DiscoverÞjóðmál
Þjóðmál
Claim Ownership

Þjóðmál

Author: Þjóðmál

Subscribed: 1,199Played: 47,985
Share

Description

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.
365 Episodes
Reverse
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson koma saman á ný eftir alltof langa fjarveru. Við ræðum það sem hæst bar í vikunni í bland við annað. Förum yfir það sem helst bar á góma við þingsetningu og stefnuræðu forsætisráðherra, nýkynnt fjárlög, þær skattahækkanir sem í vændum eru, tillögu um að selja Landsbankann, hvort atvinnustefna ríkisstjórnarinnar skili einhverjum árangri og margt fleira. Loks ræðum við um morðið á Charlie Kirk og þá umræðu sem hefur skapast í kjölfarið.
Þórður Pálsson og Þórður Gunnarsson mæta á helgarvakt Þjóðmála. Í þættinum er fjallað um innihaldslausan húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar, líkurnar á vaxtalækkun í nóvember, vinstri menn sem halda að áföll einstakra atvinnugreina hafi engin áhrif á hagkerfið, ríkislögreglustjóra sem dælir peningum í vinkonu sína, viðhorf Viðreisnar til landsbyggðarinnar, aukna heimild Samkeppniseftirlitsins til að gera húsleit heima hjá stjórnendum fyrirtækja, hógværa embættismenn sem telja sig vera kjölfestu í hringiðu lýðræðisins og margt fleira.
Björt Ólafsdóttir, fv. ráðherra og nú framkvæmdastjóri Iðu fasteignaþróunarfélags, fjallar um viðbrigðin við því að fara úr stjórnmálum í einkarekstur og uppbygginu fyrirtækis. Við ræðum um viðhorf stjórnmálamanna til atvinnulífsins og verðmætasköpunar. gagnslausar aðgerðir ríkisvaldsins á húsnæðismarkaði, óraunhæf markmið í losunaráætlunum, hvort að bara loftslagsaktívistar geti orðið umhverfisráðherra, stjórnarslitin árið 2017 og eftirmála þeirra, hvort að Björt hafi áhuga á að því að snúa aftur í stjórnmál og margt fleira.
Heiðar Guðjónsson og Snorri Másson fara yfir stöðuna undir lok vikunnar. Við ræðum um verðmætasköpunarhaustið sem virðist ætla að breytast í (Kristrúnar) Frostavetur, hvaða áhrif það hefur þegar heilt álver er nálægt því að loka, hvort það sé ástæða til að hafa áhyggjur af störfum framtíðarinnar, hvort rétt sé að endurvekja loftslagskvíðann hjá fólki, kvennaverkfall og hið meinta bakslag, utanríkisstefnu sem mótast af tilfinningum frekar en hagsmunum og margt fleira.
Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu DMI og fv. formaður SAF, og Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventure, ræða um stöðu og framtíðarþróun ferðaþjónustunnar, samkeppnina við önnur ríki og samkeppnishæfni Íslands, um vöxtinn sem hefur orðið í greininni og hvaða áhrif hann hefur haft á bæði efnahagslífið og samfélagið, hvað megi betur fara, aðkomu stjórnvalda sem virðist ekki alltaf vita hvað þau vilja gera við atvinnugreinina annað en að skattleggja hana og margt fleira.
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna í nýjum þætti. Við ræðum um skammarbréf fjármálaráðherra til fjárlaganefndar, nýja könnun um fylgi flokkanna í Reykjavík, yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra, góðgerðarstarf Viðreisnar á kostnað almennings, ofríki ríkisstarfsmanna, viðkvæma stöðu í Húsi atvinnulífsins og margt fleira.
Andrea Sigurðardóttir og Ingvi Þór Georgsson fara ítarlega yfir það hvernig veiðigjaldafrumvarpið var keyrt áfram síðastliðið vor, þeim blekkingum sem var beitt, gögn sem sögð voru til en aldrei birt, orðræðu sem var í besta falli villandi, hvaða áhrif frumvarpið mun hafa (og er þegar byrjað að hafa) og þannig mætti áfram telja. Gera má ráð fyrir því að sitjandi ríkisstjórn komi með fleiri sambærileg mál fram á kjörtímabilinu og því rétt að kafa aðeins ofan í þær aðferðir sem beitt var til að koma þessu tiltekna máli í gegn. Þá ræðum við um varaformannskjör í Miðflokknum, útrás íslenskra orkudrykkja, skemmtisiglingar í Miðjarahafi og fleira.
Orri Hauksson vélaverkfræðingur og Þórður Gunnarsson hagfræðingur fara yfir allt það helsta, þau fyrirsjáanlegu tíðindi að stýrivextir héldust óbreyttir, hvaða lesa mátti úr orðum seðlabankamanna, hvaða áhrif það hefur að vaxtakostnaður sé orðinn næst stærsti útgjaldaliður ríkisins, gullverð sem nú er í hæstu hæðum, fyrirhugaðan samruna Íslandsbanka og Skaga, væntanlegan formansslag í Framsóknarflokknum, atvinnuvegaráðherra sem hefur lítinn áhuga á því að tala við atvinnulífið og margt fleira. Þá hlýðum við á sérstakan upplestur á fræðsluefni fyrir kennara þar sem þeim er kennt að fjalla um hugtakið hagvöxt, en fræðsluefnið var gefið út undir forystu Vinstri grænna/Landverndar.
Ragnar Árnason fer efnislega yfir kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið, hvort það muni bæta efnahag landsins eða hag heimila, hvort að við þurfum í raun á því að halda að ganga í sambandið, hvaða áhrif gjaldmiðlamálin hafa, hvort öryggi landsins verði meira og margt fleira sem snýr að þessu máli sem nú er orðið eitt helsta stefnumál sitjandi ríkisstjórnar.
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson skipa nýja menningardeild Þjóðmála. Við ræðum um laun rithöfunda, gjaldþrot Play og drauminn um að reka tvö flugfélög, ársfund SA og það skrýtna samband sem nú er á milli atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar, varaformannsslag í Miðflokknum, þingmenn Samfylkingarinnar sem ætla að banka upp á heima hjá þér og margt fleira skemmtilegt.
Við sóttum ársfund Samtaka atvinnulífsins (SA) sem haldinn var í dag og förum yfir allt það helsta í sérstökum aukaþætti Þjóðmála. Rætt er við Jón Ólaf Halldórsson, formann SA, Andrés Magnússon, fulltrúa ritstjóra á Morgunblaðinu, Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, og Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa lóninu.
Viðskiptablaðamennirnir Hörður Ægisson og Örn Arnarson fjalla um fall Play, sem í dag hætti starfsemi og óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Við ræðum upp aðdraganda gjaldþrotsins, brösóttan rekstur þess í þau fjögur ár sem félagði flug, samkeppnina í fluginu, áhrifin á íslenskt efnahagslíf og margt fleira sem snýr að þessu.
Sigurður Már Jónsson ræðir um skattastefnu breskra og norska yfirvalda sem hefur valdið því að efnameira fólk, sem er einmitt það fólk sem skattahækkanir beinast að, hefur flutt úr landi og millistéttina sem situr eftir og þarf að greiða reikninginn. Þá er rætt um misheppnaða innflytjendastefnu, það hvernig stjórnmálamenn hafa ekki sinnt þeim málum sem brenna á fólki, viðhorf til atvinnulífsins og margt fleira.
Gunnar Úlfarsson og Hildur Björnsdóttir ræða um stjórnvöld sem vilja segja fólki hvernig það á að búa, um sveitastjórnarkosningarnar í vor og hvaða mál munu þar brenna á fólki, mögulega oddvita flokkanna í Reykjavík, möguleika á olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hluti sem stjórnmálamenn ræða mikið en gera minna í að laga og margt fleira sem bar á góma í vikunni.
Fjölmiðlamennirnir Frosti Logason og Hermann Nökkvi Gunnarsson ræða um Charlie Kirk, sem var myrtur í síðustu viku, þau áhrif sem hann hafði á ungt fólk bæði Vestanhafs og víða um heim, þær skoðanir sem hann setti fram og hélt á lofti, viðbrögðin við andláti hans, tilraunir fjölmiðla til að mála upp dökka mynd af honum og fleira. Þá er einnig rætt um umræðuhefðina og þörfina á heilbrigðum skoðanaskiptum, hver hefur leyfi til að skilgreina hvað má segja og hvað ekki.
Kristján Johannessen ræðir um stöðuna í Úkraínu, af hverju víglínan færist lítið, hvaða vopnum er verið að beita og hvernig, hvort að Vesturlönd hafi staðið sína plikt í stuðningi við Úkraínu, hvort að stríðið eða niðurstaðan þess komi okkur almennt við, hvort útlit sé fyrir frið og margt fleira sem snýr að þeim átökum sem hafa nú staðið yfir í rúmlega þrjú og hálft ár.
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson fara yfir allt það helsta, þjóðfélagsumræðu sem snýst um hvað má segja og hvað ekki, ákvörðun um að skipta út þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, hvort einver sakni VG af þingi, mögulegan formannsslag í Framsóknarflokknum og margt fleira.
Hjónin Hilmar Þór Kristinsson og Rannveig Eir Einarsdóttir reistu fyrir 20 árum litla raðhúsalengju í Vesturbæ Reykjavíkur. Það lagði grunninn af því fyrirtæki sem við í dag þekkjum sem Reir Verk, en þau hafa á þeim tíma sem liðinn er komið að framkvæmdum á mörgum af helstu byggingarreitum á Höfuðborgarsvæðinu. Þau ræða hér um uppbygginguna, hvernig fasteignamarkaðurinn hefur þróast, um helstu áhrifaþætti, um REIR20 sem var kynnt til leiks nú í vikunni og er ætlað að auðvelda fólki að komast inn á íbúðamarkaðinn og margt fleira. Þá ræða þau einnig um það hvernig það er að búa saman og vinna saman, um fjárfestingar þeirra í öðrum félögum og fleira.
Einar Þorsteinsson og Halldór Halldórsson ræða um stöðuna í borginni, nýjustu kannanir um fylgi flokka, hvort að Framsókn nái vopnum sínum, hvort að Sjálfstæðisflokkurinn eigi mögulega á því að komast í meirihluta, hvort að innstæða sé fyrir fylgi Samfylkingarinnar og annað sem snýr að pólitíkinni. Þá er rætt um skipulagsmálin og íbúðauppbyggingu, hvernig stjórnmálaskoðanir skiptast eftir hverfum, tillögur um skattalækkanir sem núverandi meirihluti vill ekki heyra minnst á og margt fleira. Við ræðum líka um nýjan aðstoðarmann menntamálaráðherra, hvernig ríkisstjórninni mun takast að koma fjárlögum í gegn, um aðför ríkisstjórnarinnar að atvinnulífinu og fleira.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer yfir grundvallarkenningar hægri manna, af hverju hægri menn hafa þær skoðanir sem þeir hafa og á hverju þær byggjast, hvaða hlutverki ríkisvaldið ætti að gegna, hvort að frjálshyggjan sé mannúðleg stefna eða ekki, um mikilvægi eignarréttarins, hvenær gengið er of langt í skattheimtu, hvort að brauðmolakenningin sé til í raun og veru, hver megi eiga auðlindirnar og margt fleira.
loading
Comments