Kristinn Jónasson - Skattamál íþróttafélaga og körfubolti
Description
Kristinn Jónasson er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law. Kristinn er einnig formaður körfuboltans í Haukum, en sjálfur lék hann með Haukum lengi. Þá er hann einnig einn af stofnendum körfuboltaliðs Hauka Special Olympics liðsins.
Undanfarið hefur verið rætt um skattalegt regluverk í tengslu m við íþróttafélög, sem er mikið áhyggjuefni innan íþróttahreyfingarinnar. Kristinn skrifaði grein "Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld" og hélt fyrirlestur um viðfangsefnið. Þetta snertir íþróttalífið í landinu svo hann kom og ræddi skattamálin í Klefanum. Launþegar vs. verktakar, hvernig er gervigreindin að koma inn í þetta, áhrifin sem þetta getur haft á starf sjálfboðaliða, launa umhverfi hópíþrótta, gervi verktakagreiðslur, auglsýingaskiltin og margt fleira!
Samstarfsaðilar Klefans eru: Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.