Claim Ownership

Author:

Subscribed: 0Played: 0
Share

Description

 Episodes
Reverse
Upphlaup og stóryrði

Upphlaup og stóryrði

2023-05-2111:48

Réttur þingmanna til að leggja fram vantraust á einstaka ráðherra eða ríkisstjórn í heild sinni, er ótvíræður. Þennan rétt nýttu fjórir stjórnarandstöðuflokkar undir forystu Pírata 30. mars síðastliðinn. Vonin um að vinna pólitísk strandhögg rættust ekki. Eftir standa stóryrðin líkt og minnisvarði um upphlaup sem engu skilaði.  
Ekki var það til að auka bjartsýni mína á framtíðina sem menntskælings að þurfa að lesa bókina „Endimörk vaxtarins“ eftir nokkra vísindamenn sem kölluðu sig Rómarsamtökin. Boðskapurinn var ekki uppörvandi. Það væri komið að endimörkum hjá mannkyninu, mikilvæg hráefni væru á þrotum og vöxtur efnahagslífsins gæti ekki haldið áfram. Hér eftir yrði mannkynið að læra nægjusemi og láta af neysluhyggju. Með öðrum orðum: Lífskjör mín og minnar kynslóðar yrðu lakari, jafnvel miklu lakari, en foreldra minna.
Það er aldrei einfalt að koma saman fjármálaáætlun til fimm ára en líklega sjaldan flóknara en við ríkjandi aðstæður. Verðbólga er mikil, vextir hafa hækkað verulega, þensla er á flestum sviðum. Við slíkar aðstæður er farið úr öskunni í eldinn ef útgjöld eru aukin umfram vöxt efnahagslífsins. Vandi fjármálaráðherra er sá að þrýstingurinn á aukningu útgjalda er mikill og eru fáir saklausir í kröfugerð um aukna fjármuni til flestra málaflokka. Staðreyndin er að minnsta kosti sú að fjármálaráðherra á ekki marga bandamenn. Þróun síðustu ára, en ekki síst staða í efnahagsmálum um þessar mundir, hefur sannfært mig um nauðsyn þess að lögfesta útgjaldareglu og hafa hana sem meginreglu við stjórn opinberra fjármála. Með slíkri reglu fær fjármálaráðherra beittara verkfæri en áður til að stuðla að ábyrgri stjórn ríkisfjármála sem styður við aukið jafnvægi í þjóðarbúskapnum. 
Einn merkasti fjármálaráðherra Bretlands eftir stríð er fallinn frá. Nigel Lawson var áhrifamesti arkitekt róttækra efnahagsumbóta Margrétar Thatchers á níunda áratug liðinnar aldar. „Vinsæll fjármálaráðherra er ekki að sinna starfi sínu,“ sagði Lawson eitt sinn. Hann var sannfærður um að stjórnmálamaður sem væri tilbúinn til að mæta andúð andstæðinganna, væri stjórnmálamaður sem gæti látið hlutina gerast – komið einhverju til leiðar. 
Leitin heldur áfram

Leitin heldur áfram

2023-05-1109:28

Ég er oft spurður af ungu fólki sem þyrstir í upplýsingar um hugmyndafræði frelsis, hvar þeirra sé helst að leita. Við sem höfum skipað okkur undir fána frjálshyggjunnar, - trúnna á mátt og getu einstaklingsins og að frumréttur hans sé frelsið, andlegt og efnahagslegt frelsi – erum gæfusöm. Hundruð bóka standa okkur til boða eftir íslenska og erlenda hugsuði. Hayek, Friedman, Sowell, Mill, Popper og Nozicks, svo fáeinir séu nefndir. Ólafur Björnsson, Birgir Kjaran, Jón Þorláksson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafa hver með sínum hætti lagt mikilvægan skerf inn í íslenska hugmyndabaráttu. Þá er ónefndur Matthías Johannessen, ritstjóri og skáld, en í kistur hans hef ég alltaf leitað – sífellt meira eftir því sem árin líða.
Umsvif ríkisins á innlendum fjölmiðlamarkaði gerir sjálfstæðum fjölmiðlum erfitt fyrir – kippir rekstrargrunni undan sumum miðlum og veikir möguleika annarra. Strandhögg erlenda samfélagsmiðla inn á íslenskan auglýsingamarkað gerir stöðuna enn erfiðari. Ég hef leyft mér að kalla Ríkisútvarpið fílinn í stofunni og það hefur farið fyrir brjóstið á velunnurum ríkisrekstrarins. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, hefur líkt samkeppnisrekstri ríkisins á auglýsingamarkaði við engilsprettufaraldur. Varnir einkarekinna fjölmiðla eru litlar sem engar. Svo það sé sagt enn og aftur: Jafnræði og sanngirni eru ekki til á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Lögvernduð forréttindi ríkisins hafa leitt til þess að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir veikburða, margir berjast í bökkum og því miður hafa margir siglt í strand. Það er þrekvirki að halda úti einkareknum fjölmiðlum á Íslandi.
Sótt að frelsinu

