DiscoverSpursmál#72. - Trump og Kristrún setja allt í uppnám
#72. - Trump og Kristrún setja allt í uppnám

#72. - Trump og Kristrún setja allt í uppnám

Update: 2025-04-041
Share

Description

Þjóðir heims hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun Trumps að leggja vernd­artolla á þjóðir heims. Sveit­ar­fé­lög­in er í sama gír gagn­vart aðgerðum rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur.

Þetta er meðal þess sem rætt er á vett­vangi Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn. Í frétt­um vik­unn­ar er sann­ar­lega vikið að ákvörðun for­set­ans í Washingt­on og til sam­tals um það mæta fyrr­um ráðherr­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins, þau Will­um Þór Þórs­son og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir.

Þau ræða einnig gosið á Sund­hnúkagígaröðinni sem varði stutta stund og gerði minni óskunda en í fyrstu virt­ist stefna.

Þegar yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar slepp­ir mæta þeir beint frá Ísaf­irði og Fjarðabyggð þeir Gylfi Ólafs­son, formaður bæj­ar­ráðs Ísa­fjarðar og Ragn­ar Sig­urðsson, formaður bæj­ar­ráðs Fjarðabyggðar.

Sveit­ar­stjórn­ar­menn í fjöl­mörg­um sveit­ar­fé­lög­um hring­inn í kring­um landið hafa brugðist ókvæða við þeim fyr­ir­ætl­un­um rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur að tvö­falda veiðigjöld á út­gerðir lands­ins. Ljóst er að sú gríðarlega skatt­lagn­ing mun hafa áhrif á miklu fleiri en fá­menn­an hóp út­gerðarmanna.

Að loknu því spjalli sest Flóki Ásgeirs­son, lögmaður Blaðamanna­fé­lags Íslands niður með Stefáni Ein­ari og ræðir þann mögu­leika sem nú er uppi um að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins setji á lagg­irn­ar rann­sókn­ar­nefnd til þess að fara ofan í saum­ana á aðkomu Rík­is­út­varps­ins að hinu svo­kallaða byrlun­ar­máli.Flóki kem­ur fyr­ir hönd fé­lags­ins í viðtalið þar sem formaður þess, Sig­ríður Dögg Auðuns­dótt­ir, treyst­ir sér ekki á vett­vang til þess að ræða fyrri yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um málið.

Comments 
In Channel
loading
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

#72. - Trump og Kristrún setja allt í uppnám

#72. - Trump og Kristrún setja allt í uppnám

Ritstjórn Morgunblaðsins