HLUSTUN: tónlist I
Update: 2020-03-06
Description
„Tónlistin lýsir ekki atburðum og orðnum hlutum. Hún er „skáldskapur loftsins“, líf án efnis, ævarandi. Hún byggist á fjarstæðum - ekki veruleika.“ Svona lýsir Árni Kristjánsson píanóleikari tónlist í bók sinni Hvað ertu tónlist?
Jú - umfjöllun okkar í Glans um heyrn og hlustun verður víst seint fyllilega afgreidd nema með því að snerta á þessu víðfema umfjöllunarefni; tónlist. Þar sem af nægu er að taka verður þessi þáttur í tveimur hlutum og í dag skoðum við áhrif tónlistar.
Hefur tónlist áhrif á okkur? Ef svo er þá hvernig? Er hægt að „stjórna“ okkur með tónlist? Til dæmis kalla fram ákveðin tilfinningaviðbrögð með ákveðnum hljómum? Af hverju erum við þá með ólíkan tónlistarsmekk? Höfum við þörf fyrir tónlist - er hún okkur eðlislæg?
Jú - umfjöllun okkar í Glans um heyrn og hlustun verður víst seint fyllilega afgreidd nema með því að snerta á þessu víðfema umfjöllunarefni; tónlist. Þar sem af nægu er að taka verður þessi þáttur í tveimur hlutum og í dag skoðum við áhrif tónlistar.
Hefur tónlist áhrif á okkur? Ef svo er þá hvernig? Er hægt að „stjórna“ okkur með tónlist? Til dæmis kalla fram ákveðin tilfinningaviðbrögð með ákveðnum hljómum? Af hverju erum við þá með ólíkan tónlistarsmekk? Höfum við þörf fyrir tónlist - er hún okkur eðlislæg?
Comments
In Channel



