70. Eva Rós - Bergið Headspace
Description
Eva Rós Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins Headspace kom til okkar til að segja okkur frá starfinu, hugmyndafræðinni, framtíðarsýn og til að ræða um líðan ungmenna.
Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.
Hægt er að fá viðtal við fagaðila sem kortleggur vanda, veitir stuðning, fræðslu og ráðgjöf til ungs fólks á þeirra forsendum.
Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt. Þjónustan er þér að kostnaðarlausu.
Með því að styrkja Bergið ertu að ganga til liðs við hóp fólks, sem er með það að markmiði að stuðla að bættri líðan ungs fólks. Við erum ótrúlega þakklát þeim fjölmörgu einstaklingum, fjölskyldum og samtökum sem styðja við starfsemina.
Við mælum með að kíkja á bergid.is og styðja við Bergið annaðhvort með stakri greiðslu, mánaðarlegum greiðslum eða með kaupum í vefverslun þeirra.
Með samstöðu getum við haft áhrif og aðstoðað ungt fólk í vanda. Við getum stuðlað að samfélagi þar sem geðheilbrigðismál eru samþykkt sem hluti af lífinu. Vakni spurningar, þá má alltaf senda póst á bergid@bergid.is
Þessi þáttur er í boði:
-Góðvildar - Styrktarfélagið Góðvild hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Hægt er að styrkja Góðvild og með því er verið að styðja við fjöldann allan af verkefnum sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna.
godvild.is - Kt. 660117-2020 Reikn. 0301-26-660117
Mobility Aid:
Mobility er með bæði verslun sem er staðsett í Urriðaholtsstræti 24 - og er Opin alla virka daga frá 11:00-16:00 og hjálpartækjaleigu sem býður uppá ýmis hjálpartæki til leigu bæði til lengri og skemmri tíma. Lágmarksleiga er yfirleitt 3 dagar.Þau bjóða uppá útkeyrslu á Höfuðborgarsvæðinu á opnunartíma verslunar gegn 5.000kr sendingargjaldi. Einnig er send út á land á kostnað leigutaka. Þau eru með mikið af lausnum í boði, og hægt er að senda þeim fyrirspurn á info@mobility.is eða hringja í síma 578-3600.
Til að skoða úrvalið í verslun kíktu inn á mobility.is
Mobility Ehf og Sjúkratryggingar Ísland (SÍ) hafa gert samninga sín á milli um kaup á hjálpartækjum og heilbrigðisvörum í ákveðnum flokkum fyrir þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi samkvæmt lögum um sjúkratryggingar.
-Sjónarhóls - Ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll er fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Þjónustan er ókeypis og ekki er þörf á tilvísun. Það eru allir velkomnir.
Eitt helsta markmið Sjónarhóls er að stuðla að því að forráðamenn barna með stuðningsþarfir geti nýtt sér almenna lögbundna þjónustu og komist í samband við önnur úrræði sem gætu gagnast þeim.
sjonarholl.is




