DiscoverBókakjallarinn
Bókakjallarinn
Claim Ownership

Bókakjallarinn

Author: Þórhallur Gunnarsson

Subscribed: 39Played: 97
Share

Description

Allt um bækur, pólitík og lífið sjálft.
15 Episodes
Reverse
Halldór Armand, maðurinn með greifanafnið er ótrúlegur náungi.Hann er fantagóður rithöfundur, skoðanaríkur samfélagsrýnir og starfar núna í varnarmálum utanríkisráðuneytisins.Halldór ræðir listamannalaunin, fræga fótboltamenn og íslensku þjóðarsálina. Hann segir okkur frá kvíðanum sem heltók hann og útskýrir hvers vegna Íslendingar eru alltaf að reyna að hafa gaman… en tekst það illa.
Andri Ívarsson er frábær grínisti og gítarleikari.  Uppistand með Andra er mikil upplifun þegar hann grípur gítarinn á hárréttum augnablikum í gríninu.   Ég græt úr hlátri þegar ég fer á uppistand með með honum og það breyttist ekki þegar Andri mætti í Bókakjallarann.Í þessu viðtali notar Andri gítarinn óspart, spilar og syngur lög af öllu tagi.  Við ræðum líka allt milli himins og jarðar en náum að vera alvarlegir á köflum.Það varir sjaldan lengi því Andri Ívars er bara svo fjandi fyndinn og skemmtilegur.Náðum að stofna stjórnmálaflokk, Söngfylkingin sem býður fram í vor.Góða skemmtun.
Tanja Tómasdóttir er framkvæmdastjóri Breiðabliks, stundar nám við Harvard og er fyrsta konan sem gerist umboðsmaður knattspyrnumanna.Tanja ræðir um spillinguna í FIFA, tækifæri íslenska fótboltans, pólitíkina í íþróttum, stjörnurnar í kvennaboltanum og uppvextinum í Vestmannaeyjum.  Þá deilir hún með okkur draumi sínum að verða framkvæmdastjóri Inter Miami sem er í eigu David Beckham.
Eva Björg Ægisdóttir er að mínu mati búin að hirða titilinn, besti glæpasagnahöfundur Íslands.Hún hefur gefið út átta skáldsögur á sjö árum og hlotið viðurkenningar víða um heim.Eva Björg talar um þennan skrýtna en skemmtilega bókmenntaheim og áhuga sinn á glæpum og samfélagslegum áskorunum.  Hún vill sögupersónur sem eru breyskar og svolítið gallaðar eins og við erum flest. Eva Björg segir okkur nýju sjónvarpsþáttunum um söguhetjuna Elmu og ljóstrar upp söguefninu í næstu bók sem hún ætlar að skrifa.
Una Schram er ein áhugaverðasta tónlistarkona landsins.  Una segir frá dramatísku lífi í London, skuggalegum meðleigjendum, borgarbarninu á Hólmavík, konum í tónlist,  nýju hljómsveitinni Marsibil og framtíðarplönum.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir hefur starfað í lögreglunni í 26 ár.  Hún hefur undanfarin 16 ár rannsakað skipulagða glæpastarfssemi, mansal og heimilisofbeldi.  Alda talar hreint út um stöðu mála en ræðir einnig þann erfiða tíma í lífi hennar þegar hún sætti sjálf rannsókn.  Alda Hönn hefur lagt stund á nám í jákvæðri sálfræði og bendir á frábærar bækur sem nánast breyttu lífi hennar.
Ragnhildi Sveinsdóttur þekkja flestir sem móður þriggja landsliðmanna í fótbolta.  Hún hefur haldið sér að mestu utan sviðsljóss en í þessu samtali ræðir Ragnhildur af einlægni æsku sína, börnin sín, flökkulíf fótboltans og framtíðarplönin.   Kötturinn Klaki ætlaði að stela senunni í viðtalinu þegar hann ruddist inn í miðja upptöku.  Hann hefur nú beðið Ragnhildi fomlega afsökunar.
Hallgrímur Ólafsson er klárlega einn besti leikari landsins og minn uppáhalds.  Persónur hans eru oftar en ekki breyskar manneskjur og svolítið úr takti við heiminn en alltaf tekst Halla að vekja með þeim samúð þótt maður hlægi að þeim á sama tíma.Halli er ekki dæmigerður listamaður og hefur lítið álit á spekingum eins og Stanislavsky.  Hann vill bara leika og ekkert kjaftæði.Hann væri líklega sjómaður á Akranesi ef hann hefði ekki tekið þá örlagaríku ákvörðun að fara í leiklistarnám.Hlustið á skemmtilegt viðtal við Halla Melló, leikarann sem bjó til persónuna Magnús Magnús Magnússon, sem gat ekki lært Víkingaklappið og dró Eric Cantona með sér á djammið á Íslandi.
Eva Ruza er kona með gríðarlegt sjálfstraust nema kannski á einu sviði… sem kemur í ljós í spjalli okkar.  Ég spái því að hún verði næsta spjallaþáttadrottning íslensks sjónvarps…. og þá rætist langþráður draumur hennar.Eva ræðir á mjög opinskáan hátt uppeldi sitt, systur sínar og foreldra, hvernig hún lætur drauma rætast og hvernig hún beislar þessa einstöku orku og lífsgleði.Ég hló mikið í spjalli okkar enda er Eva með eindæmum skemmtileg.
Þættir með glöðu fólki sem getur sagt ótal sögur af bókum, áhrifum þeirra og hverju þær breyttu í lífi þeirra.Stundum verður bók upphaf samtals sem leiðir út í allt önnur málefni. Eina skilyrðið er að gestirnir hafi lesið a.m.k. eina bók um ævina.Þetta er létt spjall um lífið - og bækur koma alltaf við sögu.
Þættir með glöðu fólki sem getur sagt ótal sögur af bókum, áhrifum þeirra og hverju þær breyttu í lífi þeirra.Stundum verður bók upphaf samtals sem leiðir út í allt önnur málefni. Eina skilyrðið er að gestirnir hafi lesið a.m.k. eina bók um ævina.Þetta er létt spjall um lífið - og bækur koma alltaf við sögu.
Sigurður Árni Reynisson var í mörg ár lögreglumaður og í sérsveit Ríkislögreglustjóra. Í dag er hann kennari 12 ára drengja við Lágafellsskóla.Árið 2016 missti hann starfið í lögreglunni þegar hann beitti fanga ofbeldi.  Sigurður var dæmur í skilorðsbundið fangelsi en átta árum eftir þetta atvik felldi Landsréttur málið niður.Sigurður segir frá því hvernig sjálfsmyndin gaf eftir og ferlið sem hann fór í gegnum til að byggja sig upp andlegaHann fór í nám og er í dag kennari ungra drengja.  Sigurður nýtir þekkingu sína og reynslu að miðla til strákanna.Hann er minnugur þess tíma þegar hann var sjálfur strákur, lesblindur, hrökklaðist úr skóla og fór í neyslu á unglingsárum.  Sigurður Árni er einstaklega góður viðmælandi og það er mjög lærdómsríkt að hlusta á hann.
Þættir með glöðu fólki sem getur sagt ótal sögur af bókum, áhrifum þeirra og hverju þær breyttu í lífi þeirra.Stundum verður bók upphaf samtals sem leiðir út í allt önnur málefni. Eina skilyrðið er að gestirnir hafi lesið a.m.k. eina bók um ævina.Þetta er létt spjall um lífið - og bækur koma alltaf við sögu.
Þættir með glöðu fólki sem getur sagt ótal sögur af bókum, áhrifum þeirra og hverju þær breyttu í lífi þeirra.Stundum verður bók upphaf samtals sem leiðir út í allt önnur málefni. Eina skilyrðið er að gestirnir hafi lesið a.m.k. eina bók um ævina.Þetta er létt spjall um lífið - og bækur koma alltaf við sögu.
Þættir með glöðu fólki sem getur sagt ótal sögur af bókum, áhrifum þeirra og hverju þær breyttu í lífi þeirra.Stundum verður bók upphaf samtals sem leiðir út í allt önnur málefni. Eina skilyrðið er að gestirnir hafi lesið a.m.k. eina bók um ævina.Þetta er létt spjall um lífið - og bækur koma alltaf við sögu.
Comments 
loading