DiscoverAuðnast
Auðnast
Claim Ownership

Auðnast

Author: Ghost Network®

Subscribed: 172Played: 985
Share

Description

Félagsleg, andleg og líkamleg heilsa, velsæld og vinnustaðir, heilbrigðisvísindi, meðferð og ráðgjöf – ekkert er Auðnast óviðkomandi í þessum málaflokkum. Í hverjum þætti fara Ragnhildur og Hrefna yfir viðfangsefni sem tengist þeirra daglegu störfum í Auðnast. Þær miðla út frá reynslu sinni og þekkingu en einnig fara þær yfir hvað vísindin hafa til málanna að leggja.

Í hlaðvarpsþáttunum taka þær Hrefna og Ragnhildur einnig á móti góðum gestum. Fagfólk sem sest í stólinn hjá þeim mun ræða um fjölbreytt málefni líðandi stundar, út frá fræðum og reynslu.  
Ef þú hefur áhuga á að bæta líf þitt og heilsu, leggðu við hlustir.  
 
Ragnhildur  er klínískur sálfræðingur, fjölskyldufræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd. Hún er auk þess með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum þar sem hún lagði áherslu á samningatækni. 

Hrefna Hugosdóttir er hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, sérfræðingur í vinnuvernd og sáttamiðlari.  
Saman stofnuðu þær Auðnast árið 2014 í þeim tilgangi að efla heilsu og velsæld fólks.  

Auðnast vinnuvernd aðstoðar þinn vinnustað í að vera leiðandi í öflugu vinnu- og heilsuverndarstarfi. Við leggjum áherslu á árangur og arðsemi með því að efla félagslegt öryggi og sjálfbærni. Við beinum sjónum okkar m.a. að heilsu, samskiptum, streitu, fjarvistum og félagslegri sjálfbærni. Með nánu samstarfi og samvinnu búum við til framúrskarandi vinnustaði með betra umhverfi fyrir starfsfólk. og framúrskarandi vinnustaði. 
 
Auðnast klíník veitir meðferð  og ráðgjöf í þeim tilgangi að efla líðan, öryggi og heilsu fólks 


24 Episodes
Reverse
Í þessum þætti ætlum við að vera á ljúfu og léttu nótunum - Við förum yfir væntingar, tenglslamyndun og könnum hvers konar aðventutýpa þú ert. Að lokum förum yfir við nokkur atriði sem undirbúa taugkerfið þitt fyrir komandi vikur. Ef þu vilt gera aðventuna enn betri, hlustaðu þá á þennan þátt því hinn raunverulegi undirbúningur hefst með því að virkja sefkerfið. 
Ef þú vilt skilja ágreining þá er þetta þáttur fyrir þig. Við rýnum í hugtakið, skoðum hvers vegna hann vekur svona sterk viðbrögð og hvernig við getum farið úr forðun yfir í færni. Við ræðum ágreining í vinnu, parsamböndum, vináttu og upprunafjölskyldu og förum yfir hvað er algengast að fari úrskeiðis. Við fyllum á verkfærakassann með hagnýtum aðferðum - meðal annars hvernig er best að bregðast við óvæntum ágreiningi. Þátturinn er fyrir öll sem vilja eiga heiðarlegri, hlýlegri og skýrari samskipti – hvort sem er heima fyrir, í vinnu eða í mikilvægum samböndum.
Ef þú vilt skilja þig og þín sambönd betur – skaltu hlusta. Í þessum þætti skoðum við hvernig sagan okkar og tengsl í barnæsku hafa áhrif á samskipti og heilsu á fullorðinsárum. Við skoðum líka hvernig gömul mynstur frá fyrri kynslóðum og tilfinningakerfi fjölskyldunnar móta viðbrögð okkar og hafa áhrif bæði á ástarsambönd sem og önnur sambönd í þínu lífi.Lesefni: https://www.amazon.com/Love-Never-Enough-Misunderstandings-Relationship/dp/0060916044https://www.thebowencenter.org/introduction-eight-concepts
Við förum yfir sjö hæfniþætti sem gott er að tileinka sér bæði í leik og starfi. Sum vilja kalla þetta mjúka hæfileika – okkur finnst þetta vera mikilvægu hæfileikarnir. Hlustaðu á þáttinn og kannaðu hvort það liggi sóknartækifæri hjá þér.
„Bjargráð eru ekki töfrabrögð – þau eru verkfæri. Í þesstum þætti förum við yfir tilfinningamiðuð, lausnamiðuð og minna gagnleg bjargráð, og tölum heiðarlega um það hvernig kynslóðararfurinn og karaktereinkenni hafa áhrif. 
Hvað þarf til þess að fólki líði vel á vinnustað? Kannski er það ekki bara jógasalur eða hópefli heldur grunnstoðir í skipulagi og vel upplýstir stjórnendur. Við tölum um það sem Auðnast stendur fyrir alla daga: Sálfélagslegt öryggi. Lesefni sem við mælum með:    https://bmcpublichealth.biomedcentral.com/articles/10.1186/s12889-023-16246-x?utm 
Tilfinningagreind

Tilfinningagreind

2025-09-0541:42

Við ræðum hvað tilfinningagreind er út frá mismunandi sjónarhornum og hvernig við getum verið misgóð í henni eftir því í hvaða hlutverkum við sinnum. Við skoðum líka mat á eigin tilfinningagreind og hvernig við getum eflt hana í daglegu lífi. Hlustaðu og vertu í takt við tilfinningar þínar!
Við ræðum einfaldar leiðir til að taka stöðu á sér persónulega og hvers vegna við erum líkleg til þess að festast í sama mynstrinu aftur og aftur. Við skoðum vanabrautir og hvernig sjálfsmildi getur varðað veginn í átt að farsælli breytingu. Það er að segja ef það er eitthvað sem þú vilt breyta. https://www.youtube.com/watch?v=hiiEeMN7vbQ – Carol dweck https://self-compassion.org/wp-content/uploads/2022/08/PsychReviewInPress.pdf https://www.thebowencenter.org/multigenerational-transmission-process 
Við ræðum hvers vegna sumarfrí er stundum streituvaldur  bæði út frá starfshlutverkinu en ekki síður út frá fjölskyldulífinu. Við skoðum líka fjögur gagnleg ráð sem geta nýst þér og þínum.   https://hrreview.co.uk/har-news/wellbeing-news/majority-of-working-brits-feel-pressure-to-check-company-emails-while-on-holiday/371705? https://www.sciencedaily.com/releases/2018/08/180810091553.htm?utm_source 
Í þessum þætti förum við yfir reynslu sem mörg þekkja en fá kannski ræða opinskátt. Hvað gerum við þegar okkur líkar ekki vel við samstarfsfélaga. Við köfum beint í kjarnann, reynum að skilja og skoða þær tilfinningar sem skjóta upp kollinum þegar okkur finnst einhver pirrandi, ekki starfi sínu vaxinn eða bara leiðinlegur. Greinar  sem við mælum með:  https://www.frontiersin.org/journals/aging-neuroscience/articles/10.3389/fnagi.2016.00074/full 
Í þessum þætti förum við yfir algenga upplifun og líðan hjá fólki sem haldið er framhjá. Viðfangsefnið er sannarlega viðkvæmt og sársaukafullt en engu að síður mikilvægt.
Í þessum þætti förum við yfir víðan völl þegar kemur að samskiptum á vinnustað, hvaða áhrif ógagnleg samskipti hafa á líðan starfsfólks og hvaða leiðir eru farsælar til þess að efla samskipti á vinnustað.  Lesefni sem við mælum með: https://www.shrm.org/in/topics-tools/news/organizational-employee-development/cost-poor-communication?  https://www.mckinsey.com/locations/mckinsey-client-capabilities-network/our-work/strategic-and-change-communications/the-communications-exchange/unlocking-organizational-communication-five-ways-to-ignite-employee-engagement? 
Í þessum þætti förum við yfir það að tilheyra og hversu djúpstæð þörf það er innra með okkur. Við skoðum hvað gerist ef við upplifum að við tilheyrum ekki  bæði í einkalífi og starfi og svo skoðum við gagnlegar leiðir til þess að tilheyra.Grein sem við mælum með:   The article "The Need to Belong: Desire for Interpersonal Attachments as a Fundamental Human Motivation" by Roy F. Baumeister and Mark R. Leary was published in the journal Psychological Bulletin in 1995 (Volume 117, Issue 3, Pages 497–529) 
Í þessum þætti förum við yfir þegar styrkleikar stjórnenda breytast í skuggahliðar og hvaða afleiðingar það hefur á starfsfólk.    Grein sem við mælum með:  Twenty years on the dark side: Six lessons about bad leadership. By Hogan, Robert,Kaiser, Robert B.,Sherman, Ryne A.,Harms, Peter D. 
Í þessum þætti förum við yfir hvers vegna fólk heldur framhjá. Viðfangsefnið er sannarlega viðkvæmt og sársaukafullt en engu að síður mikilvægt.    Grein  sem við mælum með:  Love and Infidelity: Causes and Consequences Höf: Ami Rokach og Sybil H. Chan   What Do People Do, Say, and Feel When They Have Affairs? Association between Extradyadic Infidelity Motives with Behavioral, Emotional, and Sexual Outcomes. Höf: Dylan Selterman, Justin R. Garcia og Irene Tsapelas 
Í þessum þætti förum við yfir hvað gremja er og hver er algeng uppspretta hennar. Við stiklum líka á stóru hvernig hægt er að draga úr gremju þegar hún er okkur ógagnleg og Hrefna segir okkur gremjusögu úr sínu lífi.  Bækur sem við mælum með:  The Destructive Power of Resentment: 30 Techniques to Overcome Relationship Resentment eftir Nancy Fagan Ressentiment: Its Phenomenology and Clinical Significance eftir John White
Í þessum þætti rýnum við í hvað hefur verið ríkjandi á vinnustöðum í heilsu og velferðarúrræðum síðastlðin ár. Við kíkjum líka örlítið í spádómskúluna og spáum fyrir líklegum straumum á komandi árum. Ef þú hefur áhuga á heilsu á vinnustöðum - skaltu leggja við hlustir.
Hvíld er mikilvæg grunnforsenda þegar kemur að því að nýta sköpunargleði, efla þrautseigju og komast farsællega gegnum streituvaldandi tímabil. Í þessum þætti verður farið yfir margvíslegar útgáfur af hvíld og hvernig þær nýtast með ólíkum hætti eftir því hvaða verkefni þú ert að fást við hverju sinni.  
Að setja mörk er eitthvað sem við þekkjum öll en i þessum þætti förum við yfir það hvernig mörk eru mikilvæg þegar kemur að heilbrigði og vellíðan. 
Parsambönd- Hvernig líður ykkur í samskiptum? Við skyggnumst inn á Auðnast klíník og förum yfir algengar áskoranir í parsamböndum þegar kemur að samskiptum. Við skoðum ógagnlegar aðferðir í samskiptum en leggjum líka til gagnlegar leiðir sem öll pör geta tileinkað sér. Ekki láta þennan framhjá þér fara ef þú ert í parsambandi.
loading
Comments