DiscoverBíófíklar
Bíófíklar

Bíófíklar

Author: Bíófíklar Hlaðvarp

Subscribed: 4Played: 167
Share

Description

Hlaðvarp um bíódellu.

Umsjónarmenn eru Kjartan Rúnarsson
og Tómas Valgeirsson.
95 Episodes
Reverse
Bíóárið 2025

Bíóárið 2025

2025-12-3003:59:04

Jæja, hið mikla uppgjör á liðnu kvikmyndaári blasir nú við og þá í tvímælalaust stærsta þætti Bíófíkla til þessa (eins og lengdin kann að gefa til kynna…). Gestirnir að sinni eru ekki af óskemmtilegri endanum en það eru þau Ragnar Aðalsteinn Guðjónsson og Hildur Evlalía Unnarsdóttir úr bíóhlaðvarpinu Video rekkinn. Bækur eru allverulega bornar saman - tímunum saman - um hvað stóð upp úr á þessu viðburðaríka og umræðuverða kvikmyndaári. Hér mætast við mækana ansi hreint ólíkir persónuleikar og smekkir, en það er vissulega bara ávísun á hressilegri hlustun. Lofað er líflegri dýnamík… og nokkrum svindlum.Dembum okkur í þetta.Efnisyfirlit: 00:00 - Video rekkinn á samfélagsmiðlum10:05 - Hvernig var árið?27:46 - 'Runner-up' listarnir01:08:51 - Predator: Killer of Killers01:12:05 - Eldarnir01:16:17 - Bugonia01:21:50 - Companion01:24:11 - Black Phone 201:28:10 - Ballerina01:32:23 - K-Pop Demon Hunters01:35:45 - Die My Love01:38:12 - Superman01:45:32 - Caught Stealing01:48:22 - A Real Pain01:54:04 - Sisu: Road to Revenge01:57:56 - The Phonecian Scheme02:07:11 - Sinners02:15:02 - Frankenstein02:24:07 - Avatar: Fire and Ash02:48:00 - Nosferatu02:53:48 - One Battle After Another03:07:03 - 28 Years Later03:18:03 - Sentimental Value03:20:36 - Weapons03:27:51 - Samantekt03:32:32 - Bíóárið 2026...
Þá skal halda áfram með spurningaleikinn þar sem fást engin ‘rétt’ svör og stigin skipta nákvæmlega engu máli. Á meðal pælinga er skoðað hver er versta Stjörnustríðsmyndin til að sýna einhverjum í fyrsta sinn, hvaða Bond-mynd ætti aldrei að vera fyrst fyrir valinu og hver eru stærstu feilsporin hjá virtum leikstjórum.Kjartan og Tommi bjóða kvikmyndaáhugamanninum Þorstein Valdimarsson hjartanlegaa velkomnum í stúdíó Podcaststöðvarinnar þar sem markmiðið er að kynnast smekk Þorsteins örlítið betur í gegnum gallsúrar en (vitaskuld) há-nördalegar spurningar.Hlustandi er að sjálfsögðu hvattur til að hlera þetta húllumhæ þar sem aldrei er of langt í algjöra steypu.Efnisyfirlit:00:00 - Nördismi og 'physical media'17:19 - Besta myndin frá lélegum leikstjóra25:57 - 'Gateway'-Stjörnustríð30:22 - "Versta tillagan að Bond-mynd..."39:42 - Eyðieyjuhörmungin43:18 - Óþolandi bíóupplifun49:41 - Hugleiðing um fræg vélmenni01:03:04 - Michael, Freddy eða Hannibal?
Apaplánetan hefur verið ófáu kvikmyndaáhugafólki kunnug síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Þessi umræðuverði kvikmyndabálkur hefur verið títt þekktur fyrir að þræða saman samfélagsádeilu við sci-fi og einstaka sinnum tímaflakk. Þegar þetta er (hljóð-)ritað eru myndirnar orðnar tíu og endurræsingar tvær að talsins. Kjartan, Tommi og Frikki fastagestur taka létta yfirferð í gegnum þessar merku myndir en hafa ákveðið að einbeita sér að mestu að nýjustu núllstillingunni sem hófst árið 2011. Frikki hafði ekki séð neina af þeim myndum og verður þá stórt spurt um hvernig útkoman reynist, og á hvaða Apaplánetu er best að vera.Þremenningarnir virðast ekki alveg vera samhljóma um hvaða eining þessa fjórleiks ber hvað mest af. En hlustunin er klárlega þess virði að gæða sér á banana yfir og lát duglega heyra,00:00 - 10 myndir tótal24:29 - Rise of the Planet of the Apes43:11 - Dawn of the Planet of the Apes01:19:20 - War for the Planet of the Apes01:57:57 - Kingdom of the Planet of the Apes
Wake Up Dead Man (2025)

Wake Up Dead Man (2025)

2025-12-2001:11:33

Þriðja myndin í Knives Out-seríunni  frá Rian Johnson um eitursnjalla einkaspæjarann Benoit Blanc hefur verið á vörum margra síðustu vikur. Að þessu sinni er kirkja og trú tekin fyrir þar sem Blanc snýr bökum saman við ólukkulegan prest til að komast til botns á stórfurðulegu morðmáli.Líkt og hefur áður fylgt þessari seríu leiðir Daniel Craig stórskotalið leikara í líflegum bræðingi af glensi og alvöru. Viðsnúningar finnast reglulega handan við hornið í leitinni að svörunum við eftirfarandi spurningum; Hver framdi morðið? Hvernig og hvers vegna?Þeir Kjartan, Tommi og Birgir Snær skoða framvinduna og meta hvernig allt kemur heim og saman hjá Blanc og félögum að þessu sinni. Spillar verða tilgreindir og má finna skilmörkin í tímakóðunum hér að neðan.Efnisyfirlit:00:00 - Byrjum á Clue12:29 - Undir áhrifum Christie17:18 - Knives Out (með spillum)24:32 - Glass Onion (með spillum)32:36 - Wake Up Dead Man (*án* spilla)47:26 - Spillar hefjast hér!52:13 - "Fullur af Krist"59:26 - Johnson djókar með Star Wars01:02:09 - Vald yfir öðrum
Avatar: Fire and Ash (2025)

Avatar: Fire and Ash (2025)

2025-12-1901:48:28

Hér er hún; stærsta mynd ársins 2025, umdeilanlega stærsta myndin til þessa frá stórmyndakóngnum James Cameron og í senn ábyggilega umdeildasta Avatar-myndin. Nú er Cameron er nú kominn í logandi hágír með hæðir og lægðir Sulley fjölskyldunnar, vini þeirra, óvini og þær ófáu orrustur sem þar fylgja. Karaktersúpan er orðin meiri en áður og siglir allt í húrrandi sjónarspil þar sem peningurinn sést svo sannarlega á skjánum. Hvort að rassinn hjá áhorfandanum verði orðinn fullaumur eftir þriggja (plús) tíma setu er annað mál. Myndin er að sjálfsögðu rædd í þaula, með og án spilla (sem hefjast á circa 40 mínútna markinu). Hvort að Fire and Ash marki gígantískan endi á risa þríleik eða sé enn ein upphitunin að einhverju stærra er í brennidepli hjá Kjartani og Tomma. Auk þess er farið grimmt út í þær umræður um hvort að þetta sé meira af því sama eða djúsí stigmögnun og stækkun á þeim þrívíða bíóheimi sem yfirgnæfir Pandoru. Eitt er þó allavega víst; Þetta er KLÁRLEGA graðasta Avatar-myndin…Efnisyfirlit:00:00 - Ástríðan í heimi Camerons11:24 - "Rosalega mikil mynd"20:47 - Meira af því sama?35:01 - Samantekt á undan spoilerum44:44 - HFR eða ekki HFR?49:30 - Spoiler-umræða hefst!58:06 - Litlu stóru augnablikin01:02:17 - Á gráa svæðinu...01:08:16 - Um aðra karaktera01:16:26 - Með einfaldleikann að vopni01:27:30 - "Að ná betri tengingu"01:40:00 - Hafsjór af stöffi....
Ofurþjarkurinn James Cameron hefur skipað sér í allsvakalegan sérflokk með að eiga þrjá titla á listanum yfir fimm tekjuhæstu kvikmyndir allra tíma. Það eru að sjálfsögðu fyrstu tvær Avatar myndirnar, en þegar sú fyrri leit fyrst dagsins ljós hafði Cameron ekki gefið út bíómynd í heil 12 ár og liðu síðan 13 ár á milli Avatar myndanna sem nú skal aðeins kryfja áður en þriðja eintakið fær sitt sviðsljós.Kjartan og Tommi rýna í efnistök þessara gígantísku sci-fi fantasíuæintýramynda og skoða hvort meira leynist þarna sem nær út fyrir óumdeilanlegt sjónarspil. Netverjar hafa oft fullyrt að Avatar (e. "Strumpa-")myndirnar hafi ekki skilið eftir sig neitt svakalegt ‘kúltúrs-fótspor’ ef svo má segja, en Bíófíklatvíeykið kanna slík ummæli í þaula og ýmist annað sem þessum ævintýrum fylgir… þangað til þeir verða bláir í framan…Þá er bara að skottast yfir til Pandoru og gæðatesta viðveruna þar.Efnisyfirlit:00:00 - "Baby's First Cameron"06:56 - 'Anti-Netflix' upplifunin14:37 - Avatar 20:05 - Styttri eða lengri útgáfan?35:27 - Avatar: The Way of Water47:41 - 'Mo-Cap' ferlið og smáatriðin58:01 - Samantekt og framtíð
Einn þáttur. Tveir fastagestir. Þrjú spil. Fjórir við míkrafónana og hefst þá gæðaprófið um besta kvikmyndaspil þessa árs. Nýverið voru gefin út þrjú ólík spurningaspil þar sem áherslur hvers þeirra eru nokkuð mismunandi. Spilin heita Bak við tjöldin, Bíóblaður og Bíótöfrar.Kjartan og Tommi eru sestir niður með Atla Sigurjónssyni og Fannari Trausta til að (svo það sé pent orðað…) gæðatesta skítinn úr þessu.Hvaða spil mun bera höfuð og herðar yfir hin tvö? Hvert þeirra er síst? og hvaða lið mun sigra; A.K.A. (Kjartan & Atli) eða Travolta's Demons (Tommi & Fannar)?Hlustunin er sögunni ríkari, enda lengir hláturinn lífið. **Spyrjið bara Mel Brooks...Efnisyfirlit: 00:00: - A.K.A. vs. Travolta's Demons03:29 - Bak við tjöldin37:42 - Bíóblaður01:12:41 - Bíótöfrar02:16:25 - Samantekt
Topp 5: Yorgos Lanthimos

Topp 5: Yorgos Lanthimos

2025-12-0502:23:06

Yorgos Lanthimos, grískur furðufugl og mannfræðingur í anda, er kominn á skurðarborð Bíófíkla þar sem markmiðið er að skoða hvaða fimm titlar frá kauða bera mest af. Lanthimos hefur farið yfir víðan völl, frá búningadrama til vísindaskáldskaps og alls þess á milli; sennilega hvað þekktastur fyrir titlana Dogtooth, The Favourite og Poor Things. Íris er sest með þeim Kjartani og Tomma og bera allir saman sínar (fræðilega…) ólíku bækur. Þau skoða í senn hvað það er sem einkennir þennan grísk ættaða ‘auteur’ sem á rætur sínar að rekja til leikhússins og hefur gegnumgangandi gífurlegan áhuga að kreista fram krefjandi frammistöðu úr leikurum sínum, sér í lagi Emmu Stone. Þess ber líka að geta að Tommi ákvað að leggja í galna áskorun, sem lýsir sér í refsistilgangi til að reyna minnka enskusletturnar sínar.Eins og mannaparnir segja: Þetta verður eitthvað.Efnisyfirlit:00:00 - Af hverju Yorgos?23:27 - Dogtooth33:01 - Kinds of Kindness46:26 - The Killing of a Sacred Deer52:42 - Alps01:00:28 - The Favourite01:11:46 - Bugonia01:39:11 - The Lobster01:52:51 - Poor Things
Eyes Wide Shut (1999)

Eyes Wide Shut (1999)

2025-12-0101:03:22

Svanasöngur leikstjórans Stanley Kubrick og í senn hans ‘bjartasta’ kvikmynd, í þeim skilningi að hún er uppfull af von um betri tíma. Þetta þykir sérlega umræðuvert af sögu sem dílar við hjónabandsbresti, tryggð, myrku öfl elítunnar og býður upp á eitt drungalegasta kynsvall fyrr eða síðar á hvíta tjaldinu.Tom Cruise leggur í eitt stórfurðulegt og draumakennt ferðalag um “Oz” (eða réttar sagt martraðarkenndu útgáfuna af New York) þar sem hann mætir hverri viðreynslunni á eftir annarri og ógrynni af furðufuglum. Á meðan þessu stendur liggur hugur hans á því hvort hjónaband hans við Nicole Kidman sé raunverulega að gliðna í sundur eða hvort hægt verði að stíga yfir þennan erfiða hjalla.Útkoman er vægast sagt lágstemmd en stórspennandi (en það er smekksatriði, vissulega…), eins og þeir Kjartan, Tommi og Atli Sigurjóns diskútera í þættinum að sinni. Þá ákvað Atli einnig að gefa hlustendum smá innsýn inn í sleggjudómana og volgu viðbrögðin sem myndin fékk um sumarið 1999 á meðan stærri málin koma líka til tals; eins og hvort Eyes Wide Shut teljist virkilega til jólamyndar… Lokið augunum fast og sperrið upp eyrun. Aðgangsorðið er ‘Fidelio’…. Efnisyfirlit:00:00 - 199906:41 - Tom Cruise 14:30 - Aðferðafræði Kubricks25:51 - Ekki allra…34:05 - “Traumnovelle”38:40 - Viðreynslurnar í “Oz”47:17 - Týndu tækifærin57:47 - “Fyrirlestur um einkvæni”
Aðdáendur söngleiksins Wicked biðu óþreyjufullir eftir því í tuttugu ár að bíómyndaútgáfa sögunnar komi út. Fyrri myndin var frumsýnd við gríðarlegar vinsældir í nóvember 2024 og sópaði meira að segja til sín hlass af Óskarsverðlaunum. Seinni hlutinn var tekinn upp á sama tíma og virðast viðbrögð vera misjöfn um hvor helmingurinn beri meira af, þó adáendur virðast heilt yfir vera massasáttir.Kjartan og Tommi tóku á móti Wicked-aðdáendunum Hönnu Töru og Eyrúnu Sif (ásamt leynigesti) til að skoða ævintýraheiminn Oz í margs konar formum; hvernig bíóaðlögunin á Wicked - í allri sinni fimm klukkustunda dýrð - breytir, bætir og kætir, auk þess að meta hápunktana, lægðirnar og helstu slagarana. Upp með kústinn, galdrahattinn og töfrasprotann og njótið heil, en ekki gleyma að pússa glerskóna.Efnisyfirlit:00:00 - Broadway og með’ví06:04 - Wicked: Part 115:41 - Wicked: For Good 23:03 - Höskuldarviðvörun32:02 - “Skrilljón vísbendingar”40:13 - Samantekt
Topp 10: Atli Freyr

Topp 10: Atli Freyr

2025-11-2101:21:52

Hayao Miyazaki, Paul Verhoeven, Michael Crichton, Mel Brooks, Sam Raimi, Ridley Scott, Vangelis og (vitaskuld!) John Carpenter. Þetta er aðeins brot af þeim snillingum sem koma til umræðu í þætti þessum, þar sem Atli Freyr - hinn tíði fastagestur og óformlegur þriðji þáttastjórnandi Bíófíkla - fær sviðsljósið og kynnir betur smekk sinn af mikilli innlifun. Atli leiðir Kjartan og Tomma í gegnum sinn lista yfir tíu uppáhalds kvikmyndir… þó megi gera ráð fyrir smávægilegu svindli.Efnisyfirlit:00:00 - Heimavinnuleysið05:02 - “Honorable mentions” 08:14 - Spaceballs 11:43 - Starship Troopers19:33 - Transformers: The Movie20:45 - Congo32:25 - Friday the 13th… 36:44 - In the Mouth of Madness40:22 - Army of Darkness50:17- Kiki’s Delivery Service56:15 - Blade Runner 01:06:09 - The Thing
Moulin Rouge! (2001)

Moulin Rouge! (2001)

2025-11-1601:18:07

Rauða myllan úr smiðju stílistans Baz Luhrmann hefur heillað og fælt frá margan einstaklinginn í gegnum tæpan fjórðung af öld. Sumir syngja, klappa, stappa og frussugrenja yfir rómantíkinni hjá bóhemanum Christian og gleðikonunni Satine á meðan aðrir fussa og sveia líkt og grautfúli Hertoginn sjálfur. Sigga Clausen er aftur snúin í stúdíóið til Kjartans og Tomma til að ræða þennan einstaka og geysivinsæla “glymskrattasöngleik”. Það var hennar frumkvæði að Bíófíklar myndu gægjast í þetta partý og svipast á bakvið rauðu tjöldin. Þá er hlustandi hvattur til að staupa í sig Absinthe-skotið og sækja klútana.  Þetta er hin eina sanna Moulin Rouge!Efnisyfirlit:00:00 - Dómsdagur Hefnenda07:10 - Opnunarmynd Smárabíós16:37 - Þessi galni strúktúr…26:08 - Eina ‘frumsamda’ lagið34:17 - “Rauða tjalds-þríleikurinn”41:06 - Hvað vilja allir? 51:03 - Hatur á söngleikjum57:26 - ‘Pan og scan’ hugleiðingar01:10:38 - Einelti í Hollywood
The Running Man (2025)

The Running Man (2025)

2025-11-1558:47

Glen Powell bregður sér í ’Tom Cruise gírinn’ í nýjustu myndinni eftir breska nördagullið Edgar Wright. Þá fetar Powell líka lauslega í fótspor Arnolds Schwarzenegger í þessari uppfærsluaðlögun á samnefndri skáldsögu eftir Stephen King… sem gerist einmitt árið 2025.Stórskotalið leikara skýtur hérna upp kollinum um allar trissur til að umkringja Powell með alls konar gúmmelaði og orku. Mætti jafnvel segja að Wright sé sjálfur kominn í allt annan gír en venjulega. En hefur hann enn Wright-stöffið?Hingað til hefur það sennilega ekki leynt sér að Bíófíklar eru ágætir aðdáendur leikstjórans, en þeir Kjartan, Tommi og Atli Freyr skelltu sér á The Running Man og (en ekki hvað?…) hlupu beint í stúdíó Podcast stöðvarinnar til að hljóðrita upplifun sína.  Efnisyfirlit:00:00 - Bilanir í Álfabakka08:43 - The Punning Man16:48 - Filmógrafía Wrights25:34 - The Running Man ’2531:41 - Reglurnar eru…40:15 - Colman Domingo!47:02 - Léttspillar hér54:21 - Samantekt
Frankenstein (2025)

Frankenstein (2025)

2025-11-1401:02:40

Frankenstein hefur í margra ára raðir verið draumaverkefni leikstjórans Guillermo Del Toro og - þökk sé Netflix - hefur aðlögun hans loks orðið að veruleika.Með þessari einlægu og fallegu aðlögun sem og persónulegri túlkun leikstjórans hefur öllu verið tjaldað til, með breytingum sem kunna að falla í kramið hjá áhorfendum eða jafnvel bara alls ekki. Kjartan, Tommi og Atli Freyr koma sér í gotneskar stellingar og rýna í það sem óhætt er að kalla eina umtöluðustu stórmynd þessa árs - og hvers vegna hún er svona mikil gullkista af meme’um (e. “mímum”).Efnisyfirlit:00:00 - Sexý gotneskir hönkar…06:02 - Mátturinn hjá Del Toro14:23 - Cameron kom til bjargar…24:25 - Nálgun á klassískri skepnu31:49 - Rauðvín og víðlinsur41:31 - Praktíska hönnunin48:07 - Ofbeldi milli kynslóða59:54 - Samantekt
Predator: Badlands (2025)

Predator: Badlands (2025)

2025-11-1001:02:24

Predator myndirnar eru orðnar eins margar og þær eru ólíkar í gæðum, þó oft vilji margur einstaklingurinn meina að flestar þeirra séu ekkert sérstakar. Hins vegar er víða viðurkennt að fyrrum bíórýnirinn Dan Trachtenberg hafi fundið hina langþráðu orku- og gæðasprautu sem serían þurfti eftir að hann fékk taumana á henni með Prey og Killer of Killers. En þá er Badlands næsta skrefið í þeirri vegferð hjá leikstjóranum sem siglir trúlega í eitthvað enn metnaðarfyllra.Kjartan, Tommi, Atli Freyr og Birgir Snær skoða hvort Badlands sé annað kærkomna eintakið í myndabálkinn eða enn eitt feilsporið - og hvort ræman komist hjá svokallaða Disney-stimplinum.Efnisyfirlit:00:00 - Um Portal Trachtenbergs03:37 - Predator og The Predator12:46 - AvP og Predators20:26 - Prey26:52 - Predator: Killer of Killers34:24 - Badlands án spilla47:17 - Leggir og léttir spillar54:15 - Samantekt (og óvæntur gestur)
Topp 10: Auður Svavars

