Spursmál

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14. Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum á mbl.is.

# 87. - Yfirvofandi stríðsátök, aftaka í Utah, Skatturinn sér um sína og Vinnslustöð í vanda

Heimur á heljarþröm myndu einhverjir segja þegar stjórnmálamenn eru teknir af lífi í beinni útsendingu og Rússar herða tökin gagnvart Evrópu allri. Móta þarf nýja varnarmála stefnu fyrir Ísland.Þetta er meðal þess sem rætt er á vettvangi Spursmála í dag þar sem tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar, þær Lilja D. Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mæta og ræða nýlegan yfirgang Rússa gagnvart Pólverjum, morðið á Charlie Kirk og tillögur þingmannahóps að mótun nýrrar varnarmálastefnu fyrir Ísland.Þá mæta þeir Skafti Harðarson og Róbert Bragason frá Samtökum skattgreiðenda og kynna nýtt mælaborð sem samtökin hafa komið á laggirnar. Það varpar ljósi á útgjöld ríkissjóðs tvo áratugi aftur í tímann. Þar kennir sannarlega ýmissa grasa og segja þeir félagar að mikil og augljós tækifæri séu til þess að bæta ríkisreksturinn.Að því viðtali loknu sest Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni niður með Stefáni Einari og fer yfir þá stöðu sem nú er komin upp í Vestmannaeyjum í kjölfar þess að fyrirtæki hans sagði upp 50 starfsmönnum í fiskvinnslu. Segir Binni að það sé afleiðing af hækkun veiðigjalda á útgerðarfyrirtæki landsins en Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra hafa sagt ástæðurnar allt aðrar.

09-12
01:49:09

# 86. - Snorri í gapastokknum og skólakerfi og laxeldi í lamasessi?

Sí­fellt færri ung­menni geta lesið sér til gagns og veiðirétt­ar­haf­ar eru farn­ir að stífla laxveiðiár af ótta við slysaslepp­ing­ar lax­eld­is­ins. Hvar er í gangi í ís­lensku sam­fé­lagi? Þetta og fleira verður til umræðu í nýj­asta þætti Spurs­mála.Þegar horft er yfir umræðuna um ís­lenska mennta­kerfið mætti halda að allt hafi farið úr­skeiðis á síðustu árum. Magnús Þór Jóns­son, formaður Kenn­ara­sam­bands­ins er ekki sam­mála því en hann viður­kenn­ir þó að margt hefði mátt bet­ur fara.Hann mæt­ir á vett­vang Spurs­mála og ræðir nýja mennta­stefnu og aðal­nám­skrá seg­ir einn af pró­fess­or­um Há­skóla Íslands seg­ir að sé upp­full af lyg­um.Þá mæt­ir Daní­el Jak­obs­son, for­stjóri Arctic Fish á Ísaf­irði í þátt­inn og svar­ar fyr­ir slysaslepp­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins í Dýraf­irði sem urðu til þess að veiðirétt­ar­haf­ar í Hauka­dalsá brugðu á það ráð að stífla ána í því skyni að koma í veg fyr­ir óæski­lega fisk­gengd þar upp.Tel­ur Jakob að fisk­eldið, sem hef­ur vaxið gríðarlega á síðustu árum, bæði á Vest­fjörðum og fyr­ir aust­an, eigi sér framtíð á Íslandi?Áður en Magnús Þór og í kjöl­farið Daní­el mæta á vett­vang ætla þau Andrea Ró­berts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu og Ein­ar Þor­steins­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri og nú borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins að ræða frétt­ir vik­unn­ar. Þar er víst að margt for­vitni­lega muni bera á góma.

09-05
02:31:55

#85. - Vendingar í njósnamáli og þinginu þjófstartað

Spurs­mál hefja nú göngu sína á mbl.is að nýju eft­ir stutt sum­ar­leyfi. Í upp­hafi fyrsta þátt­ar verður upp­lýst um nýj­ar vend­ing­ar í njósna­máli PPP ehf. sem teyg­ir sig djúpt inn í ís­lenskt stjórn­kerfi.Í frétt­um vik­unn­ar er rætt við þau Hjörv­ar Hafliðason eða dr. Foot­ball eins og hann er gjarn­an nefnd­ur og Maríu Sigrúnu Hilm­ars­dótt­ur, frétta­konu á Rík­is­sjón­varp­inu.Í síðari hluta þátt­ar­ins er rætt við þing­flokks­for­menn þriggja stærstu flokk­anna sem sæti eiga á Alþingi. Þau Guðmund Ara Sig­ur­jóns­son, frá Sam­fylk­ingu, Sig­mar Guðmunds­son, frá Viðreisn og Hildi Sverr­is­dótt­ur frá Sjálf­stæðis­flokki.Spurs­mál verða á dag­skrá alla föstu­daga kl. 14 í vet­ur og þar verður farið vítt og breitt yfir sviðið og Ísland í brenni­depli.

08-29
01:47:06

Fullveldið dýrmætt á ögurstundu: Bókaspjall

Það reynd­ist afar mik­il­vægt fyr­ir ís­lenska ríkið að nýta full­veld­is­rétt sinn þegar kröfu­haf­ar föllnu bank­anna sóttu á yf­ir­völd. Þetta seg­ir Sig­urður Már Jóns­son í viðtali á vett­vangi Bóka­klúbbs Spurs­mála.Í liðnum mánuði var bók­in Af­nám haft­anna - samn­ing­ar ald­ar­inn­ar? eft­ir Sig­urð Má tek­in fyr­ir á vett­vangi klúbbs­ins. Til­efnið var það að ný­lega voru 10 ár liðin frá því að risa­vaxn­ir samn­ing­ar náðust við slita­bú föllnu viðskipta­bank­anna sem leiddu til af­náms fjár­magns­hafta hér á landi. Samn­ing­arn­ir urðu einnig til þess að lækka skuld­ir rík­is­sjóðs um hundruð millj­arða króna.

08-01
41:59

Persónunjósnir og aftökur Stóra bróður nútímans - Samtal við Kára Stefánsson um 1984.

Hús­fyll­ir var á Vinnu­stofu Kjar­vals á dög­un­um þegar ríf­lega 150 klúbbmeðlim­ir mættu til leiks á þriðja viðburð Bóka­klúbbs Spurs­mála. Þar sett­ist Kári Stef­áns­son, stofn­andi Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, niður með Stefáni Ein­ari Stef­áns­syni, ásamt klúbbmeðlim­um, og ræddi efni bók­ar­inn­ar 1984 eft­ir Geor­ge Orwell á hisp­urs­laus­an og líf­leg­an hátt eins og hans er von og vísa.Viðraði Kári til að mynda hug­mynd­ir um hvar hægt sé að sjá birt­ing­ar­mynd­ir af Stóra bróður í heim­in­um í dag. Er hann sann­færður um að víða glitti í það fyr­ir­bæri með bein­um eða óbein­um hætti.Bók­in var bók mánaðar­ins í Bóka­klúbbi Spurs­mála í júní­mánuði.Sjálf­ur las Kári bók­ina fyrst fyr­ir nærri hálfri öld síðan en efni henn­ar hafði áhrif á Kára, eins og fleiri, enda um eina áhrifa­mestu bók 20. ald­ar bók­mennta að ræða. Hef­ur hún frá fyrstu út­gáfu haft mót­andi áhrif á hug­mynd­ir manna um sam­spil rík­is­valds og ein­stak­lings­frels­is sem vel er hægt að heim­færa á sam­tím­ann sem við lif­um nú. Að mati Kára er bygg­ir saga Orwells á ýkj­um. Raun­ar þykir hon­um sag­an að mörgu leyti frá­leit því hún geng­ur eins langt og hugs­ast get­ur í því að lýsa sam­fé­lagi sem er í helj­ar­greip­um alræðis og svipt sjálf­stæðri hugs­un og frels­inu um leið. Sem í margra eyr­um kann reynd­ar að hljóma kunnu­lega. Það bar þó margt á góma í sam­tali þeirra Kára og Stef­áns Ein­ars. Má þar helst nefna upp­lif­un hans og reynslu af alræðis­sam­fé­lög­um dags­ins í dag, kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn, stjórn­ar­farið í Kína, rík­is­valdið hér á landi og lýs­ing­ar hans af sam­skipt­um sem hann átti við þáver­andi heil­brigðisráðherra, Svandísi Svavars­dótt­ur. Sagði hann að þar hafi stál­in stinn mæst en ein­hverj­ir myndu kannski frek­ar segja að þar hafi skratt­inn hitt ömmu sína - dæmi nú hver fyr­ir sig. Á annað þúsund manns hafa skráð sig í klúbb­inn á þeim fjór­um mánuðum sem hann hef­ur verið starf­andi og fjölg­ar þar enn. Nú í júlí­mánuði sitja klúbb­fé­lag­ar við og lesa bók Sig­urðar Más Jóns­son­ar, Af­nám haft­anna: samn­ing­ar ald­ar­inn­ar? sem er bók þessa mánaðar á vett­vangi klúbbs­ins. Af því til­efni fæst hún á sér­stöku til­boði í versl­un­um Penn­ans Ey­munds­son. Hægt er að skrá sig í klúbb­inn með því að smella hér.Sam­starfsaðilar Bóka­klúbbs Spurs­mála eru Sam­sung, Kerec­is, Brim og Penn­inn.

07-18
01:28:20

#84. - Kjarnorkuástand á þinginu

For­seti Alþing­is hef­ur beitt kjarn­orku­ákvæði þing­skap­ar­laga gegn minni­hlut­an­um á þingi. Starf­semi þess er í upp­námi í kjöl­farið. Aukaþátt­ur af Spurs­mál­um fer í að greina hina al­var­legu stöðu.Átök milli meiri­hluta og minni­hluta á þingi tóku nýja og óvænta stefnu í kjöl­far þess að Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og einn af vara­for­set­um Alþing­is, frestaði þing­fundi á tólfta tím­an­um síðastliðið miðviku­dags­kvöld.Í kjöl­farið flutti Kristrún Frosta­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, for­dæma­laust ávarp þar sem hún lýsti því yfir að meiri­hluti þing­heims hefði tek­ist á hend­ur það hlut­verk að verja ís­lenska lýðveldið gegn minni­hlut­an­um.Hild­ur Sverr­is­dótt­ir mæt­ir í Spurs­mál og ræðir aðdrag­and­ann að þess­ari at­b­urðarás og eft­ir­leik henn­ar.Reynslu­bolt­ar kallaðir á vett­vangAð loknu sam­tali við Hildi mæta þeir Guðmund­ur Árni Stef­áns­son, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi ráðherra og Ein­ar K. Guðfinns­son fyrr­ver­andi ráðherra og for­seti Alþing­is.Þeir hafa marga fjör­una sopið í hinni ís­lensku póli­tík og þekkja sög­una langt aft­ur.Fróðlegt verður að heyra þeirra álit á þeim at­b­urðum sem nú hafa orðið og virðast ætla að móta alla stjórn­má­laum­ræðu í land­inu á kom­andi miss­er­um.Kristrúnu Frosta­dótt­ur var boðið í þátt­inn og gerð til­raun til þess að hafa sam­band við hana sjálfa og aðstoðarmann henn­ar. Það bar eng­an ár­ang­ur.

07-11
01:26:35

#83. - Allt í hers höndum við Austurvöll

Það er í meira lagi raf­magnað and­rúms­loftið á Alþingi þessa sól­ar­hring­ana. Rík­is­stjórn­in er ekki að koma sín­um mik­il­væg­ustu mál­um í gegn og óvíst er hvenær þing get­ur farið í sum­ar­frí.Í nýjasta þætti Spurs­mál­a, og jafnframt þeim síðasta fyrir sumarfrí, er rætt við þrjá þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar og ljósi varpað á það hvernig staðan gæti þró­ast næstu sól­ar­hring­ana. En einnig hvernig þing­vet­ur­inn, sem teygðist inn á mitt sum­ar, hef­ur þró­ast.Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mæt­ir á vett­vang ásamt Bergþóri Ólasyni þing­flokks­for­manni Miðflokks­ins og Ingi­björgu Isak­sen, formanni þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins.Spursmál verða aftur á dagskrá á mbl.is föstudaginn 15. ágúst klukkan 14.

06-27
01:02:15

#82. - Heimsstyrjöld ólíkleg, borgin skrefuð og allir á Swingers club

Ólík­legt er að átök­in milli Írans og Ísra­els breiðist út í Mið-Aust­ur­lönd­um. Fyrr­nefnda ríkið virðist ein­angrað og án vina. Hins veg­ar er Banda­ríkja­for­seta vandi á hönd­um heima fyr­ir í ljósi þeirra yf­ir­lýs­inga sem hann hef­ur áður gefið um að hann vilji forðast að Banda­rík­in drag­ist inn í átök í fjar­læg­um álf­um. Þetta er mat Al­berts Jóns­son­ar, fyrr­ver­andi sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um. Hann er gest­ur Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn og ræðir hin skæðu átök sem nú standa yfir milli Ísra­els og Íran.Í þætt­in­um er einnig rætt við Sig­urð Boga Sæv­ars­son, blaðamann á Morg­un­blaðinu, sem fyr­ir þrem­ur árum tók að ganga göt­ur Reykja­vík­ur og skrá hjá sér um­ferð þá. Fyrr í júní lauk hann svo við að ganga þær all­ar. Í viðtal­inu upp­lýs­ir Sig­urður Bogi hversu marg­ar göt­urn­ar eru og er ekki ólík­legt að ein­hverj­um komi á óvart hversu marg­ar göt­ur prýða land Reykja­vík­ur.Frétt­ir vik­unn­ar eru svo ekki langt und­an og á vett­vang mæta þau Sig­mar Vil­hjálms­son, at­hafnamaður í Minig­arðinum og víðar, og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hún legg­ur senn í vík­ing til Banda­ríkj­anna þar sem hún hyggst setj­ast á skóla­bekk. Þrátt fyr­ir það er póli­tík­in ekki langt und­an og umræðurnar fóru um víðan völl. Meðal annars að skemmtilegum stað í NY sem ber nafnið Swingers club.

06-20
01:37:45

#81. - Mútur, hótanir og stórtónleikar í Vaglaskógi

Er­lend­ir vog­un­ar­sjóðir beittu öll­um ráðum til þess að hafa rík­is­stjórn Íslands und­ir þegar reynt var að lyfta gjald­eyr­is­höft­um. Þeir höfðu ekki er­indi sem erfiði. En eft­ir­leik­ur­inn var svaka­leg­ur.At­b­urðirn­ir sem náðu hápunkti í júní 2015 og mörkuðu efna­hags­lega stöðu Íslands all­ar göt­ur síðan eru mörg­um í fersku minni, en þó hef­ur fennt yfir margt á þeim ára­tug sem liðinn er síðan.Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, rifjar upp þessa at­b­urði í Spurs­mál­um í dag og upp­lýs­ir um at­b­urði og at­vik sem ekki hef­ur verið sagt frá áður.Þá mæt­ir Jök­ull Júlí­us­son, leiðtogi hljóm­sveit­ar­inn­ar Kal­eo. Hann ræðir fer­il­inn og stór­tón­leika sem eru á teikni­borðinu í Vagla­skógi síðar í sum­ar.Syst­urn­ar Kamilla og Júlía Mar­grét Ein­ars­dæt­ur fara yfir frétt­ir vik­unn­ar á sinn ein­staka hátt.

06-13
01:38:28

#80. - Gegn árangri í Breiðholti og óvíst með frekari vaxtalækkanir

Borg­ar­yf­ir­völd gera nú allt sem í þeirra valdi stend­ur til þess að eyðileggja starf­semi Aþenu í Breiðholti. Þetta seg­ir Brynj­ar Karl Sig­urðsson í sam­tali í Spurs­mál­um. Í því fel­ist kven­fyr­ir­litn­ing. Í þætti dags­ins er einnig rætt við Ásgeir Jóns­son, seðlabanka­stjóra. Nú munu marg­ar vik­ur líða þar til gluggi opn­ast að nýju á að lækka stýri­vexti. Þá mæta þeir einnig til leiks, Björn Ingi Hrafns­son, aðstoðarmaður Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar og Vil­hjálm­ur Birg­is­son formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness og Starfs­greina­sam­bands­ins.

06-06
02:09:55

#79. - Aðvörun Fertrams og tekist á um búvörulög

Þau Hulda Bjarna­dótt­ir, for­seti Golf­sam­bands Íslands, og Sölvi Tryggva­son, hlaðvarps­stjórn­andi og fjöl­miðlamaður, ræða frétt­ir vik­unn­ar. Ber þar margt á góma, meðal ann­ars sal­an á Íslands­banka þar sem þúsund­ir Íslend­inga keyptu fyr­ir litl­ar 20 millj­ón­ir hver eins og ekk­ert væri.Þá mæta þau til leiks Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, og Mar­grét Ágústa Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­taka Íslands. Þau tak­ast á um breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um og hvort rétt hafi verið að taka úr sam­bandi til­tek­in ákvæði sam­keppn­islaga þegar afurðastöðvar í kjötiðnaði eru ann­ars veg­ar.Stór orð hafa verið höfð uppi um það mál á und­an­förn­um mánuðum, ekki síst eft­ir að héraðsdóm­ur felldi dóm um að breyt­ing­ar á lög­gjöf­inni hefðu gengið í ber­högg við stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins. Hæstirétt­ur sneri þeim dómi fyr­ir nokkru og hafa ýms­ir þurft að éta ofan í sig stór­yrði sem byggðu á dómi hins lægra setta dómsvalds.Í lok þátt­ar­ins er rætt við Guðmund Fer­tram Sig­ur­jóns­son, for­stjóra og stofn­anda Kerec­is. Hann seg­ir dimmt yfir at­vinnu­mál­um á Vest­fjörðum í kjöl­far þess að rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ir til­kynnti að hún hyggðist tvö­falda veiðigjöld á út­gerðina í land­inu.En rætt er við Guðmund um fleiri spenn­andi mál, meðal ann­ars hvort ske kynni að annað fyr­ir­tæki á borð við Kerec­is leyn­ist meðal þeirra hundruða ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja sem starf­andi eru í land­inu.

05-30
02:09:28

Kúbudeilan 1962 - bók mánaðarins

Kúbudeilan 1962 eftir Max Hastings hefur verið bók mánaðarins í maímánuði. Hún kom fyrst út árið 2022 og setur magnaða atburði sem áttu sér stað fyrir rúmum sextíu árum í samhengi. Þá er merkilegt að sjá hversu margt sem er að gerast í nútímanum í samhengi við þá frásögn sem Hastings dregur fram.Það var Magnús Þór Hafsteinsson sem þýddi verkið og hann settist niður með Stefáni Einari á dögunum til að ræða um bókina og atburðarásina fyrir rúmum sextíu árum þar sem litlu munaði að stórveldin tvö; Bandaríkin og Sovétríkin hefðu lent í afdrifaríkum átökum.Bókaklúbbur Spursmála er í boði Samsung, Brim, Kerecis og Pennans.

05-28
20:29

#78. - Ákall um afsagnir í æðstu stöðum

Úlfar Lúðvíks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, tek­ur enga fanga í ít­ar­legu viðtali í Spurs­mál­um. Seg­ir hann rík­is­lög­reglu­stjóra og ráðuneyt­is­stjóra dóms­málaráðuneyt­is­ins hafa brugðist skyld­um sín­um þegar kem­ur að vernd landa­mæra rík­is­ins.Í þætt­in­um fer Úlfar yfir það hvernig starfs­lok hans báru að og hvaða ástæður hann tel­ur að búi að baki þeirri ákvörðun dóms­málaráðherra. Hann seg­ir und­an­bragðalaust að hon­um hafi verið sýnd­ur reisupass­inn.Í þætt­in­um mæta stöll­urn­ar Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir og Ólöf Skafta­dótt­ir en þær halda úti hinu geysi­vin­sæla hlaðvarpi, Komið gott. Á miðviku­dags­kvöld stefndu þær 450 gest­um í gamla Aust­ur­bæj­ar­bíó og héldu þar uppi stuði langt fram eft­ir.Þær ræða frétt­ir vik­unn­ar sem eru marg­ar og mis­mun­andi. Allt frá nýrri mæl­ingu á fylgi stjórn­mála­flokk­anna til hnífstungu­árás­ar í Úlfarsár­dal.

05-23
01:11:52

#77. - Ár í kosningar og vextirnir valda áhyggjum

Í dag er slétt ár þar til Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu og kjósa til 62 sveit­ar­stjórna. Víða stefn­ir í harðan slag og ljóst að marg­ir þurfa að verja vígið og enn aðrir sem stefna á að ná völd­um.Þetta er meðal þess sem farið er yfir á vett­vangi Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn þegar blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son mæta til leiks og fara yfir kosn­inga­bar­átt­una framund­an. Það má segja að Spurs­mál ræsi kapp­hlaupið um meiri­hlut­ann í sveit­ar­fé­lög­un­um landið um kring.Halla Gunn­ars­dótt­ir, sem kjör­in var formaður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins í vor, mæt­ir á vett­vang og fer meðal ann­ars yfir þær áhyggj­ur sem nú hrann­ast upp vegna hækk­andi verðlags. Hún verður spurð að því hvort hætt sé við að risa­samn­ing­arn­ir sem und­ir­ritaðir voru í fyrra, með mikl­um kostnaði fyr­ir rík­is­sjóð og fyr­ir­tæk­in í land­inu, sé í hættu en í sept­em­ber næst­kom­andi fer sér­stök for­sendu­nefnd yfir það hvort ákvæði samn­ings­ins haldi.Frosti Loga­son mæt­ir ásamt Höllu en hann birti í vik­unni kynn­gi­magnað viðtal við Jón Óttar Ólafs­son, sem verið hef­ur milli tann­anna á fólki síðustu vik­ur vegna njósna­fyr­ir­tæk­is­ins PPP. Frosti hef­ur sterk­ar skoðanir á störf­um sér­staks sak­sókn­ara og það verður fróðlegt að heyra hvað hann hef­ur að segja um næstu skref sem taka verður til þess að leiða þetta stóra mál til lykta.Sér­fræðing­ar Íslands­banka, sem loks verður einka­vædd­ur að fullu í næstu viku, telja að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands muni halda stýri­vöxt­um óbreytt­um að sinni en nefnd­in kynn­ir niður­stöðu maraþon­funda sinna á miðviku­dags­morg­un í næstu viku. Meg­in­vext­ir bank­ans eru 7,75% og þykir flest­um nóg um - ekki síst verka­lýðshreyf­ing­unni.Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka fer yfir þetta mat og hvernig horf­urn­ar í hag­kerf­inu eru al­mennt. Það ger­ir hann ásamt Marinó Erni Tryggva­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra Kviku banka. Hann von­ast til þess að Seðlabank­inn stígi var­færið skref í átt til vaxta­lækk­un­ar. Þar horf­ir hann til fjár­mála­stöðug­leika sem taka verði til­lit til, 12-24 mánuði fram í tím­ann.

