2. Glaðvarpið - Miðaldra
Update: 2025-11-01
Description
Hvað þykir ykkur góð dæmi um að fólk sé orðið miðaldra?
Er það áskrift að prjónablaði, skert geta til að kalla tækninýjungar sínum réttu nöfnum, skert tískuvitund eða eitthvað allt annað?
„Kannski fáum við einhvern tímann gest sem prumpar“, kvartlífskrísa, botox og búkonuhár eru meðal þess sem um var rætt í öðrum þætti Glaðvarpsins, þar sem rauði þráðurinn snerist um hver skilgreiningin á því að vera miðaldra sé og hvort kornungar stúlkurnar sem stýra Glaðvarpinu séu nokkuð flokkaðar undir þann víðfeðma hatt.
Takk fyrir að hlusta á Glaðvarpið <3
Comments
In Channel




