Spursmál

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14. Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum á mbl.is.

#49. - Hægri eða vinstri Viðreisn og splunkunýr metill

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, gæti staðið með pálm­ann í hönd­un­um að lokn­um kosn­ing­um ef þær fara eins og kann­an­ir benda nú til. Vill hún vinstri- eða hægri­stjórn? Á vett­vang Spurs­mála mæta einnig stjórn­mála­fræðipró­fess­or­inn Ei­rík­ur Berg­mann Ein­ars­son og Brynj­ólf­ur Gauti Guðrún­ar Jóns­son, doktorsnemi í töl­fræði við Há­skóla Íslands. Hann held­ur úti vefsíðunni www.metill.is þar sem gef­in er út kosn­inga­spá, byggð á nýj­ustu könn­un­um á fylgi flokk­anna.

11-19
01:28:27

#.48 - Sparkað í franska ostagerðamenn

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins situr fyr­ir svör­um í leiðtoga­spjalli und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála. Flokk­ur Sig­mund­ar Davíðs hef­ur verið í sókn að und­an­förnu og nú hef­ur hann, líkt og aðrir, kynnt odd­vita í hverju kjör­dæmi ásamt fram­boðslist­um. Hvert stefni Sig­mund­ur ef niðurstaða kosn­inga verður með þeim hætti sem kann­an­ir gefa til kynna? Sér hann sam­starfs­flöt við aðra flokk og hvar er hann reiðubú­inn að gefa eft­ir? Auk Sig­mund­ar mættu þau Erna Mist Yama­gata, lista­kona og pistla­höf­und­ur, sem sit­ur í 9. sæti á fram­boðslista Viðreisn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, og Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son, blaðamaður á Morg­un­blaðinu og sér­fræðing­ur í banda­rísk­um stjórn­mál­um, í settið til að fara yfir það sem er efst á baugi á hinu póli­tíska sviði hér­lend­is og er­lend­is. Líkt og und­an­farna föstu­daga mætti Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra Morg­un­blaðsins, til leiks og fór yfir nýj­ustu töl­ur úr skoðana­könn­un Pró­sents í þætt­in­um og varpaði ljósi á fylgi flokk­anna sem bjóða fram á landsvísu.

11-15
01:27:36

#47. - Stóra plan Kristrúnar og fornleifar í stjórnmálunum

Öll spjót standa á Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­manni Sam­fylk­ing­ar en flokk­ur henn­ar mæl­ist enn sem fyrr stærst­ur í öll­um skoðana­könn­un­um. Kristrún mæt­ir nú í Spurs­mál og svar­ar fyr­ir stefnu flokks­ins, sem þess­ar kann­an­ir benda til að muni hljóta fram­gang að lokn­um kosn­ing­um. Ætlar Kristrún að hækka skatta og ef svo er hvaða skatta? Hverju eiga auðlinda­gjöld að skila og hvernig lýs­ir Kristrún hinu svo­kallaða ehf.-gati sem Sam­fylk­ing­unni er tíðrætt um. Þá mæta þau Vala Garðars­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur og Þórður Snær Júlí­us­son blaðamaður. Hún býður sig fram fyr­ir hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins og verm­ir 3. sætið í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Þórður Snær er í Sam­fylk­ing­unni og sit­ur í 3. sæt­inu í Reykja­vík norður. Þau fara yfir frétt­ir vik­unn­ar, m.a. vend­ing­ar tengd­ar Jóni Gunn­ars­syni og njósn­um sem son­ur hans hef­ur orðið fyr­ir. Sneisa­full­ur þátt­ur af spenn­andi umræðu um stjórn­mál dags­ins og kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber næst­kom­andi.

11-12
01:25:40

#.46 - Bjarni svarar fyrir fylgið

Bjarni Benediktsson er gestur Stefáns í þetta skiptið. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur flökkt tals­vert síðustu vik­ur en flokkn­um hef­ur reynst erfitt að halda í þann ár­ang­ur sem kom fram í könn­un­um í kjöl­far þess að stjórn­inni var slitið. Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu fer yfir nýja könnun á fylgi flokka. Þá mæta tveir frétta­menn RÚV í settið til Stef­áns Ein­ars og ræða frétt­ir vik­unn­ar, bæði inn­lend­ar og er­lend­ar. Það eru þau Odd­ur Þórðar­son og Urður Örlygs­dótt­ir. Sneisa­full­ur þátt­ur af áhuga­verðum frétt­um og lif­andi umræðu um mik­il­væg­ustu mál­efni landsins.

11-08
01:20:46

#45. - Þjarmað að Ingu og Stefán hlýðir Víði yfir

Inga Sæland formaður Flokks fólksins situr fyrir svörum. Í síðustu skoðana­könn­un­um Pró­sents hef­ur fylgi flokksins verið í hæstu hæðum en sam­kvæmt nýj­ustu könn­un mæl­ist hann ein­ung­is með þrem­ur pró­sentu­stig­um lægra fylgi en Sjálf­stæðis­flokk­ur og Miðflokk­ur og mæl­ist nú í 11,2%. Má því segja að Flokk­ur fólks­ins sé á hvín­andi sigl­ingu þrátt fyr­ir að stefnu­mál flokks­ins séu enn frek­ar óljós. Það verður því at­hygl­is­vert að fylgj­ast með hvort breyt­ing­ar kunni að verða á fylg­inu þegar stefnu­skrá flokks­ins verður gerð op­in­ber. Í þætt­in­um verður þjarmað að Ingu og knúið á um svör við því hver helstu áherslu­mál flokks­ins verða í þeirri kosn­inga­bar­áttu sem nú stend­ur yfir og hvers verður að vænta af Flokki fólks­ins þegar að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar kemur. Ásamt Ingu mæta tveir sterk­ir fram­bjóðend­ur í þátt­inn til að fara yfir stöðuna í stjórn­mál­un­um sem rík­ir um þess­ar mund­ir. Það eru þeir Víðir Reyn­is­son, lög­reglu­v­arðstjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suður­kjör­dæmi, og Pawel Bartoszek, vara­borg­ar­full­trúi, en hann sit­ur nú í öðru sæti á lista Viðreisn­ar í Reykja­vík norður. 

11-05
01:42:55

#44. - Nauðvörn Svandísar, skattaparadísin og Viðreisn á flugi

Svandís Svavarsdóttir formaður VG mætir Stefáni Einari í hressilegu spjalli um pólitíkina. Í skoðana­könn­un Pró­sents í liðinni viku mæld­ist flokk­ur Svandís­ar, Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð, með sögu­lega lágt fylgi. Svo virðist sem brott­hvarf Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur sé að draga dilk á eft­ir sér og hafi áhrif á fylgi flokks­ins í þeirri kosn­inga­bar­áttu sem nú stend­ur yfir. Svandís hyggst nú leggja allt sitt kapp á að auka fylgi flokks­ins um land allt ásamt sínu fólki og verður spenn­andi að fylgj­ast með hvernig til tekst. Auk hennar mæta þeir Gunn­ar Úlfars­son, hag­fræðing­ur Viðskiptaráðs og Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar í settið og rýna helstu frétt­ir vik­unn­ar þar sem mest hef­ur farið fyr­ir stjórn­mál­un­um.  Þá fer Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, yfir nýj­ustu töl­ur úr könn­un Pró­sents í þætt­in­um sem snerta á fylgi flokk­anna og þykja nýj­ustu töl­ur tíðind­um sækja. 

11-01
01:23:04

#43. - Djúpríkið í klandri, vaxtaþak á bankana og vika í uppgjör í USA

Arn­ar Þór Jóns­son, er formaður hins nýja Lýðræðis­flokks. Hann vill fá umboð til þess að um­bylta pen­inga­markaðnum á Íslandi, taka á djúpríkinu og í viðtalinu kynn­ir hann leiðir til þess að draga úr verðbólgu. Auk hans eru þær mætt­ar í Há­deg­is­mó­ana, þing­kon­urn­ar Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir og Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir. Flokk­ur Þór­unn­ar er á mik­illi sigl­ingu og mæl­ist trekk í trekk með 24% fylgi eða meira. Á sama tíma er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, flokk­ur Rann­veig­ar, í kröpp­um dansi og í sum­um könn­un­um virðist hann á barmi þess að falla út af þingi. Það eru mik­il tíðindi fyr­ir elsta stjórn­mála­flokka lands­ins. Þær stöll­ur ræða stöðuna í stjórn­mál­un­um heima og Þór­unn fer meðal ann­ars yfir ný­lega uppá­komu þar sem Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, talaði niður til Dags B. Eggerts­son­ar í tölvu­póst­sam­skipt­um við kjós­anda.