05-16
01:57:43

#76. - Hvítur reykur, sekt séra Friðriks og meint málþóf

Jón Magnús­son hæsta­rétt­ar­lögmaður hef­ur ásamt hópi fleiri manna sem kynnt­ust sr. Friðrik skoðað málið og þá hef­ur Morg­un­blaðið aflað gagna frá KFUM sem ekki hafa komið fyr­ir augu al­menn­ings áður.Rætt er við Jón í lok þátt­ar­ins um þetta mál sem skók ís­lenskt sam­fé­lagið árið 2023 og varð meðal ann­ars til þess að KFUM bað fórn­ar­lömb sr. Friðriks af­sök­un­ar. Stytta af prest­in­um var sömu­leiðis felld af stalli í Lækj­ar­götu og bæj­ar­stjórn Akra­nes­kaupstaðar íhugaði að svipta hinn löngu látna klerk heiðurs­borg­ara­titli.Í frétt­um vik­unn­ar ber páfa­kjöri í Róm afar hátt en sömu­leiðis átök­in sem nú eru far­in að taka á sig al­var­legri mynd en áður milli Pak­ist­an og Ind­lands. Til að ræða þessi mál og fleiri mæta þau Urður Örlygs­dótt­ir og Odd­ur Þórðar­son til leiks. Þau eru bæði frétta­menn á Rík­is­sjón­varp­inu.Til þess að ræða stjórn­mála­ástandið leggja þær Sig­ríður Á. And­er­sen, þingmaður Miðflokks­ins, og Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, orð í belg. Þar er af nægu að taka og ekki verður hjá því kom­ist að spyrja Hildi út í það hvort nýr formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Guðrún Haf­steins­dótt­ir, hygg­ist skipta henni út sem þing­flokks­for­manni.

05-09
01:46:51

#75. - Persónunjósnir, líkbrennsla og neyðarbirgðir

Hvað ætluðu út­send­ar­ar Björgólfs Thors að gera með upp­lýs­ing­ar um Vil­hjálm Bjarna­son? Tengd­ist það brenni­víni og kvenna­mál­um? Því svar­ar bíl­stjór­inn á V 279 í Spurs­mál­um í dag.Með njósn­ara á hæl­un­um Vil­hjálm­ur hef­ur verið í kast­ljósi fjöl­miðla í vik­unni eft­ir að upp­lýst var að njósn­ar­ar hefðu verið á hæl­um hans um nokk­urra vikna skeið árið 2012. En hver var for­saga máls­ins og í hvaða ill­deil­um stóð Vil­hjálm­ur sem ollu því að hon­um var veitt eft­ir­för og setið var um heim­ili hans?Sviðsstjóri og for­setafram­bjóðandiÍ frétt­um vik­unn­ar ber þetta furðumál einnig á góma en gest­ir Spurs­mála að þessu sinni í þeim hluta þátt­ar­ins eru þeir Gylfi Þór Þor­steins­son, sviðsstjóri hjá Rauðakross­in­um og Magnús Ragn­ars­son, formaður Tenn­is­sam­bands­ins og nú fram­bjóðandi til embætt­is for­seta Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands­ins.Nýja tækni þarf við lík­brennsluBer ým­is­legt á góma í þeirri umræðu, meðal ann­ars verk­efni sem Rauðikross­inn fer fyr­ir og teng­ist viðbrögðum al­menn­ings ef til neyðarástands kem­ur. Umræðan um þetta verk­efni tók tals­verðan kipp þegar raf­magns­laust varð um gjörv­all­an Spánn og Portúgal með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um.Í lok þátt­ar­ins  verður rætt við Sig­ríði Bylgju Sig­ur­jóns­dótt­ur sem fer fyr­ir sjálf­seign­ar­stofn­un­inni Tré lífs­ins. Hef­ur hún ásamt sam­starfs­fólki lengi stefnt að því að byggja upp full­komna og nú­tíma­vædda lík­brennslu hér á landi í stað þeirr­ar sem nú er rek­in af Kirkju­görðum Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæma.Búnaður­inn sem þar er not­ast við stenst eng­ar kröf­ur varðandi meng­un og vill Sig­ríður meina að rétt sé að fela einkaaðilum að byggja nýja aðstöðu í þess­um efn­um.

05-02
01:29:47

#74. - Helsingjasteik með brúnuðum og Logi ósáttur við orð Sigurjóns

Logi Ein­ars­son, ráðherra fjöl­miðlamála, hyggst standa við þá ákvörðun sína að draga úr styrkj­um til tveggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla lands­ins. Þetta staðfest­ir hann í sam­tali á vett­vangi Spurs­mála.Í viðtal­inu er Logi einnig spurður út í um­mæli sem Sig­ur­jón Þórðar­son, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is lét falla og lúta að því að refsa eigi fjöl­miðlum sem ekki stunda frétta­flutn­ing sem er hon­um að skapi.Í þætt­in­um verður einnig rætt við Loga um brýn mál sem tengj­ast gervi­greind­arkapp­hlaupi stór­veld­anna, styrki til náms­manna og sitt­hvað fleira.Í frétt­um vik­unn­ar er rætt við þau Jakob Frí­mann Magnús­son, fyrr­um þing­mann Flokks fólks­ins og Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra.Þar ber ým­is­legt á góma, and­lát páfans í Róm, skóla­máltíðir og annað sem til um­fjöll­un­ar hef­ur verið í sneisa­fullri frétta­viku í upp­hafi sum­ars.

04-25
01:27:23

#73. - Slegið á puttana á skattaóðri ríkisstjórn

Sí­fellt kem­ur bet­ur í ljós að rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur stefn­ir á stór­felld­ar skatta­hækk­an­ir á fólk og fyr­ir­tæki. Ásdísi Kristjáns­dótt­ur bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi líst ekki á stöðuna. Hún er gest­ur Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn ásamt Ernu Björgu Sverr­is­dótt­ur, aðal­hag­fræðingi Ari­on banka.Ásdís seg­ir að það séu ekki aðeins stór­hækkuð veiðigjöld og „mat­seðill“ af skatta­hækk­un­um á ferðaþjón­ust­una sem stefni í. Þannig bend­ir hún á að stjórn­völd stefni að því að þvinga sveit­ar­fé­lög til þess að full­nýta út­svars­pró­sentu þá sem leggja má á íbú­ana. Sveit­ar­fé­lög­um sem það geri ekki verði ein­fald­lega refsað.Erna Björg nefn­ir að huga verði að því hvernig staðið er að breyt­ing­um á grunn­atvinnu­vegi þjóðar­inn­ar þegar mik­il óvissa rík­ir á flest­um sviðum, ekki síst vegna þess tolla­stríðs sem Don­ald Trump og stjórn hans í Washingt­on hef­ur efnt til gagn­vart flest­um ríkj­um heims.Í síðari hluta þátt­ar­ins er rætt við for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins Intu­ens Seg­ulóm­un­ar sem býður upp á mynd­grein­ing­arþjón­ustu á heil­brigðis­sviði. Fyr­ir­tækið hef­ur lent í kröpp­um dansi í tengsl­um við sam­skipti við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands og Land­lækni.Sag­an sú er í meira lagi lygi­leg og þess virði að fræðast um það hvernig kerfið get­ur unnið gegn ný­sköp­un og upp­bygg­ingu nýrra fyr­ir­tækja sem efna vilja til sam­keppni við fyr­ir­tæki sem eru á fleti fyr­ir.Í upp­hafi þátt­ar­ins er einnig kynnt­ur til leiks Bóka­klúbb­ur Spurs­mála þar sem sam­fé­lags­mál­in verða kruf­in á síðum áhuga­verðra bóka. Klúbbur­inn tek­ur til starfa í sam­starfi við öfl­uga bak­hjarla. Lækn­inga­vöru­fyr­ir­tækið Kerec­is, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim, Sam­sung og Penn­ann/​Ey­munds­son.

04-11
01:19:05

#72. - Trump og Kristrún setja allt í uppnám

Þjóðir heims hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun Trumps að leggja vernd­artolla á þjóðir heims. Sveit­ar­fé­lög­in er í sama gír gagn­vart aðgerðum rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur.Þetta er meðal þess sem rætt er á vett­vangi Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn. Í frétt­um vik­unn­ar er sann­ar­lega vikið að ákvörðun for­set­ans í Washingt­on og til sam­tals um það mæta fyrr­um ráðherr­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins, þau Will­um Þór Þórs­son og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir.Þau ræða einnig gosið á Sund­hnúkagígaröðinni sem varði stutta stund og gerði minni óskunda en í fyrstu virt­ist stefna.Þegar yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar slepp­ir mæta þeir beint frá Ísaf­irði og Fjarðabyggð þeir Gylfi Ólafs­son, formaður bæj­ar­ráðs Ísa­fjarðar og Ragn­ar Sig­urðsson, formaður bæj­ar­ráðs Fjarðabyggðar.Sveit­ar­stjórn­ar­menn í fjöl­mörg­um sveit­ar­fé­lög­um hring­inn í kring­um landið hafa brugðist ókvæða við þeim fyr­ir­ætl­un­um rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur að tvö­falda veiðigjöld á út­gerðir lands­ins. Ljóst er að sú gríðarlega skatt­lagn­ing mun hafa áhrif á miklu fleiri en fá­menn­an hóp út­gerðarmanna.Að loknu því spjalli sest Flóki Ásgeirs­son, lögmaður Blaðamanna­fé­lags Íslands niður með Stefáni Ein­ari og ræðir þann mögu­leika sem nú er uppi um að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins setji á lagg­irn­ar rann­sókn­ar­nefnd til þess að fara ofan í saum­ana á aðkomu Rík­is­út­varps­ins að hinu svo­kallaða byrlun­ar­máli.Flóki kem­ur fyr­ir hönd fé­lags­ins í viðtalið þar sem formaður þess, Sig­ríður Dögg Auðuns­dótt­ir, treyst­ir sér ekki á vett­vang til þess að ræða fyrri yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um málið.

04-04
01:32:01

#71. - Sykurpabbar í stuði og ráðherra sakaður um ósannindi

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi seg­ir fjár­málaráðherra og at­vinnu­vegaráðherra halda fram ósann­ind­um í fram­setn­ingu sinni á fram­lögðum til­lög­um um hækk­un veiðigjalda.Millj­arðar á millj­arða ofanSeg­ir hún með ólík­ind­um að ráðherr­arn­ir haldi því fram að út­gerðin muni halda eft­ir óskert­um hlut af hagnaði sín­um eft­ir breyt­ing­arn­ar. Við blasi að það geti ekki verið þegar gjöld eru hækkuð um millj­arða á millj­arða ofan.Í viðtal­inu fer Heiðrún Lind einnig yfir það hvaða áhrif þess­ar áætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar geta haft á fisk­vinnslu vítt og breitt um landið. Seg­ir hún að verið sé að færa kerfið í átt að því sem gert hef­ur verið í Nor­egi. Þar er fisk­vinnsl­an rík­is­styrkt, hún víða rek­in með tapi og gjaldþrot eru al­geng. Þá er stór hluti afl­ans sem að landi berst send­ur rak­leitt til ríkja á borð við Pól­land og Kína þar sem hann er full­unn­inn.Ásamt Heiðrúnu var fjölda stjórn­arþing­manna og ráðherra boðið til þátt­töku í umræðunni um vænt­an­leg­ar breyt­ing­ar á auðlinda­gjöld­um í sjáv­ar­út­vegi. Eng­inn þeirra átti hins veg­ar tök á því að mæta til leiks.Auk Heiðrún­ar Lind­ar mæta í þátt­inn þau Pat­rik Atla­son tón­list­armaður og Tinna Gunn­laugs­dótt­ir, leik­ari, leik­stjóri og fyrr­um þjóðleik­hús­stjóri. Þau ræða frétt­ir vik­unn­ar, Eddu-verðlaun­in þar sem Tinna hlaut heiður­sverðlaun ásamt eig­in­manni sín­um, Agli Ólafs­syni. Þá gaf Pat­rik út nýtt lag í morg­un sem ber hina virðulegu yf­ir­skrift, Syk­urpabbi.Í lok þátt­ar­ins mæt­ir á svæðið Jón Gunn­ar Jóns­son, fyrr­um for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins. Í liðinni viku voru þrjú ár frá því að ís­lenska ríkið losaði um ríf­lega 50 millj­arða hlut í Íslands­banka í útboði sem átti eft­ir að draga dilk á eft­ir sér. Svo stór­an raun­ar að Bjarni Bene­dikts­son sagði af  sér embætti fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.Jón Gunn­ar vill meina að þarna hafi farið fram far­sæl­asta útboð Íslands­sög­unn­ar. En í þætt­in­um er sag­an að baki því rak­in, einnig rætt um nú­ver­andi fyr­ir­ætlan­ir stjórn­valda um að ljúka sölu á eft­ir­stæðum hlut sín­um í Íslands­banka. Þá er Jón Gunn­ar einnig spurður út í at­b­urðarás­ina sem leiddi til þess að Lands­bank­inn keypti trygg­inga­fé­lagið TM í heilu lagi, í trássi við vilja lang­stærsta eig­anda bank­ans, rík­is­sjóðs Íslands.

03-28
01:28:00

Recommend Channels