14.12.2025 - Fréttir dagsins
Update: 2025-12-14
Description
Í fréttum er þetta helst
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum.
Lögreglan lagði í haust hald á hátt í 15 kíló af ketamíni og um fimm kíló af MDMA-kristöllum eftir eftirför í kjölfar ábendingar frá tollgæslunni. Götuvirði þeirra er talið nema um 374 milljónum króna.
Fleiri gætu frestað eða sleppt að leysa út lyf af fjárhagsástæðum vegna breytinga sem verða á greiðsluþátttöku fólks í lyfjakostnaði um áramótin að mati hagfræðings ÖBÍ réttindasamtaka. Boðaðar breytingar skjóti skökku við í því efnahagsumhverfi sem nú sé.
Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra var hafnað í íbúakosningu sem fór fram 28. nóvember – 13. desember 2025.
Á félagsfundi Pírata í Reykjavík í dag var samþykkt einróma að veita stjórn félagsins umboð til að ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð til borgarstjórnar vorið 2026.
Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir umferðarslys á Reykjavegi í Biskupstungum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi.
Starfsfólk hamborgarastaðarins 2Guys við Hlemm neitaði karlmanni og samfylgdarfólki hans um þjónustu um síðustu helgi vegna hakakross-húðflúrs í andliti mannsins. Fólkið brást illa við og gekk berserksgang við afgreiðsluna.
Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum.
Lögreglan lagði í haust hald á hátt í 15 kíló af ketamíni og um fimm kíló af MDMA-kristöllum eftir eftirför í kjölfar ábendingar frá tollgæslunni. Götuvirði þeirra er talið nema um 374 milljónum króna.
Fleiri gætu frestað eða sleppt að leysa út lyf af fjárhagsástæðum vegna breytinga sem verða á greiðsluþátttöku fólks í lyfjakostnaði um áramótin að mati hagfræðings ÖBÍ réttindasamtaka. Boðaðar breytingar skjóti skökku við í því efnahagsumhverfi sem nú sé.
Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra var hafnað í íbúakosningu sem fór fram 28. nóvember – 13. desember 2025.
Á félagsfundi Pírata í Reykjavík í dag var samþykkt einróma að veita stjórn félagsins umboð til að ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð til borgarstjórnar vorið 2026.
Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir umferðarslys á Reykjavegi í Biskupstungum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi.
Starfsfólk hamborgarastaðarins 2Guys við Hlemm neitaði karlmanni og samfylgdarfólki hans um þjónustu um síðustu helgi vegna hakakross-húðflúrs í andliti mannsins. Fólkið brást illa við og gekk berserksgang við afgreiðsluna.
Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.
Comments
In Channel