Sótt að frelsinu

2023-02-0708:36

Hægt og bítandi hafa stjórnvöld víða um heim takmarkað ýmis borgaraleg réttindi á undanförnum árum. Covid-19 heimsfaraldurinn gaf mörgum skjól eða afsökun til að takmarka frelsi borgaranna enn frekar. Staða mannréttinda í heiminum versnaði nær stöðugt frá árinu 2008 til 2020 á mælikvarða Frelsisvísitölunnar [Human Freedom Index] sem Cato stofnunin í Bandaríkjunum og Fraser stofnunin í Kanada, standa sameiginlega að. Yfir 94% jarðarbúa urðu að sætta sig minna frelsi árið 2020 en 2019.
Fyrir 44 árum kom út bókin Uppreisn frjálshyggjunnar - ritgerðarsafn 15 ungra karla og kvenna sem áttu það sameiginlegt að vera virkir þátttakendur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Bókinni var ætlað að vera innlegg í hugmyndabaráttu samtímans og vopn í baráttunni milli stjórnlyndis og ríkishyggju annars vegar og sjálfstæði og frjálshyggju hins vegar.  Þótt bókin beri merki þess tíma sem hún var skrifuð, á hún enn erindi við alla sem láta sig hugmyndabaráttu einhverju skipa. Hún var og er enn brýning fyrir alla sjálfstæðismenn að vera trúir hugsjónum um frelsi einstaklingsins og hvatning til að marka skýra stefnu og verða hreyfing fólks úr öllum stéttum en ekki stofnun sem sækir allt sitt vit til embættismanna.  Að þessu sinni sæki ég í skrif Davíðs Oddssonar, Friðriks Sophussonar og Þorsteins Pálssonar. 
Talsmenn ríkisrekstrar þola illa að bent sé á mikla aukningu ríkisútgjalda á umliðnum árum. Og fátt virðist fara verr í þá en þegar spurt er hvort almenningur fái betri og tryggari þjónustu í samræmi við aukin útgjöld ríkisins. Varðmenn ríkisrekstrar – kerfisins – bregðast hart við þegar reynt er að spyrna við fótunum – koma böndum á aukningu ríkisútgjalda og hærri skattheimtu. Í draumaríki þeirra eru lífsgæði mæld út frá hlutfallslegri stærð þeirrar sneiðar sem hið opinbera tekur af þjóðarkökunni – hversu djúpt er seilst í vasa launafólks og fyrirtækja. Því stærri sneið og því dýpra sem er farið, því betra er samfélagið. Engu skiptir þótt kakan verði sífellt minni og krónunum í vösum launafólks fækki. Hlutfallsleg stærð sneiðarinnar er mælikvarðinn, sem allt miðast við. Þessi hugsunarháttur ríkisrekstrarsinna mun fyrr fremur en síðar leiða okkur í ógöngur og draga úr lífskjörum til framtíðar. Verkefni komandi ára er því ekki að auka enn frekar útgjöld ríkisins, heldur að aukna framleiðni í opinberum rekstri og tryggja aukna hagkvæmni.
