12. Gervigreind og hönnun - Róbert Einars eigandi QWERTY
Description
Þátturinn er í boði:
ChatGPTnamskeid.is,
Bílaleigu Akureyrar og
HBHF.is – Hugbúnaðarhús Framtíðarinnar.
Í þessum þætti tekur Gervigreindarklúbburinn á móti Róberti Einars stofnanda Qwerty og einum reyndasta grafíska hönnuði landsins. Róbert hefur starfað í hönnun í nær tvo áratugi, allt frá prentverki og pakkningahönnun til UI/UX, alþjóðlegra vörumerkja og stórra stafræna verkefna. Hann hefur hannað allt frá Boli-bjórnum, Old Islandia Gin og Myrká Whisky yfir í ICE nikótínpúðana sem nú eru seldir í tugum landa.
Við ræðum hvernig gervigreind er að breyta hönnunarheiminum — frá hugmyndavinnu og skissum yfir í pakkningar, reglugerðir, stafræna upplifun og hönnunarferla sem áður tóku vikur en taka nú mínútur. Róbert talar opinskátt um tól, vinnubrögð og framtíðina.





