006. Kvöldstund með listamanni. Dagur Gonzales (MISÞYRMING) og Rammstein
Description
Kvöldstund með listamanni;
Forsprakki Íslensku svartmálsmsveitarinnar Misþyrmingar, hann Dagur Gonzales, mætti í hljóðver til að eiga við okkur orð um eina af hans lifsins hljómsveitum. Sú er Þýsk. Mjög þýsk. Rammstein hefur verið í eyrum Dags síðan hann var polli. Það heyrist og jafnvel sést. Dagur spólaði hressilega til baka og sagði okkur frá því hvernig Þjóðverjarnir knáu komu inn í líf hans og hver áhrif þeirra hafa verið til dagsins í dag.
Viðtalið hefst 00:41 .30.
Þessi Kvöldstund með listamanni er í boði Malbygg. Malbygg er brugghús hvers hágæða handverksdrykkir eiga sannarlega upp á pallborðið hjá Stokkið í eldinn og mun víðar.
Finnið og fylgið Malbygg á netinu:
Heimasíða.
Facebook.
Instagram.
Malbygg taproom er í Skútuvogi 1G, Reykjavík. Frábær staður til að sækja heim og njóta og fá auðvitað eins nálæga fræðslu og snertingu við viðfangsefni og hægt er. Mælum með!
Tónlistin í þættinum:
- MISÞYRMING "Með Harmi" af Með hamri.
- MISÞYRMING "Engin Miskunn" af Með hamri.
- FUNERAL MIST "Children of The Urn" af Deiform.
Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook!
Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.
Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.
Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.
Luxor er þekkingarhús viðburða.
Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.