Hvernig kennara dettur í hug að setja þekkta hrotta, morðingja og andlýðræðissinna við hlið íslensks stjórnmálamanns er óskiljanlegt nema að tilgangurinn hafi verið sá einn að vekja ákveðin hugrenningatengsl hjá nemendum: Í raun séu hugmyndafræðileg tengsl á milli formanns Miðflokksins og tveggja af verstu illmennum sögunnar. Hitler og Mussolini eru í hópi með Stalín og Maó. Allir áttu þeir blóði drifna slóð og virtu líf einstaklinga að vettugi og fótum tróðu frelsi og lýðræði. Sigmundur Davíð á ekkert skylt við ódæðismennina - allra síst hugmyndafræðilega. Í annarri kennskustofu er Sjálfstæðisflokknum líkt við Þýskaland Hitlers, Gestapo og útrýmingu kynþátta. Forherðingin er fullkomin. Fölsunin og rangfærslurnar eru yfirgengilegar.  Kennsla sem byggir á innrætingu og fölsunum hentar aðeins þeim sem aðhyllast forræðishyggju og ganga á hólm við frjálsa og sjálfstæða hugsun. Innræting og falsanir eiga ekkert skylt við menntun eða gagnrýna hugsun.  
Jólin eru hátíð ljóss og friðar, hátíð gleði, fegurðar og hins sanna og góða. Þegar við fögnum komu frelsarans öðlumst við ró hugans. Helgi jólanna stendur okkur öllum til boða ef við opnum hjartað fyrir ljósinu. Guð hvorki neyðir okkur eða þvingar til að taka á móti Jesú. Hann býður öllum sem vilja leiðarljós kærleika og vonar. Ég óska öllum gleðilegra jóla. 
Lög­gjaf­inn mót­ar lög­in og þær leik­regl­ur sem eru í gildi á hverj­um tíma. For­rétt­indi Rík­is­út­varps­ins og ójöfn og erfið staða sjálf­stæðra fjölmiðla, er ákvörðun sem nýt­ur stuðnings meiri hluta þing­manna. Ég hef orðað þetta þannig að mjúkar hendur og hlýjar faðma Ríkisútvarpið á hverju ári. Þetta sést ágætlega þegar horft er til framlaga ríkisins til ríkismiðilsins sem fjármögnuð eru með útvarpsgjaldi. En þótt erfitt hafi verið að tryggja heilbrigðra rekstrarumhverfi sjálfstæðra fjölmiðla kemur ekki til greina að leggja árar í bát. Í baráttu fyrir framgangi hugmynda, að ekki sé talað um baráttu fyrir tilvist öflugra frjálsra fjölmiðla, er ekki aðeins nauðsynlegt að láta sig dreyma heldur neita að gefast upp.
Þolinmæði kínversku þjóðarinnar gagnvart hörðum sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda í baráttu við Covid-19, virðist á þrotum. Eftir tæp þrjú ár af lokunum sem fylgt hefur verið eftir af hörku af lögreglu, þar sem heilu borgirnar eru settar í sóttkví, er mælirinn loksins fullur. Mótmælin sem brotist hafa út síðustu daga eru líklega mesta áskorun sem Xi Jinping forseti hefur staðið frammi fyrir frá því að hann komst til valda árið 2012. Leiðtogar kínverska kommúnistaflokksins hafa alltaf mætt andófi af mikilli hörku. Brotið mótmæli á bak aftur af grimmd alræðisherra. Því miður er líklegt að vestræn stjórnvöld þegi þunnu hljóði þegar mótmæli verða barin niður af þeirri grimmd sem talin er nauðsynleg. Efnahagslegir hagsmunir sem eru undir ráða of miklu. Stjórnvöld á Vesturlöndum tipla á tánum í kringum ráðamenn í Peking – minnast kurteislega á mannréttindabrot kommúnista en aðeins þó þannig að það komi ofbeldisstjórninni ekki illa. Og eftir því sem mikilvægi Kína í alþjóðlegu efnahagslífi eykst hefur ritskoðun kommúnistaflokksins yfir landamæri orðið auðveldari, skilvirkari og áhrifameiri.  
1. desember

1. desember

2022-12-0113:37

Íslendingar endurheimtu fullveldi frá Dönum 1. desember 1918 á grunni sambandslagasamningsins sem renna skyldi út árið 1943. Strax árið eftir voru samþykkt lög um Hæstarétt Íslands. En ágreiningurinn var hversu langt skyldi ganga í sjálfstæði þjóðarinnar. Bjarni Benediktsson var alla tíð sannfærður um að Íslendingum myndi farnast best ef þeir fengu fullt sjálfstæði frá Dönum enda „reynslan orðið sú, að aukið frelsi hefur ætíð orðið þeim til góðs".  Í tilefni dagsins leita ég í kistur Bjarna Beneditssonar, borgarstjóra, utanríkisráðherra, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. 
Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir þingsályktun þar sem heilbrigðisráðherra var falið að láta Sjúkratryggingar Íslands bjóða út rekstur heilsugæslu á Akureyri. Ég blandaði mér í umræðuna - taldi að ekki væri hjá því komist eftir að hafa fylgst með andsvörum við ræðu Berglindar Óskar, sem var rökföst í öllum sínum málflutningi.  Hér er birt flutningsræða Berglindar Óskar, andsvör sem hún fékk frá þingkonu Vinstri grænna og loks ræða sem ég flutti eftir að hafa hlustað á orðaskiptin.   
Árið 1950 skrifaði dr. Ólafur Björnsson grein í Stefni um sósíalisma og hvers vegna hann snýst í andhverfu hugsjóna sinna. Í stað velmegunar, öryggis, jöfnuðar og lýðræðis komi örbirgð, ójöfnuður og takmarkalaust einræði. Ólafur var prófessor í hagfræði og þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1956 til 1971. Hér verður gripið niður í greinina sem á erindi við samtímann með sama hætti og þegar hún var skrifuð. Ólafur var sannfærður um að vanþekking væri besti bandamaður sósíalismans. 
Frelsi á landsfundi

Frelsi á landsfundi

2022-11-0410:46

Landsfundir Sjálfstæðisflokksins eru ekki haldnir til að gára vatnið stutta stund heldur til að móta stefnu öflugasta stjórnmálaflokks landsins. Það er einhver ólýsandi kraftur sem leysist úr læðingi þegar sjálfstæðismenn, alls staðar af landinu, koma saman. Ég hef lýst landsfundi sem suðupotti hugmynda og hugsjóna. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa aldrei skilið hvernig tekist hefur að búa til vettvang þar sem samkeppni hugmynda blómstrar með skoðanaskiptum, - þar sem tekist er á um einstök mál af festu, jafnvel hörku en af hreinskilni.
Styrkur frelsisins

Styrkur frelsisins

2022-10-2913:00

Frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur valdið titringi meðal margra, jafnt stjórnmálamanna sem forystumanna stéttarfélaganna. Kannski var ekki við öðru að búast en umræðan sem hefur skapast hefur að mestu verið málefnaleg og án stóryrða sem á stundum er gripið til þegar deilt er um þjóðfélagsmál. Rökræðan um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur dregið fram hugmyndafræðilegan ágreining sem er og hefur alltaf verið til staðar í íslensku samfélagi. Annars vegar standa þeir sem treysta einstaklingnum til að taka ákvarðanir um eigin hag og hins vegar þeir sem telja nauðsynlegt að hafa vit fyrir einstaklingum – veita honum leiðsögn og leiðbeiningar.
Kórónuveirufaraldurinn en þó einkum innrás Rússa í Úkraínu hafa afhjúpað djúpstæða veikleika í efnahagslífi Evrópu. Sú hætta er fyrir hendi að erfitt verði fyrir ríki Evrópusambandsins [ESB] að vinna sig út úr þeim efnahagsþrengingum sem barist er við. Vandinn virðist krónískur. Hættan er sú að forystufólk ESB velji „auðveldu“ leiðina í örvæntingafullri viðleitni til að vinna gegn þrengingum og versnandi lífskjörum. Á Íslandi segjum við að pissa í skóinn.
Bjarni Benediktsson var einhver áhrifamesti stjórnmálamaður Íslendinga á liðinnni öld. Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og borgarstjóri. Bjarni markaði stefnu landsins í varnar- og öryggismálum - stefnu sem fylgt hefur verið eftir allar götur síðan.  Í tilefni af því að senn líður að landsfundi Sjálfstæðisflokksins leitaði ég í fræðakistur Bjarna og staldraði við hugmyndir hans um hvaða eiginleika stjórnmálamaður þurfi að búa yfir. Kjörnir fulltrúar á þingi og sveitarstjórnum gætu margt lært.
Comments 
Download from Google Play
Download from App Store