11. Er hægt að taka töflu við streitu? Katla Hreiðarsdóttir
Description
Gulla og Lydía fengu kjarnorkuverið Kötlu Hreiðarsdóttur, úr Systrum og mökum, í þáttinn. Katla er með mörg járn í eldinum. Hún á fatamerkið Volcano design þar sem hún hannar fötin sjálf, framleiðir á Íslandi og selur. Hún rekur hönnunarverslunina Systur og makar. Hún er menntuð sem innanhúshönnuður og heldur úti mjög vinsælum reikningi, Systurogmakar, á instagram. Hún á einnig stóra fjölskyldu en hún á von á þriðja barni sínu í september, en þá mun hún eiga þrjá drengi undir fjögurra ára aldri.
Katla segir frá því í einlægu spjalli hvernig henni gengur að takast á við streitu í sínu lífi. Hún stendur á ákveðnum krossgötum núna og upplifir að hún þurfi að gera einhverjar breytingar á sjálfri sér eða lífi sínu núna því streitan er einfaldlega of mikil.
Katla á instagram (Systur og makar)
Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?
Lydía (Gott jafnvægi) á Instagram
Gulla á Instagram
Stef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.