram í Skattaspjallinu í dag þar sem Sigurður Már Jónsson ræðir við þá Róbert Bragason og Arnar Arinbjarnarson gagnasérfræðinga Samtaka skattgreiðenda. Þeir Róbert og Arnar halda áfram að færa okkur fróðleik úr ríkisreikningi sem er öðrum hulin, meðal annars beinan kostnað ríkisins vegna annars vegar alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og hins vegar hælisleitenda. Hvoru tveggja er í vissum skilningi útlendingamál. Þeir félagar hafa tekið saman upplýsingar sem varpa ljósi þróun útgjalda á tímabilinu frá 2004 til og með 2024. Algjör sprenging hefur orðið í báðum þáttum á tímabilinu. Heildarútgjöld námu um 890 milljónum árið 2004 en hvorki meira né minna en 34 milljörðum árið 2024. Þar af voru heildarútgjöld til þróunarmála um 13,5 milljarðar en útgjöld vegna hælisleitenda 20,5 milljarðar samanborið við 220 milljónir árið 2012 þegar útgjöld vegna hælisleitenda voru fyrst sérgreind í ríkisbókhaldi. Þegar ofan í þessar tölur er kafað kemur margt undarlegt í ljós eins og kemur fram í samtalinu. Hér má finna ítarlegar upplýsingar um útgjöldin ásamt Excel skjölum: https://www.skattgreidendur.is/sprenging-i-utgjoldum-til-utlendingamala-fra-2004/Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana og skrá sig á póstlista á skattgreidendur.is og með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Föstudaginn 27. júní hóf starfsmaður í fullu starfi að fá útborgað fyrir vinnu sína! Hvernig má það vera? Jú, þetta er niðurstaða úttektar Viðskiptaráðs á „launafleygnum“ svokallaða, sem er mismunurinn á launakostnaði vinnuveitanda og útborguðum launum starfsmanns. Það er staðreynd að ef launagreiðandi greiðir milljón í laun fer aðeins rétt rúmlega helmingur til launamannsins sjálfs. Ragnar Sigurður Kristjánsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, kom í Skattaspjallið til að ræða þetta og ýmislegt annað er snertir skattgreiðendur.Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana og skrá sig á póstlista á skattgreidendur.is og með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Í þættinum ræðir Sigurður Már við þá Arnar Arinbjarnarson og Róbert Bragason hjá Samtökum skattgreiðenda um nýtt mælaborð samtakanna. Mælaborðið sýnir ríkisreikning frá árinu 2004 til 2023 niður á bókhaldslykil, eða með öðrum orðum; hvert peningar skattgreiðenda hafa farið undanfarin 20 ár. Á verðlagi dagsins í dag nemur sú fjárhæð sem mælaborðið sýnir um 25 þúsund milljörðum.Arnar tekur fjögur dæmi í þættinum þar sem ýmislegt kemur í ljós sem ekki hefur komið fram áður. Mælaborðið er enn í þróun en á næstu misserum mun allt viðmót verða mun betra.Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana á skattgreidendur.is eða með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Eru ríkisútgjöld í hagkerfum nútímans dæmd til að vaxa með ósjálfbærum hætti? Oftast virðast stjórnmálamenn áhugalitlir um hagræðingu og aðhald og hugsa aðeins um að auka útgjöld ríkisins til alls konar hluta. Skattgreiðendur sitja að endingu uppi með reikninginn. Gestur Skattaspjallsins í dag er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur er þekktur fyrir að nálgast hlutina með nýstárlegum og frumlegum hætti, er sannarlega maður lausna á stjórnmálasviðinu. Sigmundur Davíð hefur áhyggjur af þróun ríkisreksturs, heima sem erlendis. Stöðugt er verið að auka útgjöld og það virðist sjálfvirkt. Í spjalli sínu við Sigurð Má Jónsson, umsjónarmann Skattaspjallsins, fer Sigmundur Davíð yfir vandamálin en talar ekki síður um lausnir.Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana á skattgreidendur.is eða með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Sigurður Már Jónsson ræðir við Róbert Bragason, hjá Samtökum skattgreiðenda, um bókhaldsskekkjur og leyndarhyggju í bókhaldi ríkissjóðs. Vandamálið virðist útbreitt og Róbert nefnir í þættinum dæmi frá Dómsmálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Alþjóðlegri þróunarsamvinnu.Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana á skattgreidendur.is eða með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Í þættinum ræðir Sigurður Már Jónsson við Óla Björn Kárason, fv. þingmann, sem hefur látið sig skattamál varða í gegnum tíðina.
Í öðrum þætti af Skattaspjallinu, hlaðvarpi Samtaka skattgreiðenda, ræðir Sigurður Már Jónsson við Róbert Bragason og Arnar Arinbjarnarson sem hafa á undanförnum mánuðum starfað í sjálfboðavinnu fyrir samtökin. Þeir ræða um hvernig starfið hefur gengið og nefna m.a. dæmi um hvernig hefur gengið að fá starfsmannafjölda hins opinbera og ótrúlegan slóðaskap við ársreikningaskil stofnanna.Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana á skattgreidendur.is eða með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Í þessum fyrsta þætti af Skattaspjallinu, hlaðvarpi Samtaka skattgreiðenda, ræðir Sigurður Már Jónsson við Skafta Harðarson sem er formaður Samtaka skattgreiðenda. Samtökin fagna 13 ára afmæli í dag, en þau voru stofnuð þann 16. apríl 2012. Undanfarið hálft ár hefur mikið starf verið unnið hjá samtökunum í því að greina hvert skattpeningarnir eru að fara, kanna ýmis formsatriði hjá hinu opinbera sem einkaaðilum er refsað fyrir o.s.frv.Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana á skattgreidendur.is eða með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja