DiscoverBylgjan
Bylgjan
Claim Ownership

Bylgjan

Author: Bylgjan

Subscribed: 123Played: 16,503
Share

Description

Bylgjan er fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar 28.ágúst árið 1986.
1751 Episodes
Reverse
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Áföll og áfallastjórnun Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Katrín stýrði ríkisstjórn í 7 ár, á þeim tíma gaus upp Covid, stríð braust út í Úkraínu, eldgos og jarðskjálftar á Suðurnesjum, snjóflóð á Flateyri og Neskaupstað og skriðuföll á Seyðisfirði svo eitthvað sé nefnt.  Samgönguáætlun  Ása Berglind Hjálmarsdóttir alþingismaður Jens Garðar Helgason alþingismaður Ný samgönguáætlun var kynnt í síðustu viku. Ríkisstjórnin boðar stórsókn en stjórnarandstaðan vill setja áætlunina aftur í vinnslu, hún sé ekki nægjanleg góð.  Alþjóðamál Jón Ólafsson prófessor við HÍ Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs Samstaða vesturlanda í Úkraínustríðinu hefur reynst erfið - nú hafa Bandaríkjamenn gefið út nýja þjóðaröryggisstefnu sem undirstrikar breytingar af þeirra hálfu í varnar og öryggismálum, breytingar sem fela m.a. í sér ríkari viðskiptaáherslur en síður varnarstöðu fyrir vestrænu lýðræði. Rekur þetta enn einn fleyginn í samstarf Evrópu og Bandaríkjanna? Sveitarstjórnarmál Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ Garðbæingar ætla sér að lækka skatta á næsta ári þegar bærinn fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli, samt er markmiðið að auka þjónustu og velsæld á sama tíma. 
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.   Áttavillt. Elías Blöndal Guðjónsson, íbúi ræddi ástandið á hættulegum gatnamótum í hverfinu þar sem keyrt hefur verið yfir þrjú börn. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, ræddi við okkur um miðaverð á tónleika.   Helgi Jóhannesson, lögmaður og Tinna Miljevic, samfélagsmiðlagúrú hjá Símanum, fóru yfir sviðið.   Finnborgi Þorkell og Þorsteinn Gunnar frá Gleðismiðjunni komu með góð ráð í jólaösinni. Jónas Sig, tónlistarmaður fór yfir Blómaborg í Hveragerði og dagskrána þar á aðventunni. Elías Þór Þorvarðarson, sölu- og markaðsstjóri Kjörís, kom með alls konar ís. Alexander Veigar Þorvaldsson og Hallgrímur Egilsson sem mætast í úrslitum næsta laugardag í úrvalsdeildinni í pílu spjölluðu við okkur.      
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Margrét Víkingsdóttir um hundinn Úffa Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum um löggæslumál og mögulega umsókn um starf ríkislögreglustjóra Símatími Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur um mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla Birna G Ásbjörnsdóttir Doktor í Heilbrigðsvísindum og stofnandi Jörth.is um þarmaflóruna og hvað áferð og form hægðanna getur sagt okkur Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi um þróun gervigreindar og kynlífs Halldóra Jóna Lárusdóttir innkaupastjóri hjá Samkaup
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari   Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræddi við okkur vítt og breitt um stjórnmálin. Vignir S. Halldórsson, faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf sem er með sjóðinn Öxar 20 og Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, ræddu fasteignamarkaðinn.   Þjóðargersemin Diddú kíkti í spjall um jólatónleika Brunaliðsins í Hörpu á laugardag.   Dansparið Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi settust niður með okkur og fóru yfir nýjustu fréttir úr dansinum.   Valur Hólm frá Elko mætti ferskur í Græjuhornið.   Nilli og Helena sögðu okkur frá söngleiknum Kabarett.    
Öll viðtöl þáttarins ásamt símatíma: Eiður Arnarson verkefnastjóri Hörpu um jólatónleikatörnina framundan Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem situr í umhverfis og samgöngunefnd um samgönguáætlun Símatími Kristján Már Unnarsson fréttamaður um samgönguáætlun Helgi Tómason prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði vonar að Íslendingum öðlist að fá sterka krataleiðtoga sem fella niður subbuskatta eins og erfðafjárskattinn Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur Ragga Nagli um kaupæði Sturlaugur Sturlaugsson framkvæmdastjóri Fjölsmiðjunnar
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.   Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, var á línunni og er ekki skemmt yfir nýrri samgönguáætlun.   Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar, ræddi við okkur um fjárlögin.   Vigdís Hauksdóttir og Páll Magnússon fóru yfir helstu mál líðandi stundar.   Bergþóra Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur sem glímir við kaupfíkn, ræddi við okkur um fíknina. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, ræddi við okkur um 1100 ára afmæli Alþingis árið 2030.   Sóley Rós Þórðardóttir og Árdís Eva Bragadóttir frá Moon veitingum og Ari Friðfinnsson, markaðsstjóri Emmessís, kíktu í heimsókn.   Katrín Halldóra og Örn Árnason ræddu við okkur um Kærleiksjól í Sólheimakirkju á sunnudagskvöld. 
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Jóhann Óli Hilmarsson ljósmyndari og fuglafræðingur um hrafninn Alma Möller heilbrigðisráðherra um að 70% þjóðarinnar er í yfirvikt Símatími Guðmundur Ingi Þórodsson, formaður Afstöðu félags fanga Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Sýnar um val á Manni ársins Arnór Sigurjónsson sérfræðingur í varnar og öryggisfræðum fyrrverandi liðsforingi í Norska hernum um fri Victor Guðmundsson læknir um stafræna heilbrigðisþjónustu Vigfús Bjarni Albertsson forstöðumaður sálgæslu og fjölskylduþjónustu Þjóðkirkjunnar og fyrrverandi sjúkrahúsprestur um reynslu sína þegar hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.   Öll viðtölin úr þætti dagsins.
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Tina Paic sérfræðingur í skattamálum hjá KPMG Law Skafti Harðarson formaður Samtaka skattgreiðenda Símatími Jón Pétur Zimsen þingmaður og fyrrverandi skólastjóri um einkunir í bókstöfum eða tölustöfum Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar um bílamarkaðinn og afnám vörugjalda á rafbíla og hækkun vörugjalda á jarðefniseldsneytisbíla Hrefna Sigurjónsdóttir verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá um mikilvægi reykskynjara Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður og ráðgjafi hjá Tónlistarmiðstöð um dag íslenskrar tónlistar
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.   Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ræddi við okkur um nýjan vef Þjóðkirkjunnar. Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir settust niður með okkur en þau bókuðu golfferð sem ekki var farið í vegna falls Play og þau eiga enn eftir að fá endurgreitt.   Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, settist niður með okkur. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúar í Kópavogi, ræddu biðlista fyrir fötluð börn í Kópavogi.   Sofia Aurora Björnsdóttir, heilari og hjálparmiðill, kíkti í spjall til okkar. Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður fór yfir umferðina í enska boltanum.   Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir er í fríi á Íslandi og settist niður með okkur.
Kristján Kriistjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Ríkisstjórn Kristrúnar er nú rétt óorðin eins árs, forsætisráðherra fer yfir sviðið í stjórnmálunum, efnahagsmálum, alþjóðamálum og fleiru.  Valtýr Sigurðsson fyrrverandi dómari og stjórnandi upphafsrannsóknar Geirfinnsmálsins bregst við harkalegum árásum á sig í bókinni Leitin að Geirfinni þar sem hann er sakaður um að hafa hylmt yfir með banamanni Geirfinns frá upphafi til dagsins í dag.  Valur Gunnarsson rithöfundur Erlingur  Erlingsson sagnfræðingur Rússar herða árásir sínar á Úkraínu beint ofan í tillögur um endalok stríðsins, tillögur sem kosta munu Úkraínumenn land og hluta fullveldis síns ef þær ná fram að ganga. Valur og Erlingur ræða þessi mál og víðari skírskotun þeirra. 
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.   Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, ræddi við okkur um málefni fatlaðs fólks. Þórdís Valsdóttir og Þórarinn Hjartarson fóru yfir fréttir vikunnar.   Jóhann Helgi Hlöðversson leitar að hrafninum Dimmu sem hefur ekki komið heim í nokkra daga.   Tónlistarkonan Ellen Kristjánsdóttir settist niður með okkur.   Helvítis kokkurinn Ívar Örn Hansen kom með öðruvísi aðventukræsingar.
