Sprengisandur 7. september 2025 - Viðtöl þáttarins
Update: 2025-09-07
Description
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þætti:
Saga/Akureyri
Óskar Þór Halldórsson, rithöfundur og blaðamaður,
Óskar fjallar um nýja bók sína um Akureyrarveikina, dularfullan veirusjúkdóm sem herjaði á Akureyringa fyrir 1950, lagði fjölmarga í rúmið og olli þeim sömu ævilöngum óþægindum. Aldrei hefur fundist skýringa á þessum sjúkdómi og hann veldur mönnum heilabrotum enn í dag.
Atvinnumál
Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.
Halla og Jóhannes ræða hugmyndir ríkisstjórnar um nýja atvinnustefnu, áherslur og framtíðarsýn. Hvert ber að halda, hvernig skapa Íslendingar arðbær störf um leið og réttindi fólks og kjör eru varin?
Stjórnmál/alþjóðamál
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Þorgerður bregst við áskorun fjöldafunda um landið þar sem þess er krafist að ríkisstjórn grípi til raunhæfra aðgerða vegna stríðsins á Gaza, hvað getur ríkisstjórn Íslands gert og hver eru áform hennar?
Stjórnmál/stjórnmálaumræða
Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður og Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur. Bryndís og Guðmundur ræða málfrelsi og skoðanaskipti undanfarinna daga, m.a. um akademískt frelsi og tilverurétt transfólks. Er málfrelsi ógnað á Íslandi, ríkir þöggun um tiltekin mál og hvernig birtist hún?
Comments
In Channel