Lífsreynslusögur Vikunnar
Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Hún var búin að lofa mér:
„Ég reyndi mikið að hjálpa vini mínum sem var í sárum eftir skilnað en hann sökk sífellt dýpra ofan í depurð. Vanlíðan hans hvarf þó í einu vetfangi þegar hann fékk óvæntar fréttir.“
- Grunur um svik:
„Um tveggja ára skeið bjó ég með konu. Óvænt hugrenningatengsl fóru af stað hjá mér eitt kvöldið og grunur minn um svik af hennar hálfu fengu byr undir báða vængi.“
- Óvænt hefnd:
„Fátt veit ég ljótara en að svipta börn öðru foreldri sínu án ástæðu. Dóttir mín gerði þetta í nokkra mánuði eftir fæðingu dóttursonar míns en sá að sér. Þegar illa stóð á hjá henni og faðir drengsins tók hann til sín notaði hann tækifærið og hefndi sín.“
- Ef þú gefur frá þér hljóð:
„Ég var um tvítugt þegar náinn ættingi minn nauðgaði mér. Átta árum áður hafði læknirinn minn haft í frammi ósæmilega hegðun við mig sem var þó ekkert miðað við hitt.“
- Svik mömmu:
„Það litaði æsku mína mikið að mamma var alkóhólisti en eftir ömurlegt atvik sem gerðist þegar ég var sjö ára gamall hef ég ekki getað litið hana réttum augum. Við höfum ekki talast við í áratugi.“
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.