DiscoverSpursmál
Claim Ownership
Spursmál
Author: Ritstjórn Morgunblaðsins
Subscribed: 338Played: 4,334Subscribe
Share
© Ritstjórn Morgunblaðsins
Description
Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is
Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14.
Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum
á mbl.is.
Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14.
Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum
á mbl.is.
51 Episodes
Reverse
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gæti staðið með pálmann í höndunum að loknum kosningum ef þær fara eins og kannanir benda nú til. Vill hún vinstri- eða hægristjórn?
Á vettvang Spursmála mæta einnig stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann Einarsson og Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann heldur úti vefsíðunni www.metill.is þar sem gefin er út kosningaspá, byggð á nýjustu könnunum á fylgi flokkanna.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins situr fyrir svörum í leiðtogaspjalli undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála.
Flokkur Sigmundar Davíðs hefur verið í sókn að undanförnu og nú hefur hann, líkt og aðrir, kynnt oddvita í hverju kjördæmi ásamt framboðslistum.
Hvert stefni Sigmundur ef niðurstaða kosninga verður með þeim hætti sem kannanir gefa til kynna? Sér hann samstarfsflöt við aðra flokk og hvar er hann reiðubúinn að gefa eftir?
Auk Sigmundar mættu þau Erna Mist Yamagata, listakona og pistlahöfundur, sem situr í 9. sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, og Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, í settið til að fara yfir það sem er efst á baugi á hinu pólitíska sviði hérlendis og erlendis.
Líkt og undanfarna föstudaga mætti Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, til leiks og fór yfir nýjustu tölur úr skoðanakönnun Prósents í þættinum og varpaði ljósi á fylgi flokkanna sem bjóða fram á landsvísu.
Öll spjót standa á Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingar en flokkur hennar mælist enn sem fyrr stærstur í öllum skoðanakönnunum.
Kristrún mætir nú í Spursmál og svarar fyrir stefnu flokksins, sem þessar kannanir benda til að muni hljóta framgang að loknum kosningum. Ætlar Kristrún að hækka skatta og ef svo er hvaða skatta? Hverju eiga auðlindagjöld að skila og hvernig lýsir Kristrún hinu svokallaða ehf.-gati sem Samfylkingunni er tíðrætt um.
Þá mæta þau Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og Þórður Snær Júlíusson blaðamaður. Hún býður sig fram fyrir hönd Framsóknarflokksins og vermir 3. sætið í Suðvesturkjördæmi. Þórður Snær er í Samfylkingunni og situr í 3. sætinu í Reykjavík norður.
Þau fara yfir fréttir vikunnar, m.a. vendingar tengdar Jóni Gunnarssyni og njósnum sem sonur hans hefur orðið fyrir.
Sneisafullur þáttur af spennandi umræðu um stjórnmál dagsins og kosningarnar 30. nóvember næstkomandi.
Bjarni Benediktsson er gestur Stefáns í þetta skiptið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur flökkt talsvert síðustu vikur en flokknum hefur reynst erfitt að halda í þann árangur sem kom fram í könnunum í kjölfar þess að stjórninni var slitið.
Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu fer yfir nýja könnun á fylgi flokka.
Þá mæta tveir fréttamenn RÚV í settið til Stefáns Einars og ræða fréttir vikunnar, bæði innlendar og erlendar. Það eru þau Oddur Þórðarson og Urður Örlygsdóttir.
Sneisafullur þáttur af áhugaverðum fréttum og lifandi umræðu um mikilvægustu málefni landsins.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins situr fyrir svörum.
Í síðustu skoðanakönnunum Prósents hefur fylgi flokksins verið í hæstu hæðum en samkvæmt nýjustu könnun mælist hann einungis með þremur prósentustigum lægra fylgi en Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur og mælist nú í 11,2%.
Má því segja að Flokkur fólksins sé á hvínandi siglingu þrátt fyrir að stefnumál flokksins séu enn frekar óljós. Það verður því athyglisvert að fylgjast með hvort breytingar kunni að verða á fylginu þegar stefnuskrá flokksins verður gerð opinber.
Í þættinum verður þjarmað að Ingu og knúið á um svör við því hver helstu áherslumál flokksins verða í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir og hvers verður að vænta af Flokki fólksins þegar að myndun nýrrar ríkisstjórnar kemur.
Ásamt Ingu mæta tveir sterkir frambjóðendur í þáttinn til að fara yfir stöðuna í stjórnmálunum sem ríkir um þessar mundir. Það eru þeir Víðir Reynisson, lögregluvarðstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, og Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi, en hann situr nú í öðru sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Svandís Svavarsdóttir formaður VG mætir Stefáni Einari í hressilegu spjalli um pólitíkina. Í skoðanakönnun Prósents í liðinni viku mældist flokkur Svandísar, Vinstrihreyfingin grænt framboð, með sögulega lágt fylgi. Svo virðist sem brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sé að draga dilk á eftir sér og hafi áhrif á fylgi flokksins í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Svandís hyggst nú leggja allt sitt kapp á að auka fylgi flokksins um land allt ásamt sínu fólki og verður spennandi að fylgjast með hvernig til tekst.
Auk hennar mæta þeir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í settið og rýna helstu fréttir vikunnar þar sem mest hefur farið fyrir stjórnmálunum.
Þá fer Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, yfir nýjustu tölur úr könnun Prósents í þættinum sem snerta á fylgi flokkanna og þykja nýjustu tölur tíðindum sækja.
Arnar Þór Jónsson, er formaður hins nýja Lýðræðisflokks. Hann vill fá umboð til þess að umbylta peningamarkaðnum á Íslandi, taka á djúpríkinu og í viðtalinu kynnir hann leiðir til þess að draga úr verðbólgu.
Auk hans eru þær mættar í Hádegismóana, þingkonurnar Þórunn Sveinbjarnardóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Flokkur Þórunnar er á mikilli siglingu og mælist trekk í trekk með 24% fylgi eða meira. Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, flokkur Rannveigar, í kröppum dansi og í sumum könnunum virðist hann á barmi þess að falla út af þingi. Það eru mikil tíðindi fyrir elsta stjórnmálaflokka landsins.
Þær stöllur ræða stöðuna í stjórnmálunum heima og Þórunn fer meðal annars yfir nýlega uppákomu þar sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talaði niður til Dags B. Eggertssonar í tölvupóstsamskiptum við kjósanda.
Leiðtogaviðtölin halda áfram og að þessu sinni er gestur Spursmála Lenya Rún Taha Karim, sem vann frækinn sigur í prófkjöri Pírata í Reykjavík þar sem hún skaut reynslumiklum sitjandi þingmönnum aftur fyrir sig.
Í viðtalinu er rætt við Lenyu um stefnu Pírata í málum sem tengjast heilbrigðisþjónustu, skattheimtu, stöðu útlendinga og hælisleitenda og margt fleira.
Áður en að því kemur mæta þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins og Brynjar Níelsson, fyrrum alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á vettvang og ræða stöðuna í stjórnmálunum og glóðheitar tölur úr nýjustu könnun Prósents. Það er könnun sem unnin er fyrir Morgunblaðið og mbl.is.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands í komandi þingkosningum, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála.
AUk hennar mæta þingframbjóðendurnir Snorri Másson, sem sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem að öllu óbreyttu mun skipa annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Vegna komandi þingkosninga þann 30. nóvember verða tveir þættir af Spursmálum í hverri viku fram að kosningum, á þriðjudögum og föstudögum.
Meðal annars verður rætt við formenn flokkanna og hina ýmsu oddvita.
Jón Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, mætir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, í pólitísku einvígi í nýjasta þætti Spursmála. Er þetta í fyrsta sinn sem þau Jón og Þórdís mætast eftir að hún tilkynnti um framboð sitt en bæði ætla þau sér annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum.
Til að ræða helstu fréttir vikunnar og nýjustu vendingar á vettvangi stjórnmálanna mæta þau Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna, og Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, í settið.
Þá fer Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, yfir nýjustu tölur í skoðanakönnun Prósents sem benda til mikillar fylgisbreytingar eftir að upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu flosnaði síðustu helgi.
Gestir þáttarins að þessu sinni eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Hvaða áherslumál hyggst Jón Gnarr setja á oddinn í stjórnmálastarfi innan Viðreisnar? Er stefnuskrá flokksins leiðarvísirinn eða hyggst hann fara sínar eigin leiðir. Þetta kemur í ljós í viðtali á vettvangi Spursmála.
Nýverið lýsti Jón því yfir að hann hygðist hasla sér völl í landsmálunum á vettvangi Viðreisnar.
Hann mun taka þátt í prófkjöri og sækjast eftir leiðtogasæti flokksins í Reykjavík. Þar sitja nú á fleti fyrir þær Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir. Sú fyrrnefnda í Reykjavík suður og hin í norður.
Líkt og undanfarnar vikur hafa mörg stórtíðindi rekið önnur á fréttavettvangi. Til þess að ræða þau mál mæta þau Áslaug Hulda Jónsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og fyrrum bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju sem nú hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs, sem siglir milli lands og æskustöðva prestsins, Vestmannaeyja.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála. Auk hans mæta þau Kristín Gunnarsdóttir einn þáttastjórnandi hlaðvarpsins Komið gott og Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans til að rýna helstu fréttir líðandi viku.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins situr fyrir svörum. Fylgi Miðflokksins hefur sjaldan eða aldrei mælst hærra en nýlegar skoðanakannanir gefa sterklega til kynna að fylgi flokksins fari nú með himinskautum en enn er óvíst hvenær til kosninga kemur. Að svo stöddu virðist svo vera að úthald ríkisstjórnarinnar sé sleitulaust þrátt fyrir að gustað hafi um ríkisstjórnarsamstarfið á kjörtímabilinu.
Foringjar stjórnmálaflokkanna hafa nú tekið sér stöðu á vettvangi stjórnmálanna. Enda ekki seinna vænna því innan árs munu landsmenn ganga að kjörborðinu á nýjan leik og velja sér nýja forystu sem kann að hugnast landanum betur.
Lagðar verða ýmsar spurningar fyrir Sigmund Davíð um stjórnarsamstarfið og hvers sé að vænta í pólitíkinni á komandi misserum.
Fjörleg yfirferð á fréttum vikunnar
Margt hefur dregið til tíðinda í vikunni. Verður það í höndum þeirra Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Jón Gunnarssonar, þingismanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, að fara yfir helstu fréttir í líðandi viku. Búast má við að mikið fjör færist í leikana þegar þessi tvö mæta í settið og rýna helstu fréttir með sínum eigin skoðanagleraugum.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála. Lagabreytingatillögur Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra hafa að undanförnu hlotið mikla gagnrýni af hálfu forsvarsmanna SFS og verður Heiðrún Lind meðal annars krafin svara um rétt og sanngjörn afgjöld fyrir sjávarauðlindina við strendur Íslands.
Þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, mæta einnig í settið og rýna í það sem helst bar á góma í fréttum líðandi viku; setningu þingsins, stefnuræðu forsætisráðherra, mótmæli launafólks á Austurvelli og margt fleira.
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og Tryggvi Hjaltason, formaður hugverkaráðs og höfundur nýlegrar skýrslu um stöðu drengja í íslensku menntakerfi, sitja fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála.
Í kjölfar hnífaárásarinnar í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt þar sem ung stúlka týndi lífi sínu og fleiri ungmenni særðust hafa margar spurningar vaknað um hvers konar samfélagsbreytingar eru að eiga sér stað hér á landi.
Í þætti dagsins ræða þeir Grímur og Tryggvi tæpitungulaust um afleiðingar stóraukins vopnaburðar, óöryggi og vanlíðan barna og með hvaða hætti hægt sé að sporna við þessari válegu þróun. Enda um risavaxið mál að ræða sem snertir allt samfélagið í heild.
Píratinn Björn Leví Gunnarsson fer yfir helstu tíðindi í líðandi viku ásamt Teiti Birni Einarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og á nógu er að taka.
Stormasamur kosningavetur virðist vera í vændum. Sjálfstæðisflokkurinn á nú undir högg að sækja eftir að í ljós kom að fylgi flokksins mælist í sögulegu lágmarki.
Enn er margt á huldu um það hvernig fjármagna skuli borgarlínuna. Til að varpa ljósi á málið mæta Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri og Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna í Spursmál.
Líkt og fram hefur komið stefna stjórnvöld á að verja 311 milljörðum króna í samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu fram til ársins 2040. Enn er þess beðið að ljósi verði varpað á hvernig verkefnið verður fjármagnað en ljóst er að nýjar álögur verða að veruleika, gangi fyrirætlanir yfirvalda eftir.
Ný Maskínukönnun sýnir að fylgi Sjálfstæðisflokksins er í frjálsu falli og hefur aldrei í 95 ára sögu hans mælst viðlíka lágt. Á sama tíma fara Miðflokkurinn og Samfylkingin með himinskautum og margt bendir til þess að Sósíalistar muni ná mönnum inn á þing meðan VG sitji eftir með sárt ennið.
Til þess að ræða þessa stöðu, ásamt þróun stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum, mæta þau Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst og Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, á vettvang og ræða fréttir vikunnar.
Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra mætir í Spursmál til að fara yfir stöðuna í íslensku menntakerfi.
Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að íslensk grunnskólabörn standa flestum öðrum börnum á OECD svæðinu langt að baki þegar kemur að lesskilningi, stærðfræðikunnáttu og þekkingu á náttúruvísindum. Staðan hefur versnað hratt allt frá árinu 2009 þegar samræmd próf voru lögð af.
Ásmundur Einar hefur boðað miklar breytingar á menntakerfinu sem hann segir ætlaðar til þess að bæta ástandið. Margir hafa tjáð sig um þessi mál að undanförnu og hart hefur verið tekist á. Í ítarlegu viðtali svarar ráðherrann fyrir ákvarðanir sínar og einnig það hvað valdið hefur því að ekkert Evrópuríki, að Grikklandi undanskildu, kemur verr út í PISA-könnunum en Ísland.
Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi í vikunni og þau Hólmfríður María Ragnhildardóttir blaðamaður á Morgunblaðinu og Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri og fyrrum oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Árborg koma í settið til að ræða um menntamálin, eldgos og sitthvað fleira.
Í þættinum situr Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur fyrir svörum. Kastljósinu er beint að íbúðauppbyggingu í borginni, vandaræðagangi með leikskólahúsnæði og biðlista eftir plássum sem honum hlýst. Þá er Einar einnig spurður út í nýjar upplýsingar um himinháar orlofsgreiðslur sem fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, fékk í vasa sinn vegna ónýttra orlofsdaga áratug aftur í tímann.
Að auki mæta þau Sigríður Á. Andersen, fyrrum dómsmálaráðherra og Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi, til leiks og ræða fréttir vikunnar og það helsta sem borið hefur til tíðinda á liðnu sumri. Spjallið er líflegt enda eru þau Sigríður og Stefán á sitthvorum enda hins pólitíska litrófs.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins, mætir í þáttinn ásamt Arnari Sigurðssyni eiganda Sante þar sem þau takast á um núgildandi áfengislög. Málaflokkurinn hefur verið í kastljósi eftir að ÁTVR höfðaði mál gegn smásölu áfengis á netinu sem síðar var vísað frá.
Til að fara yfir það sem helst dró til tíðinda í vikunni sem senn er á enda mæta þau Jón Axel Ólafsson, útvarps- og athafnamaður, og Fanney Birna Jónsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 1, í settið þar sem fyrstu forsetakappræður Donalds Trump og Joes Biden ber á góma.
Comments
Top Podcasts
The Best New Comedy Podcast Right Now – June 2024The Best News Podcast Right Now – June 2024The Best New Business Podcast Right Now – June 2024The Best New Sports Podcast Right Now – June 2024The Best New True Crime Podcast Right Now – June 2024The Best New Joe Rogan Experience Podcast Right Now – June 20The Best New Dan Bongino Show Podcast Right Now – June 20The Best New Mark Levin Podcast – June 2024
United States