Kamala Harris og kosningarnar um réttindi kvenna
Description
Myndugleikinn heldur áfram að lína upp brat-listanum með næsta stórkostlega viðmælanda - Dr. Maríu Rún Bjarnadóttur. Við erum í skýjunum með að fá þessa NEGLU í þáttinn til að kafa ofan í kosningarnar í Bandaríkjunum, þar sem Kamala Harris og mannréttindi kvenna eru eitt helsta kosningamálið. Kosningarnar eiga sér stað eftir aðeins 7 daga.
María Rún er með doktorsgráðu í lögfræði frá University of Sussex og starfar sem nýsköpunar- og stefnumótunarstjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. Þar vinnur hún m.a. að þróunarverkefni um innleiðingu gervigreindar í starfsemi embættisins og meðferð stafrænna brota. Ekki nóg með það - hún er formaður Grevio-nefndar Evrópuráðsins og heldur utan um aðdáendaklúbb Ruth Bader Ginsburg á Íslandi.
Í þessum þætti köfum við djúpt ofan í stöðu kosninganna í Bandaríkjunum, ræðum áhrif the biggest brat of all; Kamölu Harris og hvað er í húfi fyrir réttindi kvenna um allan heim. Hvernig munu þessar kosningar móta næstu kynslóð?