Fyrstu fimm: Kristófer Acox
Description
Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer Íslandsmeistarinn Kristófer Acox yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann spilaði með á ferlinum.
Síðasta vor varð Kristófer Íslandsmeistari með Val, en titillinn var sá fimmti sem hann hefur unnið síðan hann kom heim úr háskólaboltanum árið 2017 og á þessum tíma hefur hann í þrígang verið valinn besti leikmaður deildarinnar.
Kristófer er KR-ingur að upplagi þó svo hann leiki fyrir Val í dag, en ásamt þeim hefur hann einnig leikið fyrir Star Hotshots í Filipseyjum, Denain í Frakklandi og þá var hann með Furman Paladins í bandaríska háskólaboltanum. Þá hefur Kristófer einnig verið mikilvægur hluti af íslenska landsliðinu á síðustu árum, en hann fór meðal annars með þeim á lokamót EuroBasket árið 2017. Í heild hefur hann leikið 51 leik fyrir A landsliðið síðan hann lék sinn fyrsta leik árið 2015.
Stjórnandi: Pálmi Þórsson
Fyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.