Gullkastið - Næstu leikmannakaup í vinnslu
Description
Fréttir um Marc Guéhi til Liverpool og Leoni frá Parma fóru á yfirsnúning á meðan upptöku stóð og í morgun komu fréttir af Isak sem er heldur betur að gera sitt til að fá sín félagsskipti til Liverpool í gegn. Rosalega spennandi dagar og vikur framundan á leikmannamarkaðnum, Liverpool þarf að fylla í nokkrar stöður áður en glugganum lokar það er ljóst.
Enska deildin fer af stað á föstudagskvöldið þegar ensku meistarnir fá Bournemouth í heimsókn á Anfield. Er okkar menn klárir í slaginn? Tap á Wembley í Góðgerðarskildinum skilur eftir töluvert af spurningum um liðið en gefur jafnframt tilefni til bjartsýni einnig.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.