#8 - Sprenging í útgjöldum til útlendingamála frá 2004
Description
Hvaða tölum getum við treyst þegar kemur að málefnum útlendinga og hælisleitenda? Svarið er ekki eins einfalt og margir telja eins og kemur fram í Skattaspjallinu í dag þar sem Sigurður Már Jónsson ræðir við þá Róbert Bragason og Arnar Arinbjarnarson gagnasérfræðinga Samtaka skattgreiðenda. Þeir Róbert og Arnar halda áfram að færa okkur fróðleik úr ríkisreikningi sem er öðrum hulin, meðal annars beinan kostnað ríkisins vegna annars vegar alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og hins vegar hælisleitenda. Hvoru tveggja er í vissum skilningi útlendingamál. Þeir félagar hafa tekið saman upplýsingar sem varpa ljósi þróun útgjalda á tímabilinu frá 2004 til og með 2024. Algjör sprenging hefur orðið í báðum þáttum á tímabilinu. Heildarútgjöld námu um 890 milljónum árið 2004 en hvorki meira né minna en 34 milljörðum árið 2024. Þar af voru heildarútgjöld til þróunarmála um 13,5 milljarðar en útgjöld vegna hælisleitenda 20,5 milljarðar samanborið við 220 milljónir árið 2012 þegar útgjöld vegna hælisleitenda voru fyrst sérgreind í ríkisbókhaldi. Þegar ofan í þessar tölur er kafað kemur margt undarlegt í ljós eins og kemur fram í samtalinu.
Hér má finna ítarlegar upplýsingar um útgjöldin ásamt Excel skjölum: https://www.skattgreidendur.is/sprenging-i-utgjoldum-til-utlendingamala-fra-2004/
Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana og skrá sig á póstlista á skattgreidendur.is og með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.
Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja