DiscoverHlaðvarp Heimildarinnar
Hlaðvarp Heimildarinnar
Claim Ownership

Hlaðvarp Heimildarinnar

Author: Heimildin

Subscribed: 1,580Played: 48,262
Share

Description

Í hlaðvarpi Heimildarinnar má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.
1264 Episodes
Reverse
Ef netsambandið klikkar fer allt til fjandans, nema viðbúnaður sé til staðar, og það er hann ekki hér í Danmörku,“ sagði ráðherra almannavarna í dönsku ríkisstjórninni eftir að netið lá niðri klukkustundum saman í lok október, vegna bilunar. „Danir og margar aðrar þjóðir hafa sofið á verðinum,“ sagði ráðherrann.
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Margir þekkja hið vinsæla lag Kim Larsen, Jutlandia, en það hefst á orðunum ,,Det var i 1949 eller cirka der omkring da der var krig I Korea“. Færri þekkja sögu þessa merka skips sem hófst árið 1934 og lauk fyrir 60 árum í Bilbao á Spáni.
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Þjófnuðum úr dönskum matvöruverslunum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Í fyrra var daglega stolið vörum fyrir 5,5 milljónir danskra króna. Þar við bætast þjófnaðir úr annars konar verslunum. Kaupmenn vita vart sitt rjúkandi ráð í baráttunni við þjófana.
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón að þessu sinni hafa Auður Viðarsdóttir doktorsnemi og Kristinn Schram dósent í þjóðfræði. Hljóðjöfnun: Egill Viðarsson.
Palads, eitt elsta kvikmyndahús Kaupmannahafnar, hefur lengi staðið í óvissu. Nú liggur fyrir ný tillaga að endurbótum frá Cobe arkitektum sem fær jákvæð viðbrögð og gæti tryggt verndun hússins.
Í Dan­mörku eru tug­ir þús­unda smá­hýsa, svo­nefnd koloni­havehus, sem mörg hver hafa ver­ið byggð í leyf­is­leysi og í trássi við lög og regl­ur. Borg­ar­yf­ir­völd í Kaup­manna­höfn vilja nú bregð­ast við og koma bönd­um á óreið­una eins og það er orð­að. Eig­end­ur smá­hýs­anna eru ugg­andi.
Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn er þekkt víða um heim og flestir ferðamenn sem koma til borgarinnar í fyrsta sinn leggja leið sína út á Löngulínu til að sjá hana með eigin augum. Önnur og stærri stytta, Stóra hafmeyjan, hefur verið talsvert í fréttum að undanförnu, brjóst hennar fara fyrir brjóstið á embættismönnum í Dragør.
Eftir margra ára seinkun og alls kyns vafstur var í apríl 2020 tilkynnt að göngin undir Femern beltið og samnefnt sund sem eiga að tengja Danmörku og Þýskaland saman yrðu tilbúin árið 2029, jafnt fyrir bíla og járnbrautarlestir. Nú er enn einu sinni komið babb í bátinn.
Starfsfólki í 12 Coop verslunum í Danmörku brá í brún þegar verið var að bæta á bananahillurnar fyrir skömmu. Í bananakössunum voru ekki eingöngu bananar heldur einnig mörg hundruð kíló af kókaíni. Notkun á kókaíni hefur þrefaldast í Kaupmannahöfn á tíu árum og sömu sögu er að segja frá mörgum Evrópulöndum.
Ísland hefur tekið umtalsverðum breytingum undanfarna áratugi. Eftir að hafa löngum verið eitt einsleitasta samfélag í heimi er nú svo komið að nær fimmti hver landsmaður er af erlendu bergi brotinn. Innflytjendur hafa auðgað íslenskt samfélag á margvíslegan hátt og mikilvægt er að búa þannig um hnútana að allir sem hingað flytja geti verið virkir þátttakendur á öllum sviðum mannlífsins. Til að fræðast nánar um innflytjenda hérlendis er í þessum þætti rætt við Dr. Löru Wilhelmine Hoffmann, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, þar sem hún tekur þátt í verkefninu “Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi.” Hún starfar einnig sem stundakennari við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Sjálf er Lara þýsk en rannsóknir hennar hverfast um fólksflutninga, dreifbýli, tungumál og listir en hún varði doktorsritgerð sína í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri árið 2022. Titill doktorsritgerðarinnar er „Aðlögun innflytjenda á Íslandi: Huglægar vísbendingar um aðlögun innflytjenda á Íslandi byggðar á tungumáli, fjölmiðlanotkun og skapandi iðkun.“ Guðmundur Oddsson prófessor í félagsfræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var komið inn á upplifun innflytjenda af inngildingu, hlutverk tungumálsins, stærð málsamfélaga, samanburð á Íslandi og Færeyjum og börn flóttafólks.
Dæmigerður sunnudagsmorgunn er í hugum margra Dana skreppitúr í bakaríið eftir rúnstykkjum og vínarbrauði, og áður fyrr með viðkomu hjá blaðasalanum. Sífellt færri vilja gera baksturinn að ævistarfi og margir bakarar neyðast til að hafa lokað á sunnudögum. Lærðum bökurum hefur fækkað um 50 prósent á 10 árum.
Ýmsir þættir hafa áhrif á hvar við ákveðum að búa til lengdar og hversu vel okkur líður í heimahögunum. Nýleg rannsókn sýnir til að mynda að einstaklingar sem búsettir eru í fáumennum byggðarlögum hérlendis og upplifa slúður um sitt ástarlíf eru tvöfalt líklegri til þess að ætla að flytjast búferlum en aðrir sem ekki upplifa slíkt. Til að færa okkur í allan sannleika um áhrif slúðurs á búsetu og búsetuánægju og margt fleira er í þessum þætti rætt við Dr. Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur sérfræðing við Rannsóknasetur byggða- og sveitarstjórnarmála við Háskólann á Bifröst. Gréta lauk doktorsgráðu í félagsfræði frá Háskólanum á Akureyri á síðasta ári en titill ritgerðarinnar er „Ein af þessum sögum: Félagslegt taumhald, fólksflutningar og slúður: ungar konur í litlum byggðarlögum á Íslandi.“ Guðmundur Oddsson prófessor í félagsfræði við HA ræddi við Grétu en í spjalli þeirra kennir ýmissa grasa.
Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Evu Dögg Sigurðardóttur en hún tók nýlega við stöðu lektors í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Eva lauk doktorsnámi í félagsfræði frá Kent háskólanum í Bretlandi árið 2021. Í doktorsritgerð sinni einbeitti hún sér að væntingum erlendra nemenda á Íslandi til framtíðarinnar. Þær Sigrún ræða um doktorsnámið hennar, helstu niðurstöðurnar úr ritgerðinni með áherslu á stöðu erlendra nemenda í íslenska menntakerfinu.
Eftirspurn eftir óáfengum bjór eykst stöðugt. Í fyrra náði aukningin níu prósentum á heimsvísu. Því er spáð að þessi þróun haldi áfram á komandi árum og dönsk bjórfyrirtæki bregðast við.
Ef ekki verður gripið til aðgerða má búast við miklum skorti á ómenguðu neysluvatni á Kaupmannahafnarsvæðinu á næsta áratug. Þetta má lesa í nýrri skýrslu frá fyrirtækinu Hofor sem sér um öflun og dreifingu orku og vatns í Kaupmannahöfn og nágrenni.
Gestur þáttarins er að þessu sinni Kári Pálsson, þjóðfræðingur. Kári er fróður um ýmislegt sem tilheyrir fortíð okkar og sögu en hann var ungur þegar áhugi hans á þjóðsögum, Íslendingasögunum og norrænni trú kviknaði.
loading
Comments (1)

Ragnar jóhann Sævarsson

Gott og vel þakk þér

Apr 15th
Reply
loading