DiscoverHið yfirnáttúrulega
Hið yfirnáttúrulega
Claim Ownership

Hið yfirnáttúrulega

Author: Ghost Network®

Subscribed: 84Played: 832
Share

Description

Veröldin er full af leyndardómum – og við ætlum að kafa djúpt ofan í hið yfirnáttúrulega.

Hið yfirnáttúrulega er hlaðvarp þar sem við ræðum um dulræna hluti á léttu nótunum, með opnum hug en jafnframt gagnrýnum augum.

Í þáttunum skoðum við það sem á sér ekki jarðneskar skýringar – dulræn fyrirbæri eins og næmni og drauga yfir í hinar ýmsu samsæriskenningar og undarlega krafta sem mannshugurinn skilur ekki til fulls.

Þáttastjórnendur eru vinkonurnar Dagný og Selma sem hafa ávallt haft mikinn áhuga á dulrænum málefnum.

51 Episodes
Reverse
51. Dolores Cannon

51. Dolores Cannon

2025-12-0813:07

Í dag ætlum við að kafa inn í líf og kenningar konu sem hefur haft gríðarleg áhrif á andleg fræði, dáleiðslu og andleg málefni. Dolores Cannon var bandarískur rithöfundur, fyrirlesari og dáleiðslusérfræðingur sem starfaði í meira en fjóra áratugi og þróaði aðferð sem margir telja hafa opnað nýjar dyr inn í undirmeðvitundina, aðferð sem hún kallaði Quantum Healing Hypnosis Technique, eða QHHT.Ferill Doloresar byrjaði á sjöunda áratugnum þegar hún og eiginmaður hennar unnu saman að hefðbundinni dáleiðslu. En fljótlega fór hún að verða vitni að frásögnum skjólstæðinga sem virtust koma frá öðrum stöðum, öðrum tímum og jafnvel öðrum lífum. Þessar reynslur vöktu forvitni hennar og hún ákvað að rannsaka þær nánar.Cannon skrifaði yfir tuttugu bækur þar sem hún setti fram niðurstöður úr samtölum með þúsundum skjólstæðinga. Í þessum þætti ætlum við að skoða nánar hver Dolores Cannon var, hvað hún kenndi, og hvers vegna hún varð svo áhrifamikil persóna innan andlegra fræða. Hvernig virkar QHHT í raun? Hvað sögðu skjólstæðingar hennar? Og hvað er það við hugmyndir hennar sem heldur áfram að heilla fólk enn þann dag í dag?Mentioned in this episode:Komdu í áskrift
50. Draumar

50. Draumar

2025-12-0301:10:18

Í þessum þætti förum við í spennandi og dularfullt ferðalag inn í draumaheim, þar sem rökhugsun víkur fyrir tilfinningum og djúpum boðum úr undirmeðvitundinni.Geta draumar verið yfirnáttúrulegir?Vertu hluti af yfirnáttúrulega samfélaginu okkar og komdu í áskrift inn á www.patreon.com/hidyfirnatturulegaMentioned in this episode:Komdu í áskriftd+ypra ofan í yfiornáttúrulega áskrift
49. Tímaflakk

49. Tímaflakk

2025-12-0113:50

Í þessum þætti köfum í eitt mest heillandi fyrirbæri vísindanna, tímaflakk. Í aldaraðir hefur mannkynið spurt sig hvort hægt sé að ferðast fram eða aftur í tímann.Ætli það sé mögulegt að ferðast um tíma?Vertu hluti af yfirnáttúrulega samfélaginu okkar og komdu í áskrift á www.patreon.com/hidyfirnatturulega
48. Bashar

48. Bashar

2025-11-2651:55

Í þessum þætti ræðum við um Bashar, en það er andleg vera sem hann Darryl Anka segist miðla í gegnum sig í djúpu transi.Darryl Anka byrjaði feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður og tæknimaður í Hollywood, en á níunda áratugnum tók líf hans óvænta stefnu þegar hann kynntist hugmyndum um utanjarðarlíf og transmiðlun. Með tímanum þróaði hann aðferð þar sem hann fer í djúpt trans, segir að hann “tengist” og tali fyrir geimveruna Bashar.Vertu hluti af yfirnáttúrulega samfélaginu okkar og komdu í áskrift inn á:www.patreon.com/hidyfirnatturulega
Seinni hlutinn af viðtalinu við Guðrúnu Bergmann þar sem við höldum áfram samtalinu um hið yfirnáttúrulega. Hægt er að hlusta á allan þáttinn með því að gerast áskrifandi inná patreon.com/hidyfirnatturulegaMentioned in this episode:Komdu í áskrift
Við fengum viskubrunninn Guðrúnu Bergmann í viðtal til okkar.Guðrún er algjör brautryðjandi þegar kemur að málefnum um yfirnáttúruleg öfl. Hún hefur alltaf haft skyggnigáfu, les í stjörnurnar og er beintengd orkunum í kringum okkur. Í þessum þætti munum við ræða saman um allt milli himins og jarðar og köfum djúpt í viskubrunninn. https://gudrunbergmann.is/Hægt er að hafa samband við Guðrúnu í geggnum heimasíðu hennar og panta af henni meðal annars stjörnukort og hugleiðslur.Mentioned in this episode:d+ypra ofan í yfiornáttúrulega áskriftKomdu í áskrift
45. Loch Ness

45. Loch Ness

2025-11-1711:56

Í þessum þætti ræðum við um Loch Ness skrímslið í Skotlandi. En okkur þykir mjög merkilegt að enn þann daginn í dag er fólk að rannsaka þetta fyrirbæri og ennþá eru að koma fram sjónarvottar þó svo sannanir séu af skornum skammti þá er ýmislegt sem við getum ekki útskýrt. Það er ekkert sem við getum sannað né afsannað og mögulega er þetta bara einhver vera úr annari vídd?Vertu hluti af yfirnáttúrulega samfélaginu okkar og komdu í áskrift á www.patreon.com/hidyfirnatturulega
Við fengum hana yndislegu Ágústu í viðtal til okkar. Hún segir okkur allt milli himins og jarðar um sína andlegu vegferð og næmni.Ágústa er sko alger Shaman í okkar augum, hún er jóga kennari, brautryðjandi, listakona, heilari og alger kærleiksbomba!Vertu hluti af yfirnáttúrulega samfélaginu okkar og komdu í áskrift á:www.patreon.com/hidyfirnatturulegaMentioned in this episode:Komdu í áskriftd+ypra ofan í yfiornáttúrulega áskrift
Tilkynning! Töfrandi Norna Kvöld með:- Ellý Ármanns, Ágústa Kolbrún, Selma og Dagný hjá Hinu yfirnáttúrulega. Staðsetning í Djúpinu á veitingastaðnum Horninu mánudaginn 17. nóvember kl. 20:00–22:00 Miðaverð - 5.000kr - Takmarkaður miðafjöldi.Komdu og gefðu þér töfrandi og nærandi kvöldstund, þetta kvöld verður fullt af kærleika, töfrum, heilun og djúpri tengingu við sjálfa(n) þig og alheiminn.Linkur á viðburðinn á facebook og allar upplýsingar um miðakaup!https://www.facebook.com/events/2647346535603904
Í þessum þætti tölum við um okkar upplifun á mögnuðu trans heilunar námskeiði sem við fórum í um daignn hjá henni Ásthildi Sumarliðadóttur hjá Sálarrannsóknarfélaginu!Hlustaðu á þáttinn í fullri lengd á Patreon.com/hidyfirnatturulega
41. Disney World

41. Disney World

2025-11-0534:54

Disney World hamingjusamasti staður í heimi..... Eða svo er hann allavega auglýsturVið ætlum að kanna skuggahliðar garðsins og fara í nokkrar samsæriskenningar sem hafa komið upp.
Það er eitthvað mjög dularfullt við bresku konungsfjölskylduna og hafa ýmsar samsæriskenningar sprottið upp úr ýmsum áttum, en gæti verið að það sé ástæða fyrir þessum sögusögnum?Vertu hluti af yfirnáttúrulega samfélaginu okkar og komdu í áskrift á www.patreon.com/hidyfirnatturulega
Í tilefni hrekkjavöku þá gefum við út hræðilegann aukaþátt um hræðila ásókn sem átti sér stað í heimavistaskóla í bandaríkjunum árið 1985-1986.Þetta er hræðilegasta draugasaga sem Hið yfirnáttúrulega hefur sagt og myndum við segja að þið þyrftuð virkilega að hugsa málið hvort þið þorið að hlusta yfir höfuð!Á meðan á upptökum stóð var Selma klædd eins og Páfinn til að kalla extra vernd yfir okkur á meðan þessi hræðilega draugasaga var sögð..... En Dagný var bara í prumpublöðrubúning að hafa það huggulegt með sínum innri fúlanda.Þessi saga er um ásókn sem grasserast í heimavistaskóla í New York fylki. Ungi íþróttamaðurinn hann Chris fær þann "heiður" að vera ásóttur af hræðilegu afli sem gerir lífið á heimavistinni nær óbærilegt.Gleðilega hrekkjavöku og hafið það hræðilegt um helgina.... múhahahahaaaaaa......Mentioned in this episode:d+ypra ofan í yfiornáttúrulega áskriftKomdu í áskrift
Við fengum elsku bestu Draugasögu vini okkar þau Stebba og Katrínu til liðs við okkur í þessum þætti.Í þessum þætti fórum við alla leið til Perú og ræddum um Nasca menninguna.. Það sem gerir Nasca menninguna svona merkilega eru meðal annars stórkostleg vatnskerfi sem eru enn í notkun í dag og einnig eitthvað aðeins meira dularfult eins og risa teikningar sem sjást einungis úr lofti.Eins hafa fundist múmíur sem eru ekki líkar þeim hefðbundnu sem við þekkjum heldur einhverjar sem vísindamenn klóra sér í hausnum yfir.
Áskriftarþáttur! Við höldum áfram þar sem frá var horfið í þessum áskriftarþætti. Til að hlusta á þáttinn í fullri lengd er hægt að kaupa áskrift https://patreon.com/Hidyfirnatturulega
Við fengum Gísla Guðmundsson til okkar í viltal á dögunum.Gísli hefur mikið síslað í andlega heiminum og byrjaði að fara sálförum sem ungur drengur. Hann heldur úti Facebook síðunni Draumaráningar þar sem fólk fær að skrifa niður drauma sína og hann ræður svo í draumana á dásamlegan hátt. Við förum út um víðan völl og fáum að heyra fullt af dásamlegum sögum frá Gísla. https://www.facebook.com/groups/2352597941770431Mentioned in this episode:Komdu í áskriftd+ypra ofan í yfiornáttúrulega áskrift
Áskriftarþáttur! hægt er að gerast áskrifandi og hlusta á þáttinn í fullri lengd inn á https://patreon.com/HidyfirnatturulegaÞann 23. janúar 1959 héldu 10 vanir göngugarpar í krefjandi fjallgöngu en einungis einn skilaði sér aftur heim...... Á lífi!Í þessum þætti ætlum við að tala um dularfull dauðsföll sem áttu sér stað í Úarlfjöllunum í byrjun árs 1959. Ekki er enn vitað hvað olli dauða 9 ungmanna sem voru vanir leiðsögumenn og göngugarpar. Er mögulegt að eitthvað yfirnáttúrulegt hafi átt sér stað nóttina sem þau létust? Eða er þetta risa yfirhalning á einhverju miklu stærra?
34. Stórfótur

34. Stórfótur

2025-10-1539:19

Í þessum þætti ætlum við að ræða um Stórfót!Er hann til? og ef svo er... Hvað er hann og hvaðan kemur hann?Mentioned in this episode:Komdu í áskrift
33. Kailash fjallið

33. Kailash fjallið

2025-10-1310:32

Kailash, hið heilaga fjall Himalaya, þar sem goðsagnir, trú og dularfull öfl mætast.Vertu hluti af yfirnáttúrulega samfélaginu okkar og komdu í áskrift á www.patreon.com/hidyfirnatturulega
32. Ellý Ármanns

32. Ellý Ármanns

2025-10-0801:25:09

Við fengum hina dásamlegu Ellý Ármanns til okkar í viðtalEllý blandar saman sköpun, innsæi og töfrum í allt sem hún gerir.Hún er spákona, listakona og bara algjör frumkvöðull sem fer sínar eigin leiðir og hefur gaman af lífinu.Spennið sætisólarnar og stillið ykkur upp á háa tíðni því hér kemur gleðisprengjan Ellý!Mentioned in this episode:Komdu í áskriftd+ypra ofan í yfiornáttúrulega áskrift
loading
Comments (2)

Johnny Joe (Johnny vegan)

mamman er að ljúga og scama. þannig eru langflestir miðlar, annars eru þeir geðveikir og trúa þessu sjálfir. Það þarf að athuga hvort barnið er öruggt hjá henni. kúbumálið, sennilega geimskot, drónar eða blys. jafnvel flugeldar. neanderdalsmenn voru jafn gáfaðir og við og með stærri heila. horus er jesus 1 minnir mig. ekki orkuver, þetta hefur verið afsannað svo gott sem. tæknin sem notuð var til að sjá þetta er óáreiðanleg og rannsoknaraðilarnir eru alls ekki trúverðugir.

May 28th
Reply

Johnny Joe (Johnny vegan)

ljósin yfir phoenix voru blys eða flairs úr herþotum en það fór fram heræfing lol. þau eru notuð til varnar gegn flugskeytum. það er ekki satt að þetta sé enn ráðgáta.i raunverulegu tómi er enginn tími, ef enginn tími er getur ekkert gerst. hinsvegar gerist spooky action milli atóma í geimnum og þar er tími. tíminn er til, þess vegna erum við til. fyrir mikla hvell var enginn tími þannig ekkert gat verið til.

May 28th
Reply