DiscoverGervigreindarklúbburinn
Gervigreindarklúbburinn
Claim Ownership

Gervigreindarklúbburinn

Author: Stefán Atli

Subscribed: 38Played: 160
Share

Description

Í hlaðvarpi Gervigreindarklúbbsins rýnum við í áhrif gervigreindar á heiminn, vinnuna og lífið sjálft. Hér mætast forvitni og framtíðarsýn þegar við tölum við sérfræðinga, frumkvöðla og skapandi hugsuði sem eru að móta nýja stafræna öld.

Við skoðum hvernig tæknin breytir samfélaginu – ekki með ótta, heldur með áhuga og innsæi.
Hvort sem þú vinnur í nýsköpun, menntun, listum eða einfaldlega vilt skilja heiminn sem er að verða til, þá er þetta þinn vettvangur til að vera á undan.
17 Episodes
Reverse
Þátturinn er í boði HBHF.is – Bílaleigu Akureyrar og ChatGPTnamskeid.is.Í þessum þætti af Gervigreindarklúbbnum fær Stefán til sín frænda sinn og vin úr viðskiptafræðinni, Úlfar Konráð Svansson. Úlfar hefur unnið sig upp í markaðsstarfinu, allt frá vöruhúsi og búðargólfi yfir í vörumerkja- og markaðsstjórnun hjá Artasan. Þeir ræða hraðann sem einkennir dagvöruheiminn, hvernig hann mótar markaðshugsunina og hvaða vörumerki Úlfar er með á sinni könnu (m.a. Match Attax/Topps, Oat King og fleiri).Samtalið leiðist einnig að skapandi verkefnum Úlfars: góðgerðarverkefninu Landvörðunum, sem safnaði fyrir Barnaspítala Hringsins, og nýja „pöbbkviss“-verkefninu ullari.is. Þar sjá tilbúnir spurningapakkar loksins til þess að enginn þurfi að „fórna sér“ sem spyrill.Svo kemur gervigreindarvinkillinn sterkt inn. Úlfar segir frá því hvernig hann notar ChatGPT og Copilot daglega í vinnu – við hugmyndavinnu, tölvupósta, Excel-formúlur og hraðari útfærslur. Hann ræðir líka hvar mörkin liggja: að mannlegi tónninn og snertingin þurfi alltaf að vera til staðar til að fínpússa efnið áður en það fer í birtingu. Í lokin er stóra ráðið einfalt: Bara byrja – gera gervigreind að vana, fá „auka augu“ og láta hana styðja við hugsunina frekar en að skipta henni út.
Þátturinn er í boði HBHF.is – Bílaleigu Akureyrar og ChatGPTnamskeid.is.Í þessum þætti spjallar Stefán við Lindu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra Miðeindar – stærsta máltæknifyrirtækis Íslands. Linda fer yfir ferðalag sitt frá málvísindum og doktorsnámi í Cornell yfir í það að leiða fyrirtæki sem hefur mótað framtíð íslenskrar máltækni. Hún útskýrir hvernig Miðeind þróar vörur eins og Málstað, býr til öfluga málrýni, þýðingarvélar, talgreiningu og hýsir Snöru – stærsta safn rafrænna orðabóka fyrir íslensku.Við ræðum einnig stórar sögur: heimsókn íslensku sendinefndarinnar til OpenAI áður en ChatGPT kom út, hvernig Miðeind hjálpaði OpenAI að fínstilla íslensku í GPT-4 með viðgjafarnámi og hvernig fyrirtækið þróaði íslenska stigatöflu fyrir stór málílíkön. Linda talar opinskátt um muninn á GPT-4 og GPT-5, styrkleika Gemini og hvaða líkan stendur sig raunverulega best í íslensku.
Þátturinn er í boði HBHF.is – Bílaleigu Akureyrar og ChatGPTnamskeid.is.Aron Atli Gunnarsson er tuttugu og eins árs gamall frumkvöðull sem hefur á ótrúlega skömmum tíma skapað sér nafn í heimi gervigreindar og SaaS-lausna. Hann bjó á Bali síðustu fjóra mánuði þar sem hann vann fyrir erlend fyrirtæki, þróaði gervigreindarverkfæri og hjálpaði hugbúnaðarfyrirtækjum að skala kerfin sín.Aron hóf ferilinn í efnisgerð og markaðssetningu, stofnaði síðar eigið gervigreindarfyrirtæki og færði sig svo markvisst yfir í ráðgjöf þar sem hann vinnur beint með SaaS-stofnendum um allan heim. Í dag hjálpar hann fyrirtækjum að vaxa hraðar með því að fínstilla ferla, smíða skalanleg kerfi og nýta gervigreind af öryggi og skýrleika.Í þessum þætti förum við yfir ferðalagið, vangaveltur hans um framtíð gervigreindar og hvernig ungur Íslendingur getur byggt upp alþjóðlegan feril á netinu – hvar í heimi sem er.
Þátturinn er í boði HBHF.is Bílaleigu Akureyrar og ChatGPTnamskeid.isVÆB-bróðirinn Hálfdán Helgi Matthíasson sest niður og fer yfir ótrúlegt ferðalag VÆB frá fyrstu lögunum yfir í sigur í Söngvakeppninni 2025 og fulltrúahlutverk Íslands í Eurovision með laginu „Róa“. Hálfdán talar opinskátt um sköpunarferlið, hvernig tónlistin þeirra hefur þróast og hvaða hlutverk gervigreind gegnir, hans skoðanir á gervigreind bæði í daglegu lífi og í framtíð tónlistarsköpunar.
Þátturinn er í boði: ChatGPTnamskeid.is, Bílaleigu Akureyrar, og HBHF.is – Hugbúnaðarhús Framtíðarinnar.Í þessum þætti fáum við að kynnast Stefáni Baxter, einum af reyndustu tækni- og frumkvöðlum landsins. Hann hóf ferilinn aðeins 18 ára, eftir að hafa skotið sér út úr námi og beint inn í upplýsingatækniheiminn — og hefur síðan þá starfað í tæknigeiranum í nær fjórar áratugi.Stefán hefur stofnað og byggt upp fjölmörg fyrirtæki, tekið þátt í fjórum exitum — þar af þremur mjög farsælum — og upplifað eitt fyrirtækjafall svo stórbrotið að það er næstum eigin saga út af fyrir sig. Hann hefur unnið með gervigreind lengur en flestir, allt frá dögum þar sem complex event processing og ákvörðunatré voru talin „AI“.Í dag leiðir hann Smart Data, fyrirtæki sem vinnur með hagnýtingu gervigreindar í rekstri, gagnaúrvinnslu og ákvarðanatöku. Við förum í gegnum ferilinn, sögurnar, lærdóminn og hvernig hann sér íslensk fyrirtæki nýta AI á næstu árum.
Þátturinn er í boði HBHF.is, Bílaleigu Akureyrar og ChatGPTnamskeid.is.Í þessum þætti tekur Gervigreindarklúbburinn á móti Adda Nabblakusk, einum litríkasta og frumlegasta hreyfihönnuði landsins. Addi hefur unnið að plötuumslögum og sjónrænum heimum fyrir listamenn á borð við Herra Hnetusmjör, Iceguys, Inga Bauer og Jón Jónsson, auk þess að skapa eigin karaktera, sögur og teikni- og hreyfimyndaheim sem bera skýrt Nabblakusk-fingrafar.Við ræðum tíu ára feril hans í hreyfihönnun, hvernig hann byggir upp hugmyndir og hvað drífur hann áfram í sköpun. Síðan köfum við ofan í gervigreindina: óöryggi, siðferðislegar spurningar, hvernig tæknin breytir skapandi geiranum og hvaða hlutverk hún á — eða á ekki — í listsköpun framtíðarinnar.Þessi þáttur er blanda af húmor, heiðarleika og sköpunarkrafti, þar sem Addi Nabblakusk talar opinskátt um listamannslífið á tímum gervigreindar. Þetta er ómissandi spjall fyrir alla sem lifa og hrærast í sköpunarheiminum.
Þátturinn er í boði: ChatGPTnamskeid.is, Bílaleigu Akureyrar og HBHF.is – Hugbúnaðarhús Framtíðarinnar.Í þessum þætti tekur Gervigreindarklúbburinn á móti Róberti Einars stofnanda Qwerty og einum reyndasta grafíska hönnuði landsins. Róbert hefur starfað í hönnun í nær tvo áratugi, allt frá prentverki og pakkningahönnun til UI/UX, alþjóðlegra vörumerkja og stórra stafræna verkefna. Hann hefur hannað allt frá Boli-bjórnum, Old Islandia Gin og Myrká Whisky yfir í ICE nikótínpúðana sem nú eru seldir í tugum landa.Við ræðum hvernig gervigreind er að breyta hönnunarheiminum — frá hugmyndavinnu og skissum yfir í pakkningar, reglugerðir, stafræna upplifun og hönnunarferla sem áður tóku vikur en taka nú mínútur. Róbert talar opinskátt um tól, vinnubrögð og framtíðina.
Þátturinn er í boði:ChatGPTnamskeid.isBílaleiga AkureyrarHBHF.is – Hugbúnaðarhús Framtíðarinnar🎧 Bjarki Pétursson – Að draga úr sóun, nýta gervigreind og byggja upp betri reksturÍ þessum þætti er gestur minn Bjarki Pétursson, stofnandi Zenter og forstjóri Laufsins.Bjarki hefur starfað í sölu og markaðsmálum í nær tvo áratugi og segir frá því hvernig hann fór úr hefðbundnum markaðsveruleika yfir í að nota gervigreind daglega í vinnu og stefnumótun.Við ræðum hvernig Laufið forðast orðið “sjálfbærni” og einblínir í staðinn á það sem skiptir mestu máli – að draga úr sóun og byggja upp skilvirkari rekstur með ánægðari viðskiptavinum, minna rusli og meiri arðsemi.Hann fer líka yfir hvernig gervigreind er að umbreyta markaðssetningu og hvaða tækifæri íslensk fyrirtæki hafa til að taka forystu í nýrri, snjallri rekstrarhefð.Þessi umræða er hagnýt, heiðarleg og full af reynslu úr íslensku atvinnulífi – og sýnir hvernig hægt er að nýta tækni til að gera hluti bæði betri og einfaldari.
Þátturinn er í boði: ChatGPTnamskeid.is, Bílaleigu Akureyrar og HBHF.is - Hugbúnaðarhús Framtíðarinnar.Í þessum þætti ræðum við við Írisi Líf, stofnanda Accounta og Virkum AI, um hvernig hún sér gervigreind umbreyta fjármálum, bókhaldi og frumkvöðlastarfi. Við förum yfir hvernig sjálfvirkni getur gert bókhald aðgengilegra, hvernig AI er notað í ferla eins og reikningagerð og samskipti, og hvaða hæfileikar verða verðmætastir í nýrri tækniöld fjármála.
Þátturinn er í boði HBHF - Hugbúnaðarhús Framtíðarinnar, chatgptnamskeid.is og Bílaleigu Akureyrar!Í þessum þætti af Gervigreindarklúbbnum spjöllum við við Ólaf Kristján Valdimarsson, fjölhæfan hagfræðing og fjárfestingasérfræðing sem hefur unnið í allt frá fjármálum og stjórnun yfir í byggingarvinnu og sjónvarpsverkefni. Hann og konan hans, Guðrún sigruðu aðra seríu af sjónvarpsþættinum Viltu finna milljón. Við förum yfir lífsreynslu hans, tímann eftir slysið, sem breytti miklu og hvernig breiður bakgrunnurinn mótar sýn hans á gervigreind. Ólafur talar um hvernig AI mun endurhugsa sparnað, fjárfestingar, vinnumarkaðinn og daglegt líf — og hvernig tækni getur hjálpað fólki að taka betri ákvarðanir og nýta tímann skynsamlegar. Þetta er opinskátt og fræðandi samtal við mann sem hefur lifað margt og horfir á framtíðina með skýra sýn.
Spjall við Róbert Helgason
Í þessum þætti af Gervigreindarklúbbnum ræðum við við Ólaf Hrafn Steinarsson, forstjóra Aska Studios og einn áhrifamesta einstakling Íslands í tölvuleikjagerð. Hann leiðir teymið á bak við nýja leikinn Gang of Frogs og hefur áratugareynslu úr íslenskum esports- og leikjaheimi.
🎙️ Gunnur von Matern – Skapandi hugsun og gervigreind í norrænu ljósiÍ þessum þætti ræðum við við Gunnu von Matern, Head of Digital Strategy hjá NORD DDB, um hvernig gervigreind er að umbreyta skapandi greinum, hönnun og stefnumótun á Norðurlöndum. Gunnur hefur yfir tíu ára reynslu af því að sameina stafræna stefnu, UX og nýsköpun og hefur unnið með alþjóðlegum vörumerkjum eins og McDonald’s, Telenor, Electrolux og Securitas.Við förum yfir hvernig AI getur bæði aukið mannlega sköpun og breytt því hvernig við hugsum um vinnu, menningu og framtíð hönnunar. Hún talar um tækifærin sem Ísland hefur á þessu sviði, áskoranirnar sem fylgja, og hvernig fyrirtæki geta orðið leiðandi í að samþætta gervigreind á siðferðilega og skapandi hátt.
Ingi Bauer ræddi við okkur um ferilinn, tónlistina, gervigreind í tónlist og alemnnar pælingar um gervigreind!
Í þættinum með Jónasi ræðum við upphaf gervigreindar, áhrif stóru fyrirtækjanna í Kísildalnum og hvernig þau móta framtíðina. Spjall um tæknina, hugmyndirnar og fólkið sem er að breyta heiminum.Fylgiði Gervigreindarklúbbnum á samfélagsmiðlum!
Samtal um hugmyndir, framtíð og leiðirnar sem við veljum þegar við byggjum eitthvað frá grunni. Guðmundur Andri Ólasson einn eiganda Viralis Markaðsstofu deilir hugsunum, reynslu og sýn á það hvernig við sköpum og tengjumst í síbreytilegum heimi.
🎙️ Gervigreindarklúbburinn – samtöl um framtíðinaÍ þessum þætti ræðir Stefán Atli við Magneu Gná, yngsta borgarfulltrúa sögunnar, og Lilju Rannveigu ritara Framsóknarflokksins um áhrif tækni, gervigreindar og nýrrar hugsunar á samfélagið. Samtalið snýst um framtíð borgarinnar, ungt fólk í leiðtogahlutverkum og hvernig við getum nýtt nýja tækni á manneskjulegan hátt.
Comments