DiscoverÓli Björn - Alltaf til hægri
Óli Björn - Alltaf til hægri
Claim Ownership

Óli Björn - Alltaf til hægri

Author: olibjorn

Subscribed: 11Played: 162
Share

Description

Stjórnmál, listir og menning, umhverfismál, efnahagsmál, viðskipti og hugmyndafræði. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er alltaf til hægri.
47 Episodes
Reverse
Lýðræðið hvíl­ir á mörg­um horn­stein­um. Mál­frelsi þar sem ólík­ar skoðanir tak­ast á er einn þess­ara steina. Friðsam­leg stjórn­ar­skipti að lokn­um opn­um og frjáls­um kosn­ing­um er ann­ar horn­steinn. Í Banda­ríkj­un­um og víða í öðrum lýðræðisríkjum er stöðugt grafið und­an þeim báðum og þannig verður sí­fellt hættu­legra að tapa kosn­ing­um. Hafi sag­an kennt okk­ur eitt­hvað þá eru það þessi ein­földu sann­indi: Frelsi þrífst ekki án frjálsra og op­inna skoðana­skipta. En þrátt fyr­ir þenn­an lær­dóm virðast borg­ar­ar lýðræðis­ríkja ekki alltaf skynja þegar frels­inu er ógnað. Kannski er það vegna þess að ógn­vald­ur­inn skipt­ir stöðugt um and­lit, breyt­ir aðferðum og orðanotk­un. Kannski er sinnu­leysið af­leiðing vel­meg­un­ar. Ef til vill kem­ur ótt­inn við af­leiðing­ar í veg fyr­ir að tekið sé til máls.
Í ný­legri skýrslu PEN America um áhrif stjórn­valda í Pek­ing á kvik­myndaiðnaðinn er dreg­in upp dökk mynd. Skýrsl­an veit­ir inn­sýn í hvernig kín­versk stjórn­völd hafa með beinni og óbeinni rit­skoðun haft áhrif á Hollywood og alþjóðleg­an kvik­myndaiðnað. Með skipu­leg­um hætti hef­ur kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn náð kverka­taki á kvik­mynda­gerð. Stærstu fram­leiðend­ur heims leika eft­ir þeirri forskrift sem þeim er gef­in. Þar með mót­ar Pek­ing áhrifa­mesta list­ræna og menn­ing­ar­lega miðil heims – kvik­mynd­ir – langt út fyr­ir eig­in landa­mæri.
Félög eða samtök mismunandi hagsmuna er komið á fót ekki aðeins til að gæta almennra hagsmuna félagsmanna  heldur ekki síður til að afla forréttinda eða fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum og eru ein ástæða þess að ríkið hefur þanist út.  Ekkert er óeðlilegt við að hagsmunasamtök vinni að framgangi þeirra mála sem varða félagsmenn þeirra mestu. Þetta á við um samtök fyrirtækja og launafólks, sem öll vinna hins vegar að einhvers konar sérhagsmunum – en það er rétt að hafa í huga að á stundum geta sérhagsmunir ekki aðeins farið saman við hagsmuni almennings heldur beinlínis eflt þá og styrkt enda oft barist fyrir framgangi mikilvægra réttlætismála sem snerta flesta ef ekki alla. Sérhagsmunabandalögin eru fjölmörg og fleiri en flestir gera sér grein. Hagsmunabandalög eru hluti af frjálsu samfélagi en eftir því sem umsvif hins opinbera – ríkis og sveitarfélaga – eru meiri því nauðsynlegra er talið að mynda félög eða samtök til að tryggja hag einstakra hópa, atvinnugreina eða fyrirtækja. Fáir Íslendingar standa utan við sérhagsmunabandalög af einhverju tagi. Hagsmunahópar geta og hafa mikil áhrif á störf og stefnu stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og þar með stjórnvalda og því er mikilvægt að átta sig á hvers vegna.
Vígfimur baráttumaður, hreinlyndur drengskaparmaður, hjartahlýr og hjálpfús, trygglyndur, hugrakkur stjórnmálamaður og orðheppinn húmoristi. Þannig hefur Ólafi Thors, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins til áratuga, verið lýst. Óumdeilt er að Ólafur var einhver áhrifamesti stjórnmálamaður okkar Íslendinga á síðustu öld. Ólafur var óhræddur að feta inn á nýjar brautir í stjórnmálum – beita vinnubrögðum og aðferðum sem fáum hafði hugkvæmst eða ekki haft burði til. 
Lífið sjálft fel­ur í sér áhættu. Sá sem vill enga áhættu taka hreyf­ir sig aldrei, ger­ir eins lítið og hægt er, held­ur sig heima við, fer ekki út úr húsi, skap­ar ekk­ert, takmark­ar sam­skipti við aðra eins og mögu­legt er. Hægt en örugglega vesl­ast viðkom­andi upp and­lega og lík­am­lega – verður lif­andi dauður. Dauðinn einn tryggir að hægt sé að koma í veg fyr­ir áhættu lífs­ins. Hið sama á við um sam­fé­lög og ein­stak­linga. Sam­fé­lag sem lok­ar á eða takmark­ar til lengri tíma mann­leg sam­skipti, slekk­ur ljós­in og stöðvar hjól at­vinnu­lífs­ins, molnar með tím­an­um að inn­an – hætt­ir að vera sam­fé­lag frjálsra borg­ara. Tíma­bundn­ar aðgerðir sem skerða borg­ara­leg rétt­indi kunna að vera réttlætanlegar í nafni al­manna­ör­ygg­is. Slík­ar ráðstaf­an­ir eru neyðaraðgerðir á tímum mik­ill­ar óvissu. En þegar stjórn­völd skerða frelsi ein­stak­linga meira en hálfu ári eft­ir að óvissu­stigi var lýst yfir hér á landi vegna kór­ónu­veirunn­ar, þá dug­ar ekki leng­ur ein­föld til­vís­un í lög um sótt­varn­ir. Heim­ild­in verður að vera skýr og afdráttar­laus í lög­um og hún fæst ekki án aðkomu lög­gjaf­ans, jafnvel þótt ætlunin sé að slaka á klónni hægt og bítandi. Ákvarðanir stjórnvalda þurfa að styðjast við skýran bókstafa laga og þær mega ekki ráðast af hræðslu og ótta við að takast á við áhættur lífsins.
Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu lagði nýlega land undir fót og heimsótti Tyrkland heim, átti fund með Erdógan forseta og þáði heiðurdoktorsnafnbót frá Háskólanum í Istanbúl,  „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“ líkt og Kenneth Roth, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch benti réttilega á. Á undanförnum árum hafa þúsundir blaðamanna, fræðimanna og pólitískir andstæðingar Er­dog­an for­seta verið hand­tekn­ir, flæmdir úr starfi. Dómskerfið hefur verið og er nú undir hæl stjórnvalda.   Róbert Spanó hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir heimsóknina og fulltrúar mannréttindasamtaka, tyrkneskir stjórnarandstæðingar og landflótta Tyrkir hafa kallað eftir afsögn hans sem forseta.  For­seti sjálf­stæðs dóm­stóls sem eigi að standa vörð um mann­rétt­indi fólks eigi ekki að þiggja heim­boð eða vegtyllur manns sem sé að breyta lýðræðis­ríki í ein­ræðis­ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin. En Róbert á sína verjendur ekki síst hér á landi. Og fyrir marga er forvitnilegt hverjir hafa gripið til varna.
Alþingi samþykkti 3. september frumvarp félagsmálaráðherra um svokölluð hlutdeildarlán. Óhætt er að segja að stuðningur við málið hafi verið víðtækur og þvert á flokka. Allir þingmenn fyrir utan einn studdu frumvarpið í endanlegri mynd. Þessi eini sem sat hjá er stjórnarþingmaður og sá er hér talar. Það er ekki einfalt eða léttvægt fyrir stjórnarþingmann að sitja hjá þegar frumvarp ríkisstjórnar kemur til atkvæða. Með rökum á halda því fram að hjáseta sé í raun ekki annað en yfirlýsing um að viðkomandi styðji ekki málið og jafngildi því að greiða atkvæði á móti stjórnarfrumvarpi. En hvað eru hlutdeildarlán og af hverju gat ég ekki stutt stjórnarfrumvarp?
Brostnar forsendur?

