#165 Ísrael - Palestína 1. þáttur - Síonismi og leiðin aftur til landsins helga
Description
Um þessar mundir standa yfir blóðug átök á Gaza-svæðinu. Allt frá stofnun Ísraels-ríkis árið 1948 hefur verið mikil ólga í kringum það. Við vildum skyggnast aðeins inn í þessa sögu. Hvers vegna er barist og hví var Ísraels-ríki stofnað nákvæmlega á þessum stað, við mikil mótmæli þeirra sem þar bjuggu fyrir? Til að fá heildarmynd verðum við að byrja ferð okkar mun fyrr. Þessi þáttur skoðar sköpun þeirrar hugmyndafræði sem kallast Síonismi og snerist um það markmið að koma á fót og viðhalda gyðingalandi í hinu sögulega svæði Ísrael, sem þá var hluti af Ottómanaveldi. Hugtakið "síonismi" er dregið af "Síon", sem er tilvísun í biblíulegt hugtak um Jerúsalem og Ísraelsland. Síonismi var svar við langri sögu gyðingaofsókna og gyðingahaturs í Evrópu sem hafði jafnvel versnað til muna er þjóðerniskennd og þjóðríki komu til sögunnar. Síonismi reyndi að koma til móts við þörf gyðinga fyrir öruggt og viðurkennt heimaland. Hreyfingin komst á skrið snemma á 20. öld, sérstaklega eftir Balfour-yfirlýsinguna frá 1917, þar sem bresk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við stofnun „þjóðarheimilis gyðinga“ í Palestínu.
Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar á Patreon! ❤️
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook