DiscoverÞungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn027. "TÞM árin" m. Ragnari Sverrissyni (Helfró) & Ingólfi Erni Hallgríms (Blood Feud)
027. "TÞM árin" m. Ragnari Sverrissyni (Helfró) & Ingólfi Erni Hallgríms (Blood Feud)

027. "TÞM árin" m. Ragnari Sverrissyni (Helfró) & Ingólfi Erni Hallgríms (Blood Feud)

Update: 2025-01-18
Share

Description

Þegar Tómas Ísdal (Misþyrming, Naðra o.fl) talaði um TÞM árin... TÞM senuna, í síðasta þætti Stokkið í eldinn (026. Íslenskur Svartmálmur (önnur bylgja) m. Tómasi Ísdal, Friederike Wießner og Þóri Garðarssyni) þá hafði hann óvart komið með kveikju á næsta þætti. Þetta var eitthvað órætt en samt skýrt. Eitthvað sem þurfti að gaumgæfa betur. 

Hvaða sveitir lágu til grundvallar? Momentum? Gone Postal? Severed? Changer? Withered? Infected? Diabolus? Kom á daginn að það var óhemju mikið af góðum hljómsveitum að stíga sinn vilta dans á sama tíma og mörg þeirr tengust rammri taug sín á milli. Við vorum sammála um að nauðsynlegt væri að kalla einhverja pælara að borðinu, fólk sem hafði tekið ríkan þátt í þungarokkinu á þessum árum. Og eins og svo oft áður þá kom það upp úr dúrnum að félagslegi þáttur tónlistarinnar, bræðra- og systralagið, hafði jafnvel meiri áhrif á viðstadda en tónlistin sjálf.

Ragnar Sverrisson (Helfró, Vafurlogi, Beneath, Ophidian I, Atrum, Azoic) og Ingólfur Örn Hallgrímsson (Blood Feud, Chao, Norðanpaunk og Pittsburgh Penguins) voru kallaðir að borðinu enda þekktir fyrir sín þrumuskot sem og djúpa þekkingu og innsæi inn í þungarokkssenu fortíðarinnar. Enn þann dag í dag taka þeir ríkan þátt í þungarokkssmenningu landans, hver með sínu nefi, og þeir eiga það sameiginlegt, blessaðir, að þeir muna allan fjandan og brenna fyrir málstaðinn.

Sérstakar þakkir fá Atli Jarl Martin og Kristján B. Heiðarsson.

UNIVERSAL TRAGEDY - Raid and Pillage afThe Truth Beholds Deception (2010)
GONE POSTAL - One Kill Towards Progression af Promo II (2011)
BLOOD FEUD - The Ventriloquist óútgefið (2013)
ATRUM - Ýmir af Opus Victum (2011)
WITHERED - Orchestrated Screams af The Midnight Gate (2006)

Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu
Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. 
Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.
Luxor er þekkingarhús viðburða. 
Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf

Þessi þáttur hefði ekki verið mögulegur án Málmsmiðjunnar. Málsmiðjan er viðtalshlaðvarp með fókusinn á þungu Íslensku rokki af öllum gerðum. Frábær viðtöl og heimild. Besta leiðin til að kynnast persónum og leikendum Íslenska jaðarssin.
Málmsmiðjan er á Spotify

 

Comments 
In Channel
021. Lífsmark ....

021. Lífsmark ....

2024-08-3030:52

loading
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

027. "TÞM árin" m. Ragnari Sverrissyni (Helfró) & Ingólfi Erni Hallgríms (Blood Feud)

027. "TÞM árin" m. Ragnari Sverrissyni (Helfró) & Ingólfi Erni Hallgríms (Blood Feud)

Snæfugl