DÆGRASTYTTING: áhrif áhugamála
Update: 2020-04-03
1
Description
Aristóteles sagði að tómstundir væru undirstaða allra athafna. Tómstundir, í sjálfum sér, veittu okkur ánægju, hamingju og lífsfyllingu. Þær héldu huganum í æfingu og hefðu áhrif á félagslegan og siðferðislegan þroska okkar. Þá sagði hann að markmið menntunar væri að gera okkur í stakk búin til að nýta frítíma okkar göfuglega. Tómstundir væru tækifæri til að njóta þess sem fær okkur til að dafna. Ef vinna snýst um að tryggja okkur lífsins nauðsynjar, snúast frístundir um að rækta það góða sem lífið hefur upp á að bjóða.
Í Glans þætti dagsins ætlum við að rannsaka þessa kenningu Aristótelesar nánar og hvort hún eigi enn við. Hvernig eigum við að nýta frítíma okkar? Er mikilvægt að eiga sér áhugamál? Hvaða áhrif hefur það á okkur - líkama og sál - að stunda og rækta áhugamál? Með öðrum orðum - hver er ávinningurinn? Hvernig áhugamál eru „best“ - innan gæsalappa? Geta áhugamál verið flótti frá raunveruleikanum? Höfum við yfirleitt tíma fyrir áhugamál í hinu daglega amstri?
Í Glans þætti dagsins ætlum við að rannsaka þessa kenningu Aristótelesar nánar og hvort hún eigi enn við. Hvernig eigum við að nýta frítíma okkar? Er mikilvægt að eiga sér áhugamál? Hvaða áhrif hefur það á okkur - líkama og sál - að stunda og rækta áhugamál? Með öðrum orðum - hver er ávinningurinn? Hvernig áhugamál eru „best“ - innan gæsalappa? Geta áhugamál verið flótti frá raunveruleikanum? Höfum við yfirleitt tíma fyrir áhugamál í hinu daglega amstri?
Comments
In Channel



