Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Dulrænar smásögur

Illugi Jökulsson fjallar um Brynjólf Jónsson frá Minna Núpi og gluggar í bókina Dulrænar smásögur, sem gefin var út á Bessastöðum árið 1907. Þar má finna frásagnir og sagnaþætti sem Brynjólfur skrásetti eftir óljúgfróðu fólki.

09-11
50:55

Landsnefndin fyrri

Í þessum þætti var lesið úr 2. bindi af gögnum landsnefndarinnar fyrri frá 1770-1771. Lesið var úr bréfum nokkurra presta um það sem þeim fannst brýnast að gjöra í samfélaginu, og lesið uppúr formála Christinu Folke Ax um viðhorf prestanna almennt.

01-08
50:00

Vestur-Gotar

Þátturinn fjallar um aðdraganda þess þegar hersveit Vestur-Gota undir forystu Alarics lagði undir sig Róm árið 410 e.Kr. Sagt er frá upphafi þjóðflutninganna, sem hófust við innrás Húna í Rússland, herferðum Gota, vörnum Rómaveldis og Stilico herforingja Rómar. Einnig er hafinn undirbúningur að umfjöllun um Göllu Placidiu keisarafrú, keisaramóður, keisaradóttur og keisarasystur.

02-05
49:17

Vestur-Gotar II

Í þessum þættum hélt umsjónarmaður áfram að fjalla um aðdraganda þess að Rómaborg féll í hendur Vestur-Gota árið 420. Sagt var frá herforingjanum Stilikó, konu hans Serenu sem hikaði ekki við að beita göldrum til að vernda dætur sínar og stúlkuna Göllu Placidiu sem hefndi sín á fósturmóður sinni með hrottalegum hætti. Og er þá fátt eitt talið.

02-12
49:53

Páskar í Jerúsalem

Í þessum þætti var fjallað um tilefni páskahátíðar Gyðinga í Jerúsalem, en það var á þeirri hátíð sem Jesúa frá Nasaret var handtekinn og krossfestur. Umsjónarmaður tók saman og las frásagnir Gamla testamentisins um Móse og flóttann úr Egiftalandi, plágurnar tíu og þann viðburð þegar Drottinn drekkti her Faraós í Rauða hafinu.

04-16
49:50

Seglskipið Arctic II

Þátturinn var framhald af þætti þar sem fjallað var um hrakfallasögu flutningaskipsins Arctic. Í þessum þætti var haldið áfram að fjalla um skipið og njósnamál sem upp kom 1942 þegar skipstjóri og loftskeytamaður féllust á að senda Þjóðverjum veðurskeyti á leiðinni frá Spáni til Íslands. Þeir voru handteknir af Bretum og sættu illri meðferð. Umsjónarmaður las m.a. úr áður óbirtri frásögn Jens Björgvins Pálssonar loftskeytamanns þar sem hann lýsir málinu á opinskáan og hreinskiptan hátt.

09-03
49:45

Eyðing Indíálanda

Í þættinum var fjallað um landtöku Kristófers Kólumbusar á eyjum Karíbahafsins 1492, skoðanir hans á eyjaskeggjum, en síðan er í stærstum hluta þáttarins lesin þýðing Sigurðar Hjartarsonar á nokkrum hluta Örstuttrar frásagnar af eyðingu Indíálanda eftir Batholome de las Casas, þar sem fjöldamorðum Spánverjum er lýst hreinskilnislega.

09-10
50:27

Seglskipið Arctic III

Þetta var þriðji þátturinn um örlög flutningaskipsins Arctic en áhöfn skipsins blandaðist inn í njósnamál árið 1942 og var lengi í haldi Breta. Ári seinna fórst skipið svo þegar það strandaði við Snæfellsnes.

09-17
49:42

Hannes „stutti“ Hannesson

Þátturinn fjallaði um Hannes „stutta“ Hannesson, lausamann og skáld í Snæfellsness- og Dalasýslum á 19. öld. Þær Anna Thorlacius, Thedódóra Thoroddsen og Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá skrifuðu allar æviþætti um hann og birtu í Eimreiðinni 1920-1921, og gefa þær í senn heildstæða en þó um leið fjölbreytilega mynd af þessum sérstæða manni.

02-18
49:59

Breskir hermenn á Íslandi

Í þessum þætti las umsjónarmaður úr æviminningum fimm breskra sjómanna og hermanna sem bækistöðvar höfðu á Íslandi í síðari heimsstyrjöld, og báru landsmönnum vægast sagt misjafna söguna. Einnig var stuttlega fjallað um tilraunir sjóliða á orrustuskipinu Duke of York til að hafa ofan af fyrir sér meðan skipið lá í Hvalfirði síðsumars 1942.

02-25
51:28

Konur í Róm

Í þessum þætti var fjallað um stöðu kvenna í Róm á fyrstu öld fyrir Krist. Fyrst fjallaði umsjónarmaður um Hortensíu, sem flutti fyrstu skráðu pólitísku ræðuna sem vitað er til að kona hafi flutt í Róm. Síðan las hann þýðingu sína á mjög langri grafskrift, þar sem eiginmaður lýsir burtsofnaðri eiginkonu sinni og koma við sögu ástir og örlög, barnleysi og sorg, flótti undan morðingjum og uppreisn æru frá keisaranum sjálfum. Graftskriftin er oftast talin vera um Turíu Vespillo.

03-04
49:46

Páskahátíðin og uppruni hennar

Páskahátíðin var upphaflega gyðingleg hátíð þar sem Gyðingar minntust þess þegar Móses leiddi þá burt frá Egiftalandi. En hvernig lentu þeir þar á annað borð? Í þættinum kemur við sögu Jósef, egifskar kýr (bæði feitar og magrar) og þáttastjórnandi reynir að svara spurningunni: Er eitthvað hæft í þessum sögum yfirleitt?

04-21
45:23

Um Stein Steinarr og Steindór Sigurðsson

Theodór Friðriksson rithöfundur er kunnastur fyrir magnaða sjálfsævisögu, Í verum, þar sem hann lýsir hlutskipti alþýðufólks, sjómanna og vermanna á ótrúlega hispurslausan hátt. En hann skrifaði líