Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

04.02.2018 Fram og til baka

Fram og til baka 4 febrúar 2018 Umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - Ordinay World - Duran Duran Fimman - Oddný Sturludóttir menntunarfræðingur og píanókennari Fimman hennar Oddnýjar var tónlist. Hún talaði um tónlistarmenn og hljómsveitir, já og bætti einum tónlistarkennara inn í mixið. Svona var listinn: Björk og Biophilia Jeff Buckley Svana Víkingsdóttir, frábær tónlistarkennari Sinfóníuhljómsveit Íslands Hljómsveitin Ensími Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn Sunnudagurinn 4. febrúar er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Af því tilefni býður Krabbameinsfélag Íslands almenningi í heimsókn í Skógarhlíð 8 kl. 13:00-15:00. Félagið skorar einnig á stjórnvöld að beita sér fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum og hvetur almenning til að skrifa undir áskorunina. Halla Þorvaldsdóttir, frkvstjóri Krabbameinsfélagsins kom í kaffispjall og sagði af baráttunni við krabbamein á Íslandi og dagskrá dagsins. Fréttagetraun - verðlaunin fóru til Guðlaugar Árnmarsdóttur Tímaflakk Fram og til baka 1963 73, 83, 93 Í tímaflakkinu var þessi vika, 4.-11. febrúar heimsótt á árunum 1963, 1973, 1983 og 1993. Unglingar voru í forgrunni og Æskulýðsráð Reykjavíkur hafði af þeim miklar áhyggjur árið 1963. Við heyrðum bréf úr Vikunni og kveðju úr Lögum unga fólksins. Mezzoforte voru að slá í gegn í Bretlandi og svo var það konan sem bjargaði lífi mannsins síns með því að nota drullusokkinn á ögurstundu.

02-04
03:17:00

Fram og til baka 11.02.2018

Umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - Lhooq, Losing Hand (Jóhann Jóhannsson féll frá á föstudaginn) Fimman - Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaður og tónlistarmaður. Lögin sem hann vildi óska sér að hann hefði samið Here, there and everywhere - The Beatles (verður að vera upprunaleg útgáfa af plötunni Revolver), Walk on the Wild Side - Lou Reed (Transformer) Sad eyed Lady of the Lowlands - Bob Dylan (bara hluti , lagið er mjög langt) A Wolf at the door - Radiohead (Hail to the Thief) Where are we now? - David Bowie (The Next Day) Söngvakeppnin í gærkvöldi - símtal í Reyni Þór Eggertsson í Helsinki. Við ræddum lögin sem fóru áfram og möguleika þeirra Fréttagetraun - sigurvegari Þorlákur Sigurbjörnsson Langhúsum Skagafirði Tímaflakkið 1969, 79, 89, 99 Vikan 11 - 18 febrúar var merkileg og skemmtileg árin 1969, 79, 89 og 99. Það var sjómannaverkfall, búnaðarþing, Akureyringar eignuðust Íslandsmeistara í diskódansi, Dizzy Gillespie sótti okkur heim og það var mikið rifist um bjórinn. Hlustið og þér munið muna!

02-11
01:54:00

Fram og til baka 18.02.2018

Fram og til baka 18.02.2018 Umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - Olivia Newton John - Physical Fimman - Helga Möller söngstjarna. Fimman hennar eru söngkonur sem hafa haft djúp áhrif á hana í gegnum tíðina. Uppáhalds söngkonur Helgu eru: Janis Ian Carol King Joni Mitchelle Barbara Streisand Adele Reynir Þór Eggertsson var í símanum og ræddi lögin sem komust áfram í Söngvakeppninni í gærkvöldi. Reynir Þór lét gamminn geysa og hafði miklar skoðanir. Til dæmis fannst honum lögin þrjú sem komust áfram mun lakari en þau þrjú sem eftir sátu. Fréttagetraunin var á sínum stað og Enok Sigurgeir Klemenson tók verðlaunin Í tilefni konudagsins gáfum við blómvendi frá Íslenskum blómabændum og gjafabréf frá Grænum markaði, Kormáki og Skildi, Lín Design og Marshal Restaurant. Tímaflakk dagsins var til þessarar viku árin 1962, 72, 82 og 92. Við heyrðum lagið Duke of Earl sem seinna varð Djús í glas og Midnight in Moscow sem síðar varð Nótt í Moskvu. Einnig heyrðum við ýmsar útgáfur af laginu The Lion Sleeps Tonight. Jónatan Garðarsson sagði okkur frá Svanfríði og stjörnuspá Jeane Dixon hjálpaði okkur inn í daginn.

02-18
03:17:00

Fram og til baka 25.02.2018

Fram og til baka 25.02.2018 Umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - Missing, Everything but the girl frá 1996 Fimman - Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur. Fimman hennar voru ferðalög í gegnum tíðina 1 Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland í barnæsku 2 Túnis í stúdentsferð með MH. 3 Bílferðir um Bandaríkin. Silja Bára keyrði yfir landið á flutningabíl. 4 Brúðkaup í Rússlandi, nánar tiltekið St. Pétursborg 5 Kína, Víetnam og Malasía með systkinum hennar Viðtal - Eddan 2018. Þórarinn B Þórarinsson blaðamaður spáði í spilin fyrir Edduhátíð kvöldsins Fréttagetraun - enginn sigurvegari því enginn náði að klára þrjár spurningar. Tímaflakk 1966, 1976, 1986, 1996 Tímaflakk dagsins kom niður í þessari síðustu viku febrúar árin 1966, 1976, 1986 og 1996. Ella Fitzgerald kom við á Íslandi en aðsókn á tónleika var dræm og kenndu menn háu miðaverði um. Ella kvartaði líka yfir kuldalegum móttökum áhorfenda. Þá vöruðu balletdansarar við hinum stórhættulega jazzballett og hvöttu foreldra að halda börnum sínum frá svo hættulegri iðju. Elizabeth Taylor skildi enn á ný við Richard Burton, Palme var myrtur og Íslandsmótið í þolfimi fór fram í Höllinni. Allt þetta og miklu meira í Fram og til baka dagsins.

02-25
03:17:00

Fram og til baka 4. mars 2018

Fram og til baka 4.3.2018 Lag dagsins - Peter Gabriel, Games without frontiers frá 1980 Fimman - Óskar Jónasson kvikmyndaleikstjóri Óskar valdi sér fimm kvikmyndagerðarmenn sem hafa haft djúp áhrif á hann. Þeir voru: Charlie Chaplin. Martin Scorcese. Mike Leigh. Woody Allen. Ruben Östlund. Fréttagetraun Tímaflakkið - 1960, 70, 80 og 90 Í tímaflakki dagsins voru árin 1960, 70, 80 og 90 heimsótt og komið niður í vikunni sem hófst 4. mars. Þar mátti t.d heyra um radíoáhugamann í Danmörku sem bjargaði nauðstöddum í Marokkó löngu fyrir tíma samfélagsmiðla og internets og einnig um þær ungfrúr McLennon og Bell sem settu upp mikið partýhús í ríkramannahverfi í Grimsby árið 1970 og fengu sekt fyrir. Þá kemur Úllen dúllen doff við sögu, Hemmi Gunn og íslenska landsliðið í handbolta. Svo heyrum við sjónvarpsgagnrýni sem var óneitanlega mjög óvægin.

03-04
03:17:00

11.03.2018

03-11
03:05:57

Fram og til baka 18.03.2018

Fram og til baka 18.03.2018 Handrit - umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - Leo Sayer When I need you frá því í mars 1977 Fimman - Gunnleifur Gunnleifsson markmaður. Fimman hans voru markmenn sem hafa haft áhrif á hann. Við ræddum líka lauslega um Eurovision en Gulli er mikill sérfræðingur á því sviði og hefur fylgt keppninni frá barnsaldri. En fimman leit svona út: Rinat Dasayev Guðmundur Baldursson Buffon Hannes Halldórsson Ederson Símtal - Leifur Helgason sagði frá Bóka og bíóhátíð í Hafnarfirði en hann stendur fyrir göngu um söguslóðir Guðrúnar Helgadóttur í Hafnarfirði Fréttagetraun. Sigurvegari var Oddur Helgi í Reykjavík og aukaverðlaun fóru til Sveins Guðfinnssonar á Akureyri Tímaflakkið 1967, 77, 87 og 97 50 ára afmæli Framsóknarflokksins og Tímans auk 100 ára afmælis Borgarness kom þarna við sögu og einnig kvikmyndin Morðsaga frá 1977 en þar endaði allt með miklum ósköpum. Við heyrðum af Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1987 en Jón Bergsson í Suður Landeyjum tróð sér inn í þáttinn. Svo heyrðum við af smokkaherferðinni miklu og fæðingarvottorði Paul McCartney sem seldist á uppboði í Japan.

03-18
03:17:00

Fram og til baka 25. mars 2018

Umsjón - Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - 9 to Five Dolly Parton frá 1981 Fimman - Steinunn Jónsdóttir rappari og söngkona í Amabadama Bryndís Hilmarsdottir Margrét Pálmadóttir Hafdís í Kramhúsinu Reykjavíkurdætur Ellý Vilhjálms Símtal um farfugla. Sölvi Rúnar Vignisson líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja Fréttagetraun. Sigurvegari Bjarki Sigursveinsson. Verðlaun páskaegg frá Nóa Síríus Tímaflakk - 1961,71,81 og 91 Í tímaflakki dagsins var víða komið við eins og venjulega enda algjörlega ástæðulaust að láta steina liggja og velta þeim ekki við! Meðal þeirra sem koma við sögu eru Pétur Hoffmann og Janis Joplin, Stefán Jónsson og Sheena Easton, Mini Pops og Kysstu mig Kata, Terry Wogan, Bucks Fizz og Steinn Lárusson. Já og Skreppur Seiðkarl! Fram og til baka er skemmtilegasti og óvísindalegasti aldaspegill sem hægt er að finna.

03-25
03:17:00

Fram og til baka, 1. apríl 2018 - Páskadagur

Margrét Blöndal og Felix Bergsson verða með hlustendum í sérstakri hátíðarútgáfu af Fram og til baka á Páskadagsmorgun á Rás 2. Fortíðarþráin verður eins og áður á sínum stað þegar Bergsson og Blöndal eru annarsvegar og þau skötuhjú lofa að fara á tímaflakk til fyrri Páska. Að auki ber Páskasunnudag upp á uppáhaldsdegi allra prakkara, 1. apríl og mun þátturinn að sjálfsögðu bera svipmót af því. Þannig verða klassísk aprílgöbb skoðuð auk þess sem leitast verður við að plata hlustendur! Fram og til baka - hátíðarútgáfan. Með Bergsson og Blöndal bara á Rás 2

04-01
03:17:00

Fram og til baka 8. apríl 2018

9.00 - 12.20 Lag dagsins - Elton John, Benny and the jets Fimman - Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður. Átti afmæli 6. apríl Fimman hennar eru kvikmyndir: Tootsie Kramer vs Kramer Deer Hunter Lilya Forever Woody Allen - Annie Hall Símtal - Reynir Þór Eggertsson í Finnlandi Við ræddum aðeins um þennan fyrri undanúrslitariðil í Eurovision sem margir telja firnasterkan Fréttagetraun - sigurvegari Guðlaug Árnmannsdóttir Tímaflakk 1964, 74, 84 og 94 Dagarnir í kringum 8 apríl árin 1964, 74, 84 og 94 voru sannarlega viðburðarríkir. Árið 64 ríkti Bítlaæði og Bítlarnir áttu því 5 lög á topp 10 í Bandaríkjunum. Ótrúlegur árangur. Á sama ári mátti sjá mynd af nýjustu flugfreyjunni á forsíðu Mánudagsblaðsins og kostum hennar líst. 1974 var þjóðin plöguð af verkföllum og 1984 voru allir að tala um Albert Guðmundsson og hundinn hans, hana Lucy. Árið 1994 gekk allt út á borgarstjórnarkosningar og þar kom Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eins og stormsveipur til sögunnar. Umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal

04-08
03:17:00

fram og til baka 15. apríl 2018

Fram og til baka, 15. Apríl 2018. Frá Ísafirði Umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal Felix var staddur á Ísafirði og sendi út úr hljóðveri útvarpsins þar. Lag dagsins - Blondie, Denis frá 1978. Fyrsta lagið sem Blondie kom almennilega á vinsældarlista og markaði upphafið á sigurgöngu hljómsveitarinnar. Fimman - Benedikt Sigurðsson tónlistarmaður Bolungarvík sagði okkur frá fimm einstaklingum sem hafa haft djúp áhrif á líf hans. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, hótelstjóri á Hótel Ísafirði kom í spjall. Hún er frá Ólafsfirði og hefur ásamt eiginmanni sínum Daníel Jakobssyni komið sér og sínum vel fyrir á Ísafirði. Hún stendur fyrir skemmtlegum ferðum fyrir konur sem koma vestur til að læra að ganga á skíðum. Fréttagetraun - sigurvegari var Sveinn Guðfinnsson Akureyri Timaflakk 1968, 78, 88, 98 Í tímaflakki dagsins hverfðist allt um þann 15. apríl árin 1968, 78, 88 og 98. Tónlistin var auðvitað í aðalhlutverki og þar mátti rifja upp kynnin af Hljómsveit Ólafs Gauks, Cliff Richards, Chuck Mangione, Bee Gees, Mannakorn, Bros, Prefab Sprout og Lhooq svo einhverjir séu nefndir. Við heyrðum í aflakló frá Vestmannaeyjum, kynntumst fólkinu í Skötuvík og Amy Engilberts las í lófa Friðriks Sófussonar.

04-15
01:54:00

29.04.2018

04-29
--:--

13.05.2018

05-13
--:--

Fram og til baka 20.05.2018

Fram og til baka 20.05.2018 Umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - Cars - Gary Numan frá árinu 1980 Fimman - Máni Svavarsson sem valdi að fjalla um plötur sem hafa lifað með honum í gegnum lífið ABBA - Arrival 1976 Lag: My love, my life Þarna var maður byrjaður að móta sér tónlistarsmekk. Ég man eftir því að hlaupa heim úr skólanum - stelast inn í herbergi eldri systir minnar , taka plötur og hlusta á þær í heild með heyrnatólum - og lesa á umslagið um leið. Hún átti þessa plötu og ég eyðilagði hana næstum því með ofspilun. Þetta lag er ekki þekktasta lagið af plötunni, en lag sem ég man mjög sterkt eftir. KRAFTWERK - Computerworld 1981 Lag: Computer world 14 ára á kafi í nýbylgju rokki og pönki. Á þessum tíma voru spiluð lög á undan fréttum í sjónvarpi - og bara mynd af klukku. Einhver tæknimaður hjá sjónvarpinu spilaði þessa plötu - nokkrum sinnum á undan fréttum. Líf mitt breyttist þegar ég heyrði þetta - fór að kaupa trommuheila og syntha í framhaldinu. PRINCE - Purple rain - 1984 Lag: I would die 4 u Það er svo mikið af tónlist frá þessum tíma sem að hafði áhrif á mann að það er varla hægt að telja það upp. En Prince er einn af þeim fáu sem er ennþá „settur á fóninn“. PREFAB SPROUT - Jordan the comeback 1990 Lag: We let the stars go Á þessum tíma vann ég í fataverslun í Kringlunni. Yfirmaðurinn lét mig fá pening og sagði mér að fara upp í Skífu og kaupa nokkra diska til að spila í búðinni. Ég vissi lítið sem ekkert um Prefab Sprout - en sölumaðurinn sagði mér að þetta væri góður diskur. Hann rúllaði síðan daglega í búðinni - og fljótlega kunni ég hvert einasta lag uppá 10. Þetta er ennþá einn af mínum uppáhalds diskum og ég hlusta á hann reglulega. SÖNGLEIKIR - 2007 Les Miserables - Sweeny Todd - Jersey Boys Lag: Franki Valli and the four seasons - Oh what a night Segi söguna frá því hvernig ég kynntist söngleikjum árið 2007 - og hvernig ég gerði mér grein fyrir því að tónlist getur sagt sögu í gegnum melódíur. Eurovision uppgjör Gestir í hljóðveri: Laufey Helga Guðmundsdóttir Friðrik Ómar Hjörleifsson Einar Bárðarson Símtöl : Þórunn Erna Clausen Sigurður Gunnarsson Helga Möller Our Choice Toy - Netta Fuego - Kýpur Austurríki - Nobody but you Storm - Bretland Moldóva (Friðrik Ómar) Ítalía - non mi avete fatto niente (Einar) Þýskaland - You let me walk alone Búlgaría - Bones Danmörk - Higher Ground Frakkland - Mercy Fram og til baka 1960, 70, 80 og 90 Í tímaflakki dagsins var haldið til áranna 1960, 70, 80 og 90. Við heyrðum útvarpsþátt frá 1960 um þátttöku k

05-20
03:17:00

Fram og til baka 27.05.2018

Umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - RAH band - Clouds Across The Moon Fimman - Júlí Heiðar Halldórsson leikari og tónlistarmaður sem talaði um fimm áhrifarík augnablik í lífi sínu Viðtal - sveitarstjórnarkosningar 2018 - Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður Fréttagetraun - sigurvegari Jóhanna Gísladóttir Tímaflakkið, 33. Þáttur 1965, 1975, 1985 og 1995 Bergsson og Blöndal halda óvísindalegri yfirreið sinni yfir fortíðina áfram í Fram og til baka og að þessu sinni er komið niður í síðustu viku maímánaðar ári 1965, 1975, 1985 og 1995. Brynjólfur Jóhannesson leikari ræðir við Mattías Jóhannessen og Lénharður fógeti gerði gagnrýnanda Mánudagsblaðsins alveg vitlausan. Þátturinn Í sumarbyrjun var í sjónvarpinu í maí 1985 og svo trúlofaði danski krónprinsinn sig henni Alexöndru sem er af kínverskum ættum!

05-27
03:17:00

Fram og til baka 3.06.2018

Fram og til baka 03.06.2018 - sjómannadagurinn Umsjón - Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - Luka, Suzanne Vega frá 1987 var á vinsældarlista Rásar 2 Fimman - Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður. Fimm eftirlætis lög sem skilja eftir minningar. Fyrsta lagið er Agnes og Friðrik með Bubba Morthens 2. Imagine með John Lennon 3. Passenger með Iggy Pop 4. Psycho killer með Talking Heads 5. California Dreamin með The Mamas & the Papas Viðtal - sjómannadagurinn í fortíð og nútíð Andri Ómarsson verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ Fréttagetraun - sigurvegari Aðalbjörn Ásgeirsdóttir, Stóru Mörk 3, 861 Hvolsvöllur Timaflakkið 1967, 77, 87, 97 Bergsson og Blöndal fóru á sitt vikulega tímaflakk og komu niður á árunum 1967, 77, 87 og 97. Jónas Fr Jónsson kom nokkuð við sögu, árið 1977 sem ungur höfundur lesendabréfs sem fjallaði um mikilvægi þess að það væri meiri fótbolti í sjónvarpinu og 1997 sem framkvæmdastjóri viðskiptaráðs. Þá heyrðist hljóðdæmi úr sjónvarpsþætti Óðmanna frá 1967 og Ísraelarnir Datnir og Kushnir auk Rósu Ingólfsdóttur komu við sögu árið 1987.

06-03
01:54:00

Fram og til baka 10.06.2018

Fram og til baka 10.06.2018 Umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - Jimmy með hljómsveitinni Moriarty Fimman - Áslaug Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ Fimm upplifanir sem hafa breytt lífi hennar! Konur og kvenorka. Fyrirmyndirnar Matur Veiðiskapur Skíði Vinirnir og fjölskyldan Högni Egilsson - Tónleikar á Listahátíð með verkum Jórunnar Viðar Fréttagetraun (ath vinning) Sigurvegari Garðar Valur Jónsson Reykjavík Tímaflakkið 1961, 1971, 1981 og 1991 Í tímaflakki dagsins voru árin 1961, 71, 81 og 91 heimsótt. Þar mátti heyra í fallhlífarhermanninum Júlíusi Magga Magnús og af mótmælum vegna flugvallar á Álftanesi. Hárið á Díönu kom við sögu og eins Lödukaup rússneskra sjómanna. Tónlistin var sú vinsælasta frá þessum tímum.

06-10
01:54:00

Fram og til baka 17 júní 2018

Umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - When Doves Cry, Prince. Gríðarlega vinsælt í júní/júlí árið 1984. Fimman - Valur Freyr Einarsson leikari og Grímuverðlaunahafi Fimman hans voru fimm hafnanir sem hann hafði orðið fyrir en breyttu lífi hans. 1. Menntaskólahöfnun - vildi fara í Verzló en endaði í MR. 2. Leiklistarskólinn - komst ekki inn og fór því í skóla í Manchester 3. Fastráðning í Borgarleikhúsinu - gekk aldrei í gegn og hann fór í Þjóðleikhúsið í staðinn og ferillinn fór vel af stað. 4. Söngleikurinn Rent - honum var boðið hlutverk en hafnaði því fyrir Litlu hryllingsbúðina. 5. Missti vinnuna í Borgarleikhúsinu og stofnar þá CommonNonsense sem átti eftir að gjörbreyta lífi hans Fréttagetraun eftir Árna Frey Magnússon. Sigurvegari Jakob Viðar Guðmundsson í Kópavogi Tímaflakkið 1964, 1974, 1984, 1994 Við heyrðum af æsispennandi dagskrá þjóðhátíðardagsins árið 1964 en þar var Azkenazy og karlakórinn Fóstbræður í forgrunni. Árið 1974 kastaði Helgi Hóseason tjöru í stjórnarráðið og árið 1984 voru Stiklurnar hans Ómars það vinsælasta í sjónvarpinu. Árið 1994 var kólumbískur knattspyrnumaður skotinn fyrir slaka frammistöðu á vellinum og Íslendingar rifust við Norðmenn um veiðiréttindi við Svalbarða.

06-17
01:54:00

fram og til baka 24.06.2018

Fram og til baka 24.06.2018 Umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - James Blunt / You're Beautiful Fimman - Valgerður Guðnadóttir söngkona Bowie Kate Bush Nina Simone Hárið John Barry Viðtal - Bryndís Sigurðardóttir Ömmukaffi á Blönduósi Fréttagetraun eftir Árna Frey Magnússon Sagnfræðing Sigurvegari Sveinn Guðfinnsson á Akureyri Tímaflakkið með Bergsson og Blöndal 1968,1978, 1988, 1998 Í tímaflakki dagsins fóru Bergsson og Blöndal víða. Leikurinn hófst með forsetakosningum árið 1968 og árið 1978 talaði Jónas Jónasson við 10 ára polla á bryggjunni í Garði. Þau rifjuðu upp að kennitölur voru teknar upp í Evrópu í þessari viku árið 1988 og umræður um tvöþúsund vandann voru orðnar háværar árið 1998.

06-24
01:54:00

Fram og til baka 19. ágúst 2018

Fram og til baka 19. ágúst 2018 kl. 8.05 - 10.00 Umsjón - Felix Bergsson Lag dagsins - Kærleikur og tími með KK Fimman - Gróa Ásgeirsdóttir forsvarskona Á allra vörum Fimm atburðir tengdir Á allra vörum sem hafa haft mikil áhrif á Gróu Gestur Felix Bergssonar í Fram og til baka á Rás 2 var Gróa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Air Iceland Connect og forsvarskona átaksins Á allra vörum. Gróa rifjaði upp fimm atvik sem tengdust Á allra vörum og því magnaða ferðalagi sem hófst þegar hún hafði greinst með brjóstakrabbamein árið 2007 Atvikin fimm eru: 1. Upphafið - Þegar Gróa áttaði sig á því að það væri hægt að finna sóknarfæri í erfiðri stöðu 2. Hlátursköst og fíflalæti og hversu nauðsynlegt það er að hafa gaman þó viðfangsefnið sé stundum erfitt - Gróa rifjaði upp þegar Andri Freyr klippti Dorrit forsetafrú í beinni útsendingu en lokkur úr hári hennar var boðinn upp. 3. Hvernig verkefnin veljast. Fundur með Birni Zoega þá forstjóra LSH þegar þau ákváðu að safna fjármunum fyrir neyðarmóttöku Geðdeildar. 4. Tilangurinn með öllu vafstrinu. Gróa sagði frá upplifun sinni í fyrra þegar hún kom í fyrsta sinn í Kvennaathvarfið 5. Stuðningur þjóðarinnar og samstarfsaðila er stundum yfirþyrmandi. Gróa sagði frá vinnu við sjónvarpsauglýsingu við Heklurætur Viðtal - Hallgrímur Bergsson tónlistarmaður en hann heldur tónleikar til styrktar Einsökum börnum í Salnum 31 ágúst. Tónleikarnir bera yfirskriftina Óskin mín en það er nafnið á laginu sem Hallgrímur átt í Söngvakeppninni 2018 og Rakel Pálsdóttir söng. Fréttagetraun - sigurvegari Hjálmar Örn Jóhannsson

08-19
02:00:00

Recommend Channels