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.   Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, fór yfir skattahækkanir sveitarfélaganna síðustu ár. Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, forstöðumaður og verkfræðingur hjá Icelandair, fór yfir skatta og gjöld í þágu umhverfismála þegar kemur að flugrekstri.   Torfi Jóhannesson, ráðgjafi og stofnandi Nordic Insights, ræddi við okkur um fæðuöryggi.   Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræddi um hlutverk fjölmiðlanefndar og hvort hlaðvörp séu fjölmiðill.   Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræddi við okkur um jafnréttismál.   Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Heimum, ræddi stækkun í Smáralind.   Arinbjörn Hauksson frá Elko mætti í Græjuhornið.
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari. Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, ræddi við okkur um viðburð á föstudaginn þar sem fjallað verður um skammdegið. Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, var á línunni.   Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni og Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, ræddu réttindi fatlaðs fólks. Tinna Dögg og Atli Rafn hjá Brokk.is kíktu í heimsókn.   Sævar Þór Sveinsson hjá Utan vallar fór yfir styrki til íþróttafélaga.   Snæfríður Ingadóttir, fjölmiðlakona á Akureyri, verður með húllauppistand á Græna hattinum á morgun og hitar upp fyrir „hefðbundið“ uppistand.  
Bítið á Bylgjunni með Heimi Lilju og Ómari,   Þuríður Sverrisdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir hjá bidlisti.is settust niður með okkur. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, ræddi við okkur um menntakerfið.   Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræddi við okkur frá Stokkhólmi þar sem verið er að ræða brottflutning Rússa á úkraínskum börnum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræddi skattheimtu nýrrar ríkisstjórnar. Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og lögfræðingur, ræddi Mjóddina við okkur.   Bjartmar Guðlaugsson og Ólafur E. Jóhannsson ræddu hausttónleika í Grafarvogskirkju.
Kraftmikil umræða um pólitíkina og landsmálin í umsjón Kristjáns Kristjánssonar.   Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, mætti á Sprengisand   Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra ræddu við Kristján á Sprengisandi   Þingmennirnir Bergþór Ólason, Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Pawel Bartozek ræddu við Kristján á Sprengisandi   Eiríkur Bergmann, prófessor á Bifröst og Aðalheiður Ámundadóttir blaðamaður spjölluðu við Kristján á Sprengisandi
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari,   Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í Sniglunum og Pétur Smárason, framkvæmdastjóri MSÍ, mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands settust niður með okkur.   Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur spjallaði við okkur um unnin og gjörunnin matvæli. Gunnar Dan, geimverusérfræðingur ræddi við okkur um nýja heimildarmynd um geimverur. Benedikt Hans Rúnarsson, öryggisstjóri Wise, ræddi við okkur um svindl á tilboðsdögum.   Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir, stjórnendur Skuggavaldsins, ræddu nýjasta þáttinn í seríunni.   Hildur Vala Baldursdóttir er Solla Stirða, Mikael Kaaber er Íþróttaálfurinn og Almar Blær er Glanni Glæpur í „nýjum“ Latabæ.  
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri Símatími Salvör Nordal umboðsmaður barna um Barnaþing Kristján Berg Ásgeirsson Fiskikóngurinn býst við miklum skorti á tindaskötu fyrir þessi jól Arnar Eggert Thoroddsen doktor í tónlistarfræðum og blaðamaður á Morgunblaðinu um Björk sem fagnar sextíu ára afmæli sínu í dag
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.   Bogi Ragnarsson, félagsfræðingur og kennari, ræddi við okkur um unglingadrykkju og frétt Ríkissjónvarpsins um málið.   Símatími.   Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr fóru yfir fréttir vikunnar.   Kristín Ása Brynjarsdóttir og Ragnar Másson, eigendur og stofnendur Memore, kíktu til okkar í spjall. Unnar Freyr Jónsson frá Kornax og Kolbrún Haraldsdóttir frá GÓU mættu með fullt af smákökum.
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Benedikt S Benediktsson framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir um skýrslu starfshóps varðandi reglur um dvalarleyfi á Íslandi Símatími Ólafur Magnússon tæknistjóri Nova um 2g og 3g senda Páll Höskuldsson í Noregi um verndartolla í Noregi Sigurður Ingi Jóhannsson um verndartolla ESB Óli tölva og gervigreindin sem beitir hótunum til að lifa af Þorvaldur Flemming Jensen um sveitastjórnarkosningar í Danmörku
loading
Comments