# 87. - Yfirvofandi stríðsátök, aftaka í Utah, Skatturinn sér um sína og Vinnslustöð í vanda
Description
Heimur á heljarþröm myndu einhverjir segja þegar stjórnmálamenn eru teknir af lífi í beinni útsendingu og Rússar herða tökin gagnvart Evrópu allri. Móta þarf nýja varnarmála stefnu fyrir Ísland.
Þetta er meðal þess sem rætt er á vettvangi Spursmála í dag þar sem tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar, þær Lilja D. Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mæta og ræða nýlegan yfirgang Rússa gagnvart Pólverjum, morðið á Charlie Kirk og tillögur þingmannahóps að mótun nýrrar varnarmálastefnu fyrir Ísland.
Þá mæta þeir Skafti Harðarson og Róbert Bragason frá Samtökum skattgreiðenda og kynna nýtt mælaborð sem samtökin hafa komið á laggirnar. Það varpar ljósi á útgjöld ríkissjóðs tvo áratugi aftur í tímann. Þar kennir sannarlega ýmissa grasa og segja þeir félagar að mikil og augljós tækifæri séu til þess að bæta ríkisreksturinn.
Að því viðtali loknu sest Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni niður með Stefáni Einari og fer yfir þá stöðu sem nú er komin upp í Vestmannaeyjum í kjölfar þess að fyrirtæki hans sagði upp 50 starfsmönnum í fiskvinnslu. Segir Binni að það sé afleiðing af hækkun veiðigjalda á útgerðarfyrirtæki landsins en Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra hafa sagt ástæðurnar allt aðrar.