10-29
01:23:46

#42. - Píratar sýna á spilin og hrókeringar á hægri vængnum

Leiðtogaviðtölin halda áfram og að þessu sinni er gest­ur Spurs­mála Lenya Rún Taha Karim, sem vann fræk­inn sig­ur í próf­kjöri Pírata í Reykja­vík þar sem hún skaut reynslu­mikl­um sitj­andi þing­mönn­um aft­ur fyr­ir sig. Í viðtal­inu er rætt við Lenyu um stefnu Pírata í mál­um sem tengj­ast heil­brigðisþjón­ustu, skatt­heimtu, stöðu út­lend­inga og hæl­is­leit­enda og margt fleira. Áður en að því kem­ur mæta þeir Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins og Brynj­ar Ní­els­son, fyrr­um alþing­ismaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn á vett­vang og ræða stöðuna í stjórn­mál­un­um og glóðheit­ar töl­ur úr nýj­ustu könn­un Pró­sents. Það er könn­un sem unn­in er fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is.

10-25
01:16:16

#41. - Sanna tekur slaginn fyrir sósíalismann og folar í framboði

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi og leiðtogi Sósí­al­ista­flokks Íslands í kom­andi þing­kosn­ing­um, sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. AUk hennar mæta þing­fram­bjóðend­urn­ir Snorri Más­son, sem sæk­ist eft­ir odd­vita­sæti á lista Miðflokks­ins í Reykja­vík, og Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, sem að öllu óbreyttu mun skipa annað sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Vegna kom­andi þing­kosn­inga þann 30. nóv­em­ber verða tveir þætt­ir af Spurs­mál­um í hverri viku fram að kosn­ing­um, á þriðju­dög­um og föstu­dög­um. Meðal ann­ars verður rætt við for­menn flokk­anna og hina ýmsu odd­vita.

10-22
01:11:57

#40. - Uppgjör í kraganum, ný könnun og Trump á siglingu

Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi ráðherra, mætir Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra og vara­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, í póli­tísku ein­vígi í nýj­asta þætti Spurs­mála. Er þetta í fyrsta sinn sem þau Jón og Þór­dís mæt­ast eft­ir að hún til­kynnti um fram­boð sitt en bæði ætla þau sér annað sætið á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Krag­an­um. Til að ræða helstu frétt­ir vik­unn­ar og nýj­ustu vend­ing­ar á vett­vangi stjórn­mál­anna mæta þau Stefán Páls­son, sagn­fræðing­ur og vara­borg­ar­full­trúi Vinstri Grænna, og Sonja Lind Estrajher Eygló­ar­dótt­ir, aðstoðarmaður heil­brigðisráðherra, í settið. Þá fer Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, yfir nýj­ustu töl­ur í skoðana­könn­un Pró­sents sem benda til mik­ill­ar fylg­is­breyt­ing­ar eft­ir að upp úr rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu flosnaði síðustu helgi.

10-18
01:06:31

#39. - Ríkisstjórnin í andarslitrunum

Gest­ir þátt­ar­ins að þessu sinni eru þau Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, og Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um.

10-11
48:11

#38. - Viðreisn Jóns, örkin hans Óla og skvettugangur í Móunum

Hvaða áherslu­mál hyggst Jón Gn­arr setja á odd­inn í stjórn­mála­starfi inn­an Viðreisn­ar? Er stefnu­skrá flokks­ins leiðar­vís­ir­inn eða hyggst hann fara sín­ar eig­in leiðir. Þetta kem­ur í ljós í viðtali á vett­vangi Spurs­mála. Ný­verið lýsti Jón því yfir að hann hygðist hasla sér völl í lands­mál­un­um á vett­vangi Viðreisn­ar. Hann mun taka þátt í próf­kjöri og sækj­ast eft­ir leiðtoga­sæti flokks­ins í Reykja­vík. Þar sitja nú á fleti fyr­ir þær Hanna Katrín Friðriks­son og Þor­björg Gunn­laugs­dótt­ir. Sú fyrr­nefnda í Reykja­vík suður og hin í norður. Líkt og und­an­farn­ar vik­ur hafa mörg stórtíðindi rekið önn­ur á frétta­vett­vangi. Til þess að ræða þau mál mæta þau Áslaug Hulda Jóns­dótt­ir, aðstoðarmaður ráðherra og fyrr­um bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Garðabæ og sr. Ólaf­ur Jó­hann Borgþórs­son, sókn­ar­prest­ur í Selja­kirkju sem nú hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Herjólfs, sem sigl­ir milli lands og æsku­stöðva prests­ins, Vest­manna­eyja.

10-04
01:26:16

#37. - Spangólandi ráðherra og ósvífinn stjórnandi

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Auk hans mæta þau Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir einn þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Komið gott og Björn Ingi Hrafns­son rit­stjóri Vilj­ans til að rýna helstu frétt­ir líðandi viku.  

