011. Reykjavík DeathFest (Ingólfur Ólafsson & Stefán Friðriksson
Description
Það er alltaf mikill glaumur og gleði þegar Reykjavík Deathfest á sér stað. Í raun ættum við að vera þakklát fyrir þessa hátíð og hugsjónastarfið sem hún grundvallast á. Metnaður og stemmning, tengingar og uppgötvanir, það er það sem allt snýst um. Hér er dauðarokkið --og afkimar þessu-- komið til vegs og virðingar.
Til að ræða þetta, sögu hátíðarinnar og þau atriði sem eru á boðstólnum þetta árið, fengum við til okkar tvo eldhressa hátíðarstrumpa sem brenna fyrir málstaðinn, þá Ingólf Ólafsson og Stefán Friðriksson.
Hátíðin fer fram 29. til 30. september á Gauknum.
Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook!
Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu.
Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.
Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.
Luxor er þekkingarhús viðburða.
Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.