#99. - Þungir dómar felldir og Kerecis sendir milljarð til Úkraínu
Update: 2025-11-22
Description
Mikils titrings gætir meðal menningarelítunnar vegna leikhúsdóma Símons Birgissonar sem hann hefur birt að undanförnu á Vísi. Þar lætur hann leikskáld, leikstjóra og leikara gjarnan hafa það óþvegið og hafa sumar leiksýningar endað með svo lítið sem eina stjörnu.
Hann ræðir menningargagnrýni og gildi hennar ásamt Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Spursmálum dagsins. Kolbrún hefur lengi verið virkur þátttakandi í bókmenntagagnrýni hér á landi, ekki síst á vettvangi Kiljunnar í Ríkissjónvarpinu.
Í síðari hluta þáttarins ræðir Stefán Einar við Guðmund Fertram Sigurjónsson, stofnanda Kerecis en fyrirtæki hans hefur á undanförnum árum veitt stuðningi inn í stríðshrjáða Úkraínu og nemur hann í dag yfir milljarði króna.
Comments
In Channel





