Vélfang fryst - Alfreð Tulinius
Description
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að setja fyrirtækið Vélfang á Akureyri í gjaldþrot á grundvelli refsiaðgerða Evrópusambandsins á eignum fyrirtækja sem talið eru tengjast Rússlandi eða rússneskum ríkisborgurum. Eignir félagsins eru frystar í Arionbanka. Alfreð Tulinius starfandi formaður stjórnar Vélfangs verður gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og segir frá málinu og segir félagið ekki á nokkurn hátt tengjast Rússlandi eða rússneskum ríkisborgurum. Utanríkisráðuneytið leggur ekki fram neinar sannanir um bein tengsl við Rússland en dregur þá ályktun að lesa megi í gömul eigendaskipti á félaginu að það gæti hugsanlega verið einhver tengsl. Engar sannanir liggja fyrir og Vélfang stefnir í gjaldþrot innan fárra daga. -- 10. okt. 2025