# 86. - Snorri í gapastokknum og skólakerfi og laxeldi í lamasessi?
Description
Sífellt færri ungmenni geta lesið sér til gagns og veiðiréttarhafar eru farnir að stífla laxveiðiár af ótta við slysasleppingar laxeldisins. Hvar er í gangi í íslensku samfélagi? Þetta og fleira verður til umræðu í nýjasta þætti Spursmála.
Þegar horft er yfir umræðuna um íslenska menntakerfið mætti halda að allt hafi farið úrskeiðis á síðustu árum. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins er ekki sammála því en hann viðurkennir þó að margt hefði mátt betur fara.
Hann mætir á vettvang Spursmála og ræðir nýja menntastefnu og aðalnámskrá segir einn af prófessorum Háskóla Íslands segir að sé uppfull af lygum.
Þá mætir Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Fish á Ísafirði í þáttinn og svarar fyrir slysasleppingar fyrirtækisins í Dýrafirði sem urðu til þess að veiðiréttarhafar í Haukadalsá brugðu á það ráð að stífla ána í því skyni að koma í veg fyrir óæskilega fiskgengd þar upp.
Telur Jakob að fiskeldið, sem hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum, bæði á Vestfjörðum og fyrir austan, eigi sér framtíð á Íslandi?
Áður en Magnús Þór og í kjölfarið Daníel mæta á vettvang ætla þau Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu og Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og nú borgarfulltrúi Framsóknarflokksins að ræða fréttir vikunnar. Þar er víst að margt forvitnilega muni bera á góma.