DiscoverBíófíklarFight Club (1999)
Fight Club (1999)

Fight Club (1999)

Update: 2025-10-19
Share

Description

Þrátt fyrir að fyrsta regla Slagsmálaklúbbs David Fincher sé sú að það megi ekkert ræða hann, er nærri ómögulegt að ræða ekki þessa kvikmynd sem víða er talin ein sú áhrifamesta frá seinni hluta tíunda áratugarins.

Myndin fjallar um skrifstofumann sem þjáist af svefnleysi sem leitar allra leiða til þess að breyta lífi sínu. Þegar hann kemst í kynni við sápugerðarmann sem undirbýr slagsmálaklúbb tekur hversdagurinn á sig aðra mynd og hlutirnir eru alls ekki eins og þeir virðast í fyrstu. Það þarf ekki að leita langt til að sjá að ekki var tekið vel í Fight Club á sínum tíma.

Myndin hlaut dræma aðsókn og voru gagnrýnendur annaðhvort á því að hér væri um að ræða meistaraverk eða hrokafulla þvælu. Margir sáu hana sem kvikmynd sem væri að hvetja til slagsmála, hryðjuverka og tja… extreme karlmennsku, á meðan aðrir ræddu um myndina í þaular þar sem hún er akkúrat krítík á karlmennsku, neytendur, hjarðarhegðun o.fl.

Til langs tíma litið er „költ“ staða myndarinnar ótvíræð og eru fáar myndir frá leikstjóranum Fincher sem hefur verið jafn oft vitnað í. Þau Kjartan, Tommi og Auður Svavarsdóttir brjóta nú fyrstu tvær reglur klúbbsins og ræða þessa merkilega misskildu ræmu og ýmsar merkilegar staðreyndir um hana.


Undir lok þáttar birtist jafnframt óvæntur fastagestur (hví ekki?)

Mögulega er hann ímyndun.


Efnisyfirlit:

00:00 - Að ræða myndina “pólitískt”

05:32 - Fullkomin uppskrift að geðrofi

10:03 - Leyfið til að gráta

15:59 - Það má ekki spyrja spurninga

24:13 - “Er í lagi?”

27:16 - Kínverski endirinn

32:09 - “Fight Club er Disney mynd”

39:17 - “Engir stólar á setti”

43:06 - Staðreyndir sturlaðar

54:14 - Upphaf og endir

58:38 - Óvæntur gestur mætir

Comments 
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

Fight Club (1999)

Fight Club (1999)

Bíófíklar Hlaðvarp