DiscoverSpursmál#84. - Kjarnorkuástand á þinginu
#84. - Kjarnorkuástand á þinginu

#84. - Kjarnorkuástand á þinginu

Update: 2025-07-11
Share

Description

For­seti Alþing­is hef­ur beitt kjarn­orku­ákvæði þing­skap­ar­laga gegn minni­hlut­an­um á þingi. Starf­semi þess er í upp­námi í kjöl­farið. Aukaþátt­ur af Spurs­mál­um fer í að greina hina al­var­legu stöðu.

Átök milli meiri­hluta og minni­hluta á þingi tóku nýja og óvænta stefnu í kjöl­far þess að Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og einn af vara­for­set­um Alþing­is, frestaði þing­fundi á tólfta tím­an­um síðastliðið miðviku­dags­kvöld.

Í kjöl­farið flutti Kristrún Frosta­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, for­dæma­laust ávarp þar sem hún lýsti því yfir að meiri­hluti þing­heims hefði tek­ist á hend­ur það hlut­verk að verja ís­lenska lýðveldið gegn minni­hlut­an­um.

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir mæt­ir í Spurs­mál og ræðir aðdrag­and­ann að þess­ari at­b­urðarás og eft­ir­leik henn­ar.

Reynslu­bolt­ar kallaðir á vett­vang

Að loknu sam­tali við Hildi mæta þeir Guðmund­ur Árni Stef­áns­son, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi ráðherra og Ein­ar K. Guðfinns­son fyrr­ver­andi ráðherra og for­seti Alþing­is.

Þeir hafa marga fjör­una sopið í hinni ís­lensku póli­tík og þekkja sög­una langt aft­ur.

Fróðlegt verður að heyra þeirra álit á þeim at­b­urðum sem nú hafa orðið og virðast ætla að móta alla stjórn­má­laum­ræðu í land­inu á kom­andi miss­er­um.

Kristrúnu Frosta­dótt­ur var boðið í þátt­inn og gerð til­raun til þess að hafa sam­band við hana sjálfa og aðstoðarmann henn­ar. Það bar eng­an ár­ang­ur.

Comments 
In Channel
loading
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

#84. - Kjarnorkuástand á þinginu

#84. - Kjarnorkuástand á þinginu

Ritstjórn Morgunblaðsins