Discover
Bíddu Bara
8 Episodes
Reverse
Einn léttur, ljúfur og kátur korter í jól. Við förum yfir skemmtilegar staðreyndir um okkur og deilum mömmujátningum - hlutum sem við gerðum eftir að við urðum mömmur, sem við héldum að við myndum aldrei gera eða viðurkenna! Gleðileg jól 🎅✨
Guðrún og Nadia frá Orka Studio ræða hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu, kvenheilsu og allt það sem oft fær ekki nægt pláss í umræðunni. Mælum heilshugar með hlustun fyrir allar konur .
Hér er sannkallaður jólaþáttur á ferð. Við rifjum upp okkar eigin hefðir og ræðum hvernig það er allt í einu komið að okkur að skapa jólatöfrana fyrir börnin okkar. Förum yfir nokkur sniðug ráð til að gera desember aðeins auðveldari og skemmtilegri fyrir alla fjölskylduna. Léttur, hlýlegur og jólalegur þáttur þennan þriðjudaginn✨
Í þessum þætti fáið þið að kynnast okkur aðeins betur. Við deilum átta skemmtilegum staðreyndum um okkur sem eru líka misgáfulegar. Erla Guðmundsdóttir (heilsuerla) kemur að auki til okkar í spjall um ungbarnasund og margvíslegan ávinning þess.
Í þessum þætti ræðum við brjóstagjöf, pelagjöf og „combo feeding“ út frá okkar eigin reynslu. Þetta er opin og hreinskilin umræða um málefni sem liggur þungt á mörgum nýbökuðum foreldrum. Við deilum persónulegum sögum og áskorunum, því allar leiðir eru í lagi, svo lengi sem barnið fær ást og næringu. ATH! Við erum ekki sérfræðngar, allt sem kemur fram er út frá persónulegri reynslu.
Í þessum þætti förum við yfir hvernig er best að ferðast innanlands og erlendis með börn. Við deilum reynslunni, góðum ráðum og sögum úr okkar ferðum! Ef þú ert ekki að fara ferðast á næstunni lofum við samt góðri skemmtun.
Við förum yfir meðgöngurnar okkar, skemmtilegar sögur og hvað okkur fannst must að taka með og eiga fyrstu daganna eftir fæðingu.
Í þessum kynningarþætti segjum við ykkur frá okkur, afhverju við byrjuðum með þetta podcast og hvað þið getið átt von á í komandi þáttum. Bíddu bara er mömmu hlaðvarp þar sem tvær vinkonur blaðra opinskátt um allt sem fylgir foreldrahlutverkinu.




