Lífsreynslusögur Vikunnar
Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Ást og eigingirni:
„Systir mín hefur alla tíð átt erfitt með að ná fótfestu í samböndum við karlmenn og það var ekki fyrr en ég spurði einn af hennar fyrrverandi sem ég komst að ástæðunni.“
- Þriðji maðurinn:
„Það varð mér mikið áfall þegar ég komst að framhjáhaldi mannsins míns. Við skildum í kjölfarið og næstu ár voru erfið. Þrátt fyrir allt hélt ég áfram að trúa á að ástin kæmi inn í líf mitt og fyrir ári kom hún af fullum krafti.“
- Kunni ekki að elska:
„Æskuheimili mitt var mjög fallegt en minna var lagt upp úr því að okkur börnunum liði vel. Öll áhersla var lögð á fágað yfirborð en undir niðri ríkti pirringur sem var vel falinn fyrir öðrum. Þegar ég stofnaði sjálf heimili reyndist ég lítið skárri en foreldrar mínir.“
- Á síðustu stundu:
„Ég bjó í útlöndum með fjölskyldu minni til 22 ára aldurs en þá ákváðu foreldrar mínir að flytja heim til Íslands. Við vorum í miklu sambandi við ættingja mína í móðurætt en ég vissi lítið um ætt pabba. Ég komst að því af eigin raun og á síðustu stundu hversu slæmt það getur verið að þekkja ekki nána ættingja sína.“
- Annað tækifæri:
„Líf mitt tók miklum breytingum á einu ári skömmu fyrir aldamótin. Dóttir mín flutti til föður síns, ég skipti um starf og varð yfir mig ástfangin í kjölfarið. Við tók magnað tímabil þar sem ég upplifði alvöruást í fyrsta sinn.“
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.