Brostnar forsendur?

2020-08-0909:25

Borgarlínan er hluti af sérstökum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem undirritaður var með viðhöfn í Ráðherrabústaðnum í september síðastliðnum, en aðeins hluti. Áætlaður kostnaður er um 120 milljarðar króna á næstu 15 árum.  Markmið samkomulagsins er skýrt: „Að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta.“ Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, fór mikinn í grein í Morgunblaðinu 13. júlí síðastliðinn: „Einkabíllinn er ekki framtíðin“. Formaður skipulags- og samgönguráðs boðaði færri „bílaakreinar og færri bílastæði“ og Borgarlínu með „stórtækum hjólainnviðum“. Ekki verður annað séð en að einbeittur ásetningu sé innan meirihluta borgarstjórnar að virða samgöngusáttmálanna - þ.e. þann hluta sem þeim hugnast ekki - að vettugi. Sé svo eru forsendur sáttmálans brostnar.   
Aukum súrefnið

Aukum súrefnið

2020-08-0710:29

Hægt og bít­andi verður mynd­in skýr­ari. Efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins eru for­dæma­laus­ar. Öll stærstu hag­kerfi heims­ins hafa orðið fyr­ir þungu höggi vegna Covid-19. Þró­un­ar­banki Asíu taldi í maí að efna­hags­leg­ur kostnaður heims­ins af Covid-19 gæti orðið allt að 8,8 bill­jón­ir doll­ara eða 9,7% af heims­fram­leiðslunni.  Af­leiðing­ar Covid á ís­lenskt efna­hags­líf eru í mörgu al­var­legri en hjá öðrum lönd­um og skipt­ir þar mestu hve mik­il­væg ferðaþjón­ust­an er orðin eft­ir ótrú­lega upp­bygg­ingu á síðustu árum. Alþingi kem­ur sam­an síðar í mánuðinum til að af­greiða nýja fjár­mála­stefnu en 1. októ­ber kem­ur nýtt þing sam­an og þá legg­ur fjár­málaráðherra fram fjár­laga­frum­varp fyr­ir kom­andi ár. Það vit­laus­asta sem þingið get­ur gert við nú­ver­andi aðstæður er að freista þess að auka tekj­ur rík­is­ins með þyngri álög­um á fyr­ir­tæki og/​eða heim­ili.
Sjálfstæðisfjölmiðlar hafa þurft að sæta því að eiga í sam­keppni við rík­is­fyr­ir­tæki, sem fær þvinguð fram­lög frá skattgreiðend­um en um leið frítt spil á sam­keppn­ismarkaði. Þrátt fyr­ir að erfið staða sjálf­stæðra fjöl­miðla hafi blasað við öll­um í mörg ár, hef­ur varðstaðan um Rík­is­út­varpið aldrei rofnað. Rík­is­út­varpið nýtur þess að vera í mjúk­um og hlýj­um faðmi stjórn­mála­manna. Meiri­hluti Alþing­is hef­ur ekki áhuga á að breyta leik­regl­un­um en virðist ein­huga í að koma frem­ur upp flóknu styrkja­kerfi fyr­ir einka­rekna fjöl­miðla, sem verða um leið háðir rík­is­vald­inu.  Mót­sögn­in um sjálf­stæða fjöl­miðla og rík­is­styrkt­an rekst­ur þeirra sam­kvæmt ákvörðunum op­in­berra út­hlut­un­ar­nefnda og stofn­ana, blas­ir við en veld­ur fáum áhyggj­um.  Sé vilji til þess að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla er það best gert með lækkun skatta.
