1. Hver er þessi Gulla?
Description
Í þættinum kynnumst við Gullu, sem er annar stjórnanda hlaðvarpsins. Gulla segir frá lífi sínu og hvað hefur mótað hana og gert að þeirri manneskju sem hún er í dag.
Gulla er tveggja barna móðir, förðunarfræðingur, áhugaleikari og grallaraspói með ólæknandi áhuga á öllu sem tengist tísku og förðun. Hún hress, skemmtileg og klár kona sem elskar að hjálpa öðrum konum að auka sjálfstraust sitt í gegnum föt og förðun. Hún ólst upp í Árbænum og átti góðar og traustar vinkonur en heimilisaðstæður voru alls ekki góðar. Móðir hennar glímdi við alvarlegan geðsjúkdóm og faðir hennar við alhóhólisma. Æska hennar var því mjög strembin en hún komst vel í gegnum þetta og sigraði brekkurnar með jákvæðu viðhorfi og þrautseigju.
Það hefur því verið krefjandi verkefni fyrir Gullu að vinna úr þessari reynslu. Hún fór í burnout en hefur náð vopnum sínum á ný með sjálfsmildi og sjálfsvinnu.
Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?
Lydía (Gott jafnvægi) á Instagram
Gulla á Instagram
Stef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.