09-27
01:18:11

#36. - Rugby-rimma, remúlaðislys og umdeildur kjörþokki

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins situr fyrir svörum. Fylgi Miðflokks­ins hef­ur sjald­an eða aldrei mælst hærra en ný­leg­ar skoðanakann­an­ir gefa sterk­lega til kynna að fylgi flokks­ins fari nú með him­inskaut­um en enn er óvíst hvenær til kosn­inga kem­ur. Að svo stöddu virðist svo vera að út­hald rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé sleitu­laust þrátt fyr­ir að gustað hafi um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið á kjör­tíma­bil­inu. For­ingj­ar stjórn­mála­flokk­anna hafa nú tekið sér stöðu á vett­vangi stjórn­mál­anna. Enda ekki seinna vænna því inn­an árs munu lands­menn ganga að kjör­borðinu á nýj­an leik og velja sér nýja for­ystu sem kann að hugn­ast land­an­um bet­ur.  Lagðar verða ýms­ar spurn­ing­ar fyr­ir Sig­mund Davíð um stjórn­ar­sam­starfið og hvers sé að vænta í póli­tík­inni á kom­andi miss­er­um. Fjör­leg yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar Margt hef­ur dregið til tíðinda í vik­unni. Verður það í hönd­um þeirra Ingu Sæ­land, for­manns Flokks fólks­ins, og Jón Gunn­ars­son­ar, þing­is­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, að fara yfir helstu frétt­ir í líðandi viku. Bú­ast má við að mikið fjör fær­ist í leik­ana þegar þessi tvö mæta í settið og rýna helstu frétt­ir með sín­um eig­in skoðanagler­aug­um.

09-20
01:22:24

#35. - Misheppnuð mótmæli og sjávarútvegurinn pakkar í vörn

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, situr fyrir svörum  í nýjasta þætti Spursmála. Lagabreytingatillögur Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra hafa að undanförnu hlotið mikla gagnrýni af hálfu forsvarsmanna SFS og verður Heiðrún Lind meðal annars krafin svara um rétt og sanngjörn afgjöld fyrir sjávarauðlindina við strendur Íslands. Þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, mæta einnig í settið og rýna í það sem helst bar á góma í fréttum líðandi viku; setningu þingsins, stefnuræðu forsætisráðherra, mótmæli launafólks á Austurvelli og margt fleira. 

09-13
01:11:59

#34. - Tik Tok eitraðra en filterslaus Camel og ráðaleysi í Valhöll

Grím­ur Atla­son, fram­kvæmda­stjóri Geðhjálp­ar, og Tryggvi Hjalta­son, formaður hug­verkaráðs og höf­und­ur ný­legr­ar skýrslu um stöðu drengja í ís­lensku mennta­kerfi, sitja fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Í kjöl­far hnífa­árás­ar­inn­ar í miðborg Reykja­vík­ur á Menn­ing­arnótt þar sem ung stúlka týndi lífi sínu og fleiri ung­menni særðust hafa marg­ar spurn­ing­ar vaknað um hvers kon­ar sam­fé­lags­breyt­ing­ar eru að eiga sér stað hér á landi. Í þætti dags­ins ræða þeir Grím­ur og Tryggvi tæpitungu­laust um af­leiðing­ar stór­auk­ins vopna­b­urðar, óör­yggi og van­líðan barna og með hvaða hætti hægt sé að sporna við þess­ari vá­legu þróun. Enda um risa­vaxið mál að ræða sem snert­ir allt sam­fé­lagið í heild. Pírat­inn Björn Leví Gunn­ars­son fer yfir helstu tíðindi í líðandi viku ásamt Teiti Birni Ein­ars­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, og á nógu er að taka. Storma­sam­ur kosn­inga­vet­ur virðist vera í vænd­um. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á nú und­ir högg að sækja eft­ir að í ljós kom að fylgi flokks­ins mæl­ist í sögu­legu lág­marki.

09-06
01:21:45

#33. - Rándýr samgöngusáttmáli og Sjálfstæðisflokkur í sögulegri lægð

Enn er margt á huldu um það hvernig fjár­magna skuli borg­ar­lín­una. Til að varpa ljósi á málið mæta Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri og Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna í Spurs­mál. Líkt og fram hef­ur komið stefna stjórn­völd á að verja 311 millj­örðum króna í sam­göngusátt­mála á höfuðborg­ar­svæðinu fram til árs­ins 2040. Enn er þess beðið að ljósi verði varpað á hvernig verk­efnið verður fjár­magnað en ljóst er að nýj­ar álög­ur verða að veru­leika, gangi fyr­ir­ætlan­ir yf­ir­valda eft­ir. Ný Mas­kínu­könn­un sýn­ir að fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins er í frjálsu falli og hef­ur aldrei í 95 ára sögu hans mælst viðlíka lágt. Á sama tíma fara Miðflokk­ur­inn og Sam­fylk­ing­in með him­inskaut­um og margt bend­ir til þess að Sósí­al­ist­ar muni ná mönn­um inn á þing meðan VG sitji eft­ir með sárt ennið. Til þess að ræða þessa stöðu, ásamt þróun stjórn­mála­ástands­ins í Banda­ríkj­un­um, mæta þau Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir, for­seti fé­lags­vís­inda­deild­ar Há­skól­ans á Bif­röst og Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son, blaðamaður á Morg­un­blaðinu, á vett­vang og ræða frétt­ir vik­unn­ar.

08-30
01:19:28

#32. - Menntakerfi í molum og enn eitt gosið

Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra mætir í Spursmál til að fara yfir stöðuna í íslensku menntakerfi. Alþjóðleg­ir mæli­kv­arðar sýna að ís­lensk grunn­skóla­börn standa flest­um öðrum börn­um á OECD svæðinu langt að baki þegar kem­ur að lesskiln­ingi, stærðfræðikunn­áttu og þekk­ingu á nátt­úru­vís­ind­um. Staðan hef­ur versnað hratt allt frá ár­inu 2009 þegar sam­ræmd próf voru lögð af. Ásmund­ur Ein­ar hef­ur boðað mikl­ar breyt­ing­ar á mennta­kerf­inu sem hann seg­ir ætlaðar til þess að bæta ástandið. Marg­ir hafa tjáð sig um þessi mál að und­an­förnu og hart hef­ur verið tek­ist á. Í ít­ar­legu viðtali svarar ráðherrann fyr­ir ákv­arðanir sín­ar og einnig það hvað valdið hef­ur því að ekk­ert Evr­ópu­ríki, að Grikklandi und­an­skildu, kem­ur verr út í PISA-könn­un­um en Ísland. Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi í vikunni og þau Hólmfríður María Ragnhildardóttir blaðamaður á Morgunblaðinu og Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri og fyrrum oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Árborg koma í settið til að ræða um menntamálin, eldgos og sitthvað fleira.

08-23
01:16:39

#31. - Ónýtur lúxusleikskóli og orlof borgarstjóra

Í þættinum situr Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur fyrir svörum. Kastljósinu er beint að íbúðaupp­bygg­ingu í borg­inni, vandaræðagangi með leik­skóla­hús­næði og biðlista eft­ir pláss­um sem hon­um hlýst. Þá er Ein­ar einnig spurður út í nýj­ar upp­lýs­ing­ar um him­in­há­ar or­lofs­greiðslur sem frá­far­andi borg­ar­stjóri, Dag­ur B. Eggerts­son, fékk í vasa sinn vegna ónýttra or­lofs­daga ára­tug aft­ur í tím­ann. Að auki mæta þau Sig­ríður Á. And­er­sen, fyrr­um dóms­málaráðherra og Stefán Páls­son, sagn­fræðing­ur og vara­borg­ar­full­trúi, til leiks og ræða frétt­ir vik­unn­ar og það helsta sem borið hef­ur til tíðinda á liðnu sumri. Spjallið er líflegt enda eru þau Sig­ríður og Stefán á sitt­hvor­um enda hins póli­tíska lit­rófs.

08-16
01:14:50

#30. - Eldfim áfengisumræða og hrakval í USA

Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, lög­fræðing­ur og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, mæt­ir í þáttinn ásamt Arn­ari Sig­urðssyni eig­anda San­te þar sem þau tak­ast á um nú­gild­andi áfeng­is­lög. Málaflokkurinn hefur verið í kastljósi eft­ir að ÁTVR höfðaði mál gegn smá­sölu áfeng­is á net­inu sem síðar var vísað frá. Til að fara yfir það sem helst dró til tíðinda í vik­unni sem senn er á enda mæta þau Jón Axel Ólafs­son, út­varps- og at­hafnamaður, og Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir, dag­skrár­stjóri Rás­ar 1, í settið þar sem fyrstu for­se­takapp­ræður Don­alds Trump og Joes Biden ber á góma.

06-28
01:11:07

Recommend Channels