Það er hollt og nauðsynlegt fyrir alla að þekkja söguna. Stjórnmálamenn samtímans verða að skynja úr hvaða jarðvegi hugmyndir þeirra og hugsjónir eru sprottnar. Fyrir talsmenn frelsis eru skrif og ræður Bjarna Benediktssonar (1908-1970), forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, ómetanlegur hugmyndafræðilegur leiðarvísir. Þótt aðstæður breytist og viðfangsefnin einnig er enn tekist á um grunnatriði stjórnmálanna. Bjarni var sannfærður um nauðsyn þess að rjúfa einangrun Íslands, brjóta hlekki hafna og ófrelsis og tryggja opin samskipti við aðrar þjóðir. En um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að Íslendingar héldu tryggð við trú og menningu: „En okkur Íslendingum tjáir ekki á sama veg og flestum öðrum að treysta á mannmergðina, heldur á manndáðina. Á Íslandi þarf sjálfstæði allrar þjóðarinnar að eflast af sjálfstæði einstaklinganna.“
Það er innbyggður hvati fyrir þingmenn að afgreiða lagafrumvörp og ályktanir. Hvatinn er öflugri en virðist við fyrstu sýn. Þetta á einnig við um ráðherra. Það er hreinlega ætlast til þess að hver og einn ráðherra leggi fjölda frumvarpa fram á hverjum einasta þingvetri, líkt og það sé heilög skylda að breyta lögum þótt ekkert kalli á slíkt. Ráðherrar eru vegnir og metnir, – af þingmönnum og fjölmiðlum – út frá fjölda en ekki gæðum lagafrumvarpa sem þeir leggja fram. „Við þurfum að koma uppskerunni í hús," er leiðandi í verkum þeirra sem telja mestu skipta að afgreiða sem flest mál, ekki síst þau sem nefndir þingsins hafa tekið til umfjöllunar. Í sakleysi mínu hef ég bent á að hugsanlegt sé að hluti uppskerunnar sé ónýtur og geti því skemmt það sem þegar er komið í hlöðurnar. Sum mál – frumvörp ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu – eru einfaldlega þannig að hvorki himinn né jörð farast þótt þau dagi uppi og verði aldrei afgreidd (a.m.k. ekki óbreytt). Þegar litið er yfir liðinn þingvetur verður að játa að frelsismálin voru ekki fyrirferðarmikil. En það voru nokkur mikilvæg skref stigin í rétta átt.
Friedrich Hayek fæddist í Vínarborg árið 1899 og lauk doktorsprófum í lögfræði og hagfræði frá Vínarháskóla. Þar var hann lærisveinn Ludwigs von Mises, sem var fremstur í hópi austurrísku hagfræðinganna svonefndu. Hayek var einn helsti hugsuður frjálshyggju á 20. öldinni og hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði 1974. Árið 1944 gaf Hayek út bókina Leiðin til ánauðar (The Road to Serfdom), þar sem hann hélt því fram, að nasismi og kommúnismi væru tvær greinar af sama meiði. Áætlunarbúskapur hlyti að lokum að leiða til einræðis, þar sem hagvald og stjórnvald væri hvort tveggja á sömu hendi og móta þyrfti einstaklinga með góðu eða illu í samræmi við hina opinberu áætlun. Bók Hayeks vakti mikla athygli og er enn í dag mikilvæg í hugmyndabaráttunni.Rauði þráðurinn í kenningum Hayeks er að séreignarétturinn á framleiðslutækjunum sé grunnskilyrði þess, að almenningur geti notið mannréttinda, - lýðræðis, atvinnufrelsis, prentfrelsis. Allar tilraunir til allsherjar skipulagningar atvinnulífsins af hálfu hins opinbera leiði til slíks ófrelsis fyrir einstaklingana, að líkja megi hag þeirra í slíku þjóðskipulagi við hag ánauðugra þræla . Eigi þetta jafnt við, hvort sem skipulagningin er framkvæmd af svonefndum „hægri-öflum" (fasisma eða nasisma) eða „vinstri-öflum" (sósíalisma eða kommúnisma).
Níræður unglingur

Níræður unglingur

2020-06-2811:23

Árangur Sjálfstæðisflokksins allt frá stofnun – við getum sagt lykillinn að árangri er öflug hreyfing ungs fólks, sem setur fram nýjar hugmyndir og er óhrætt að berjast fyrir hugsjónum. Ungir sjálfstæðismenn hafa alla tíð verið ögrandi, sett stefnu sína fram af festu og markað þannig brautina fyrir Sjálfstæðisflokkinn til framtíðar. Laugardaginn 27. júní síðastliðinn fögnuðu ungir sjálfstæðismenn 90 ára afmæli Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Ég óska ungum sjálfstæðismönnum til hamingju á þessum tímamótum. Það er vissulega verk að vinna og nýjar áskoranir eru framundan.  
Ronald Reag­an, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, hitti nagl­ann á höfuðið þegar hann lýsti hug­mynd­um rík­is­af­skipta­sinna: „Ef það hreyf­ist, skatt­leggðu það. Ef það held­ur áfram að hreyf­ast, settu lög. Ef það stopp­ar, settu það á rík­is­styrk.“ Vel­ferðarsam­fé­lag góðra lífs­kjara verður ekki byggt upp með slíkri hug­mynda­fræði. En það skipt­ir þá engu sem í hjarta sínu telja einka­rekst­ur af hinu vonda.
Við sem stönd­um and­spæn­is skattaglöðum út­gjalda­sinn­um og vilj­um stíga á út­gjalda­brems­una höf­um átt í vök að verj­ast. Við glím­um við and­stæðinga sem njóta dyggs stuðnings sér­hags­muna sem telja hags­mun­um sín­um best borgið með að kerfið þenj­ist út – að hlut­falls­lega kökusneiðin sé stærri þótt kak­an sjálf kunni að vera minni. Það þarf sterk bein og póli­tískt þrek til að stand­ast þann þrýst­ing sem gæslu­menn sér­hags­muna beita. Og þrýst­ing­ur­inn kem­ur ekki síst frá þeim sem bet­ur eru sett­ir í sam­fé­lag­inu. Þeir sem lakast eru sett­ir eru ekki há­vær­ast­ir. Hóf­semd í kröfu­gerð um auk­in út­gjöld fer ekki eft­ir fjárhagsstöðu. Skilningur á nauðsyn þess að gæta hófsemdar í álögum á fyrirtæki og einstaklinga er takmarkaður. Við sem teljum nauðsynlegt að koma böndum á skattagleði hins opinbera þurfum auðvitað að draga fram staðreyndir. Halda því til haga að skattbyrði á Íslandi, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, er sú þriðja þyngsta í Evrópu að teknu tilliti til lífeyris- og almannatrygginga. En staðreyndir duga ekki, það þarf að setja þær í samhengi við lífskjör almennings. Við verðum að læra að setja skattheimtu og reglubyrði í samhengi við samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjölda starfa og möguleika fyrirtækja til að standa undir góðum launum og bættum lífskjörum.
Þær þrengingar sem riðið hafa yfir í kjölfar kórónuveirufaraldursins hafa afhjúpað með skýrum hætti hve efnahagsleg staða evrulandanna er misjöfn. Í einfaldleika sínum má segja að löndin í norðri njóti velmegunar umfram þau í suðri. Gjáin milli suðurs og norðurs heldur áfram að breikka - efnahagslegt ójafnvægi er orðið meira. Fyrir okkur Íslendinga er það ekki gleðiefni.
Stjórnmálamenn verða að beita sjálfa sig aga og standa þétt við bakið á sérfræðingum sem stjórna baráttunni gegn illvígum vírus. Við sem sitjum á Alþingi getum haft okkar skoðanir á einstökum ákvörðunum þeirra en við verðum að hafa andlegan styrk til að þegja að þessu sinni. Við þurfum að einbeita okkur að öðru - efnahagslegum aðgerðum til að lágmarka skaðann fyrir íslensk fyrirtæki og heimili. Covid-19 ætlar að reynast alþjóðlegu efnahagslífi þyngri í skauti en nokkur reiknaði með. Hversu alvarleg eða langvarandi efnahagslegu áhrifin eru veit enginn. En við Íslendingar erum betur í stakk búnir en flestar aðrar þjóðir til að takast á við vandann - jafnt á sviði heilbrigðisþjónustu sem efnahagsmála. Við höfum safnað korni í hlöðurnar á undanförnum árum.
Á meðan stjórnmálamenn (og embættismenn ekki síður) hafa jafnmikil áhrif á efnahagslífið og almennar leikreglur og raun ber vitni verða alltaf til fyrirtæki sem þeir telja „kerfislega mikilvæg“. Vegna þessa sé ekki aðeins nauðsynlegt að hafa með þeim eftirlit heldur ekki síður að búin sé til formleg eða óformleg bakábyrgð á rekstri þeirra. Ábyrgðina veita skattgreiðendur án þess að hafa nokkuð um það að segja. Sagan geymir fjölmörg dæmi frá flestum Vesturlöndum þar sem skattgreiðendur hafa fengið reikninginn fyrir „björgunaraðgerðum“ ríkisins – ekki aðeins þegar björgunarhring hefur verið hent út til fjármálafyrirtækja heldur einnig annarra stórfyrirtækja. „Kerfislega mikilvæg“? Kannski. En alveg örugglega pólitískt mikilvæg fyrir ráðandi öfl. Ég ætla að fjalla aðeins um viðskiptafrelsi, samkeppni, sjálfstæða atvinnurekandann, hætturnar sem fylgja skattalegum ívilnunum, fyrirgreiðslu stjórnmálamanna, og klíkukapítalisma
Ísland er fyr­ir­mynd­ar­hag­kerfi í út­tekt Alþjóða efna­hags­ráðsins. Ísland er ör­ugg­asta og friðsam­asta land heims. Jafn­rétti kynj­anna er hvergi meira en á Íslandi. Á Íslandi eru greidd hæstu meðallaun­in.  Í engu ríki OECD renn­ur stærri hluti af verðmæta­sköp­un efna­hags­lífs­ins til laun­fólks en á Íslandi. Jöfnuður er meiri á Íslandi en á öðrum Norður­lönd­um. Mér er til efs að nokk­ur smáþjóð hafi nokk­urn tíma alið af sér jafn­marga hæfi­leika­ríka lista­menn og Íslend­ing­ar, að ekki sé talað um af­reks­fólk í íþrótt­um. Við erum að gera eitthvað rétt.
loading
Comments 
Download from Google Play
Download from App Store