04.02.2016
Update: 2016-02-04
Description
Í þættinum Konsert í kvöld kl. 22.05 verður boðið upp á sjaldgæfa súpu úr safni Ríkisútvarpsins - upptökur með Bubba, sem verður sextugur á árinu, allt frá árinu 1979 þegar hann heimsótti Rás 1 í fyrsta sinn. Bubbi hefur verið tíður gestur í útvarpinu allar götur siðan 1979. Hann hefur bæði talað mikið og sungið og spilað og margar af þessum heimsóknum Bubba voru hljóðritaðar og hafa verið varðveittar í safni Ríkisútvarpsins og Þess vegna er hægt að gera þátt eins og Konsert kvöldins. Elstu upptökurnar eru frá 1979 þegar hann kom í útvarpshúsið við Skúlagötu og flutti óútgefin lög sín eins og Stál og hnífur, Ísbjarnarblús, Hrognin eru að koma og fleiri. Aftur kom hann 1980, svo 1982. Verkamaðurinn og tónlistaráhugamaurinn Bubbi sem heitir Ásbjörn segir frá sjálfum sér í þættinum ofl. 1988 á 5 ára afmæli Rásar 2 var efnt til hátíðartónleika með Bubba og Megasi í nýja útvarpshúsinu í Efstaleiti - við komum við þar. Við heyrum í Bubba á Þorláksmessu á Hótel Borg löngu síðar, á Gauknum með Stríð og Friði og í útgáfutónleikum í Borgarleikhúsinu enn síðar.
Comments
In Channel



