Í þessum fyrsta þætti af Heilsuhlaðvarpinu tökum við á móti lækninum Kristjáni Þór Gunnarsyni. Við förum yfir sviðið þegar kemur að faraldri krónískra langvinnra veikinda en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt. Þetta eru sjúkdómar eins og hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki, offita, nýrnabilun, elliglöp, geðsjúkdómar, taugasjúkdómar og krabbamein. Undirliggjandi þáttur í öllum þessum sjúkdómum eru bólgur og oft það sem kallað er efnaskiptavilla. Meirihluti þjóðarinnar er á lyfseðilsskyldum lyfjum, 70 prósent landsmanna er í yfirþyngd og 30 prósent barna. Börn eru að mælast með háan blóðþrýsting og sum þeirra eru með byrjunareinkenni líffæraskemmda eins og byrjun á æðakölkun og þykknun í hjartavöðva. Ævilengd okkar er að minnka og árunum sem við erum veik eru að fjölga. Lyfjanotkun eykst jafnt og þétt en sjúkdómar halda áfram að aukast. Við erum því bara að vinna með að halda einkennum í skefjum en ekki að ráðast að rótum vandans. Og það eru engar áætlanir til að breyta ástandinu. Kristján hefur verið í fararbroddi lækna sem hefur látið sig faraldur langvinnra krónískra sjúkdóma varða. Hann lét ekki staðar numið við læknisfræðina heldur bætti við sig þekkingu á frumulíffræði og starfsemi hvatberanna þar sem hann telur rót flestra þessara sjúkdóma liggja. Í fræðandi samtali förum við yfir margt sem snertir heilsu okkar, næringu og lífsstíl. Kristján Þór útskýrir hvernig samfélagið þarf að bregðast við faraldri krónískra langvinnra sjúkdóma, sem hann kallar samfélagssjúkdóma. Hann fjallar um mikilvægi forvarna og að ráðast að rótum vandans til að fækka þeim sem veikjast. Kristján Þór Gunnarsson veitir okkur ómetanlega innsýn í hvernig við getum byggt upp heilbrigðara samfélag! Við ræðum: Samfélagssjúkdóma og heilbrigðiskerfið: Hvernig sjötíu prósent Íslendinga eru á lyfjum og hvernig forvarnir gætu létt á heilbrigðiskerfinu. Áhrif þróunarinnar á mataræði okkar: Hvernig breytingar á matvælaiðnaðinum, sérstaklega á áttunda og níunda áratugnum hafa haft áhrif á heilsuna. Hættur sykurs, fræolía og gjörunninna matvæla: Sykur og unnin matvæli, sem valda slæmri blóðfitu og bólgum, eru aðalvandamálið sem við þurfum að takast á við. Hvatbera og efnaskipti frumna: Hvernig hvatberarnir umbreyta orku úr fæðunni okkar í orku fyrir líkamann og hvaða áhrif matarræðið hefur á þessi „orkuver“ líkamans. Gæði fitu og áhrif mismunandi olía: Af hverju við eigum að forðast fræolíur við steikingu og velja heilsusamlegri olíur eins og nautatólg, kókosoliu og avókadóolíu. Mikilvægi heilbrigðra lífsvenja: Hvernig við getum komið á persónulegum gildum í mataræði og lífsstíl, hvort sem er með næringu, hreyfingu eða svefni. Næringarráðleggingar fyrir skólamat og börn: Skilaboðin sem maturinn gefur lífeðlisfræðinni skipta máli, og við eigum að byggja upp umhverfi þar sem börnin okkar fá holla næringu og skapi jákvæðar venjur. -------- Við erum stoltar af því að kynna heilsuherinn okkar - fyrirtæki sem ætla að koma með okkur í þetta heilsuferðalag - til heilsueflingar! Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu Saltverk - sjálfbært, hreint, óunnið íslenskt salt - þurrkað með jarðhita og inniheldur frá náttúrunnar hendi öll stein- og snefilefni
Heilsa og forvarnir gegn sjúkdómum hafa lengi verið okkur hjartans mál. Þrátt fyrir að líftími fólks hafi lengst undanfarna áratugi, hefur fjöldi heilbrigðra æviára dregist saman. Við erum lengur veik með skertum lífsgæðum og lyfjanotkunin ein sú mesta í heiminum. Getur það talist eðlilegt að flestir séu sjúkir á einhvern hátt? Lítum í kringum okkur, þekkjum við einhverja fjölskyldu þar sem ekki eru einhver veikindi á ferðinni? Getur það verið eðlilegt að með hverju ári aukist fjöldi þeirra sem fær sykursýki, krabbamein, Alzheimers-sjúkdóm, Parkinsonsveiki og sjálfsofnæmissjúkdóma eins og Multiple Schlerosis, gigtarsjúkdóma, Chrons-sjúkdóm, skjaldkirtilssjúkdóma og aðra bólgusjúkdóma? Er eðlilegt að á hverju ári deyi mörg hundruð manns af völdum hjarta- og æðasjúkdóma? Og er eðlilegt að við tökum inn lyf fyrir milljarða til að halda niðri einkennum þessara sjúkdóma en ekki að takast á við orsakirnar og lækna þá? Þessir sjúkdómar sem við nefnum hér hafa verið kallaðir lífsstílssjúkdómar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þeir þekktust varla fyrr en á 20. öld og ef þeir þekktust þá var það í mun minni mæli en á okkar tímum. Þessi sjúkdómar fara nú fremstir í flokki sem orsakir dauðsfalla í heiminum en um 70 prósent dauðsfalla á heimsvísu stafa af þeim. Á Íslandi er hlutfallið um 90%. -------- Við erum stoltar af því að kynna heilsuherinn okkar - fyrirtæki sem ætla að koma með okkur í þetta heilsuferðalag - til heilsueflingar! Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu Saltverk - sjálfbært, hreint, óunnið íslenskt salt - þurrkað með jarðhita og inniheldur frá náttúrunnar hendi öll stein- og snefilefni