Topp 10: Auður Svavars

2025-11-0701:14:46

Hvað er langt síðan þú horfðir síðast á The Princess Bride? Er Reservoir Dogs kannski besta Tarantino-myndin? Hvers vegna ákvað Michael Heneke að endurgera Funny Games fyrir vestrænan markað?Auður Svavarsdóttir er aftur sest í stúdíóið til Kjartans, Tomma og Atla og leiðir hún þá í gegnum sínar Topp 10 uppáhalds ‘repeat viewing’ kvikmyndir. Við tökurnar veit megnið af strákunum ekki neitt hverju skal búast við, en kostulegar umræður spinnast út frá fjölbreyttum lista Auðar, og hvað gerir þessa tíu titla svona persónulega fyrir henni.Efnisyfirlit:00:00 - Saló í Bíó Paradís06:55 - Festen 11:12 - Yellow Submarine16:06 - The Craft21:40 - Reservoir Dogs34:53 - Funny Games44:51 - Cry Baby51:52 - The Rocky Horror Picture Show58:50 - The Princess Bride01:05:42 - Zodiac01:10:32 - Harold and Maude
Flestir þekkja til tölvuleikjaseríunnar, jafnvel fólk sem hefur aldrei spilað stakan Mortal Kombat leik. Í áratugaraðir hefur hann þótt einn sá vinsælasti og vantar alls ekki úrvalið af bíómyndum og teiknimyndum. Vörumerkið hefur haldist gífurlega sterkt en á miðjum tíunda áratugnum var lítið um kvikmyndaðar aðlaganir á tölvuleikjum en ljóst er að Paul W.S. Anderson myndin frá 1995 hafi malað gull í miða- og myndbandssölu víða um heim. Ekki er þó hægt að segja það sama um framhaldið sem lenti með vandræðalegum skelli tveimur árum eftir útgáfu forverans. Án þess að skafa neitt frekar af því er framhaldsmyndin af mörgum talin ein versta kvikmynd fyrr eða síðar og hafa áhorfendur lengi deilt um hvort það spili inn í skemmtanagildi hennar eða hvort hún sé hreinlega bara algjör viðbjóður.Bíófíklarnir Bjarni Gautur og Sindri Gretars setja sig í ýktar stellingar með Tomma til að ræða hæðirnar, lægðirnar, trollið hjá senuþjófinum Christopher Lambert, hinn óneitanlega kraft tónlistarinnar í myndunum báðum og hvort sé eitthvað sé viðbjargandi í slakari ræmunni - eða jafnvel endurræsingunni frá 2021 (því, jú, það er víst önnur ‘Mortal Kombat II’ á leiðinni…).Upp með hnefana og eyrun. Þetta verður (undarlega) blóðlaust…Efnisyfirlit:00:00 - “Ekkert blóð…”05:12 - Engin lógík, bara gaman10:05 - Íkoníska þemað og Kano hreimurinn15:44 - Lore’ið í tölvuleiknum22:10 - Paul W.S. Anderson heilkennið25:22 - Mortal Kombat: Annihilation…32:00 - “Hvað er að gerast í þessari mynd!?”40:55 - “Checkov’s Animality”47:07 - Þróun slagsmálasena53:01 - Hvað varð um John R. Leonetti? 58:24 - Stærsta gæðahrapið?
Ótrúlega handahófskenndir og tilgangslausir spurningaleikir eru oft hrikalega skemmtilegir og nú skal hefja nýjan slíkan lið. Annað en á við um ‘Súrt og svarað’ er þó hægt að vinna eitthvað með nú umræddum leik og eru einnig rétt svör sem leitast er eftir.Kjartan hlóð í þennan frussuskemmtilega leik sem skiptist í þrjá flokka og nýtur hann þess óneitanlega í botn að fylgjast með Tomma og Atla Frey klóra sér í sitthvorum hausnum yfir flippinu öllu.Hlustandi er hvattur til að taka þátt og vera með í dauðu þögnunum… Efnisyfirlit:00:00 - “Orð þeirra eru lög”04:13 - Hemsworth og geimverurnar09:14 - Þrýstingur væntinga13:11 - “Með stutt, ljóst hár…”21:27 - Betri en Avatar?25:38 - Gervigreind og Musk’ismi30:06 - F-bombur…35:27 - Úr gríni í heimildarmynd41:26 - Næstu sex… (leikarar)55:52 - Um Jurassic Park…01:08:49 - Um The Thing01:16:00 - Um Cloud Atlas01:29:55 - Niðurstaða
The Fly (1986)

The Fly (1986)

2025-10-2601:13:31

Bíófíklar setja sig í Hrekkjavökustellingar og ræða eina af betri myndum Davids Cronenberg í þaula. Hryllingsmyndin The Fly með Jeff Goldblum og Geenu Davis er allmörgum kunnug en mögulega gæti annað átt við um þá mörgu staðreyndarmola sem henni fylgja. Kjartan, Tommi, Atli Freyr og Frikki búa sig undir ógeðið og skiptast á að lofsyngja þessa vönduðu en sögulega ógeðsllegu bíómynd. Hlustandi er í klessu hvattur til að njóta með og fræðast meira um þennan fræga harmleik, sem er í senn fullkomlega gilt dæmi um að endurgerðir þurfi ekki að vera alltaf af hinu slæma.Út með vængina og niður með kjálkana, þetta verður tryllt…Efnisyfirlit:00:00 - Undirbúningur og uppruni09:06 - Afbrýðissemi Goldblums14:15 - Myndlíkingar með brellum22:37 - Seinni bavíaninn…29:41 - Um body-horror’inn…38:35 - Þegar skepnan tekur yfir47:07 - The Fly II (1989)58:20 - “Þessi fer í safnið!”01:04:47 - Samantekt
Fight Club (1999)

Fight Club (1999)

2025-10-1901:07:44

Þrátt fyrir að fyrsta regla Slagsmálaklúbbs David Fincher sé sú að það megi ekkert ræða hann, er nærri ómögulegt að ræða ekki þessa kvikmynd sem víða er talin ein sú áhrifamesta frá seinni hluta tíunda áratugarins.Myndin fjallar um skrifstofumann sem þjáist af svefnleysi sem leitar allra leiða til þess að breyta lífi sínu. Þegar hann kemst í kynni við sápugerðarmann sem undirbýr slagsmálaklúbb tekur hversdagurinn á sig aðra mynd og hlutirnir eru alls ekki eins og þeir virðast í fyrstu. Það þarf ekki að leita langt til að sjá að ekki var tekið vel í Fight Club á sínum tíma.Myndin hlaut dræma aðsókn og voru gagnrýnendur annaðhvort á því að hér væri um að ræða meistaraverk eða hrokafulla þvælu. Margir sáu hana sem kvikmynd sem væri að hvetja til slagsmála, hryðjuverka og tja… extreme karlmennsku, á meðan aðrir ræddu um myndina í þaular þar sem hún er akkúrat krítík á karlmennsku, neytendur, hjarðarhegðun o.fl.Til langs tíma litið er „költ“ staða myndarinnar ótvíræð og eru fáar myndir frá leikstjóranum Fincher sem hefur verið jafn oft vitnað í. Þau Kjartan, Tommi og Auður Svavarsdóttir brjóta nú fyrstu tvær reglur klúbbsins og ræða þessa merkilega misskildu ræmu og ýmsar merkilegar staðreyndir um hana.Undir lok þáttar birtist jafnframt óvæntur fastagestur (hví ekki?) Mögulega er hann ímyndun.Efnisyfirlit:00:00 - Að ræða myndina “pólitískt”05:32 - Fullkomin uppskrift að geðrofi10:03 - Leyfið til að gráta15:59 - Það má ekki spyrja spurninga24:13 - “Er í lagi?”27:16 - Kínverski endirinn32:09 - “Fight Club er Disney mynd”39:17 - “Engir stólar á setti”43:06 - Staðreyndir sturlaðar54:14 - Upphaf og endir58:38 - Óvæntur gestur mætir
loading
Comments 
loading