Discover
Hlaðvarp Heimildarinnar

1254 Episodes
Reverse
Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn er þekkt víða um heim og flestir ferðamenn sem koma til borgarinnar í fyrsta sinn leggja leið sína út á Löngulínu til að sjá hana með eigin augum. Önnur og stærri stytta, Stóra hafmeyjan, hefur verið talsvert í fréttum að undanförnu, brjóst hennar fara fyrir brjóstið á embættismönnum í Dragør.
Eftir margra ára seinkun og alls kyns vafstur var í apríl 2020 tilkynnt að göngin undir Femern beltið og samnefnt sund sem eiga að tengja Danmörku og Þýskaland saman yrðu tilbúin árið 2029, jafnt fyrir bíla og járnbrautarlestir. Nú er enn einu sinni komið babb í bátinn.
Starfsfólki í 12 Coop verslunum í Danmörku brá í brún þegar verið var að bæta á bananahillurnar fyrir skömmu. Í bananakössunum voru ekki eingöngu bananar heldur einnig mörg hundruð kíló af kókaíni. Notkun á kókaíni hefur þrefaldast í Kaupmannahöfn á tíu árum og sömu sögu er að segja frá mörgum Evrópulöndum.
Ísland hefur tekið umtalsverðum breytingum undanfarna áratugi. Eftir að hafa löngum verið eitt einsleitasta samfélag í heimi er nú svo komið að nær fimmti hver landsmaður er af erlendu bergi brotinn. Innflytjendur hafa auðgað íslenskt samfélag á margvíslegan hátt og mikilvægt er að búa þannig um hnútana að allir sem hingað flytja geti verið virkir þátttakendur á öllum sviðum mannlífsins. Til að fræðast nánar um innflytjenda hérlendis er í þessum þætti rætt við Dr. Löru Wilhelmine Hoffmann, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, þar sem hún tekur þátt í verkefninu “Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi.” Hún starfar einnig sem stundakennari við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Sjálf er Lara þýsk en rannsóknir hennar hverfast um fólksflutninga, dreifbýli, tungumál og listir en hún varði doktorsritgerð sína í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri árið 2022. Titill doktorsritgerðarinnar er „Aðlögun innflytjenda á Íslandi: Huglægar vísbendingar um aðlögun innflytjenda á Íslandi byggðar á tungumáli, fjölmiðlanotkun og skapandi iðkun.“ Guðmundur Oddsson prófessor í félagsfræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var komið inn á upplifun innflytjenda af inngildingu, hlutverk tungumálsins, stærð málsamfélaga, samanburð á Íslandi og Færeyjum og börn flóttafólks.
Dæmigerður sunnudagsmorgunn er í hugum margra Dana skreppitúr í bakaríið eftir rúnstykkjum og vínarbrauði, og áður fyrr með viðkomu hjá blaðasalanum. Sífellt færri vilja gera baksturinn að ævistarfi og margir bakarar neyðast til að hafa lokað á sunnudögum. Lærðum bökurum hefur fækkað um 50 prósent á 10 árum.
Ýmsir þættir hafa áhrif á hvar við ákveðum að búa til lengdar og hversu vel okkur líður í heimahögunum. Nýleg rannsókn sýnir til að mynda að einstaklingar sem búsettir eru í fáumennum byggðarlögum hérlendis og upplifa slúður um sitt ástarlíf eru tvöfalt líklegri til þess að ætla að flytjast búferlum en aðrir sem ekki upplifa slíkt. Til að færa okkur í allan sannleika um áhrif slúðurs á búsetu og búsetuánægju og margt fleira er í þessum þætti rætt við Dr. Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur sérfræðing við Rannsóknasetur byggða- og sveitarstjórnarmála við Háskólann á Bifröst. Gréta lauk doktorsgráðu í félagsfræði frá Háskólanum á Akureyri á síðasta ári en titill ritgerðarinnar er „Ein af þessum sögum: Félagslegt taumhald, fólksflutningar og slúður: ungar konur í litlum byggðarlögum á Íslandi.“ Guðmundur Oddsson prófessor í félagsfræði við HA ræddi við Grétu en í spjalli þeirra kennir ýmissa grasa.
Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Evu Dögg Sigurðardóttur en hún tók nýlega við stöðu lektors í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Eva lauk doktorsnámi í félagsfræði frá Kent háskólanum í Bretlandi árið 2021. Í doktorsritgerð sinni einbeitti hún sér að væntingum erlendra nemenda á Íslandi til framtíðarinnar. Þær Sigrún ræða um doktorsnámið hennar, helstu niðurstöðurnar úr ritgerðinni með áherslu á stöðu erlendra nemenda í íslenska menntakerfinu.
Eftirspurn eftir óáfengum bjór eykst stöðugt. Í fyrra náði aukningin níu prósentum á heimsvísu. Því er spáð að þessi þróun haldi áfram á komandi árum og dönsk bjórfyrirtæki bregðast við.
Ef ekki verður gripið til aðgerða má búast við miklum skorti á ómenguðu neysluvatni á Kaupmannahafnarsvæðinu á næsta áratug. Þetta má lesa í nýrri skýrslu frá fyrirtækinu Hofor sem sér um öflun og dreifingu orku og vatns í Kaupmannahöfn og nágrenni.
Gestur þáttarins er að þessu sinni Kári Pálsson, þjóðfræðingur. Kári er fróður um ýmislegt sem tilheyrir fortíð okkar og sögu en hann var ungur þegar áhugi hans á þjóðsögum, Íslendingasögunum og norrænni trú kviknaði.
Hvergi á byggðu bóli er stéttarfélagsaðild eins mikil og Íslandi en um 90% launafólks hér á landi tilheyrir stéttarfélagi. Styrkur verkalýðshreyfinga hérlendis sem erlendis ræðst hins vegar ekki einungis af fjölda félagsbundinna meðlima heldur ekki síður af áherslum, skipulagi og því hvernig verkalýðsfélög kjósa að beita sér.
Stundum æxlast lífið þannig að hlutir frestast og það á svo sannarlega við um hlaðvarp vikunnar. Í því ræðir Sigrún við Bjarka Þór Grönfeldt sem var lektor við Háskólann við Bifröst þegar viðtalið var tekið vorið 2023. Síðan hafa leiðir Bjarka legið í ýmsar áttir, en hann var meðal annars aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar fyrrverandi Félags- og vinnumarkaðsráðherra en vinnur nú sem sérfræðingur í samfélagsmálum hjá Landsvirkjun. Bjarki lauk námi í stjórnmálasálfræði frá Háskólanum í Kent í desember 2022, en hann hefur meðal annars skoðað sjálfhverfu, ófrjálslyndi og hvernig þjóðernishyggja hafði áhrif á stuðning við lýðheilsuaðgerðir á tímum heimsfaraldurs. Í hlaðvarpinu ræða þau Sigrún um námsferil hans, stjórnnmálasálfræði og helstu rannsóknaráherslur.
Gestur þáttarins er Júlíana Þóra Magnúsdóttir doktor í þjóðfræði, en doktors rannsókn Júlíönu bar yfirskriftina „Með eigin röddum: Sagnahefðir íslenskra kvenna undir lok nítjándu aldar og í byrjun tuttugustu aldar“. Í þættinum segir Júlíana frá rannsókn sinni, en hún greindi sagnir 200 kvenna, sem varðveittar eru í hljóðritasafni Árnastofnunnar. Þetta eru sagnir sem Hallfreður Örn Eiríksson safnaði þegar hann ferðaðist um landið. Hann safnaði þó ekki bara sögnunum heldur líka mikilvægum upplýsingum um samhengi þeirra, sem Júlíana greindi í rannsóknum sínum.
Í þessum nýja þætti af hlaðvarpinu tekur David Reimer viðtal við Thomas Zimmermann sem er nýdoktor við félagsfræðideild háskólans í Frankfurt.
Dönsk kona hefur sent danska þinginu tillögu sem gerir ráð fyrir að nota megi ösku látinna Dana í skartgripi. Lögum samkvæmt er það bannað í Danmörku en heimilt í mörgum löndum. Margir Danir vilja rýmri reglur varðandi jarðneskar leifar ættingja.
Gestur þáttarins er Sæbjörg Freyja Gísladóttir þjóðfræðingur. Sæbjörg Freyja er búsett á Flateyri sem var vettvangur meistararitgerðar hennar í þjóðfræði. Þar rannsakaði Sæbjörg hvað felst í svæðivitund þeirra sem búsettir eru á Flateyri og samskipti ólíkra hópa samfélagsins. Sæbjörg hefur enn gaman að því að velta fyrir sér samfélaginu sem hún býr í og hvað hefur áhrif á viðhorf íbúanna þar.
Árið 1920, þegar dönsk stjórnvöld keyptu landskika á Amager-eyjunni við Kaupmannahöfn, grunaði líklega fáa að þarna yrði innan fárra áratuga fjölmennasti vinnustaður í Danmörku. Kastrup-flugvöllur er 100 ára.
Gestur þáttarins er Svanhvít Tryggvadóttir þjóðfræðingur sem starfar um þessar mundir á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Svanhvít lýsir leið sinni í þjóðfræðina og segir frá BA ritgerð sinni þar sem hún rannsakaði sagnaheim Vestur Íslendinga, hvaða þjóðtrúarverur fluttust yfir hafið og hvernig þeim vegnaði á nýjum stað.
Gestur þáttarins er Katla Kjartansdóttir, doktorsnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Katla segir frá leið sinni í þjóðfræðina og meistaranámi í þjóðernisfræðum við Edinborgarháskóla en þjóðernisfræðin er systurfag þjóðfræðinnar þar sem alþjóðasamskipti og þjóðernissjálfsmyndir eru veigamikill þáttur.
Gott og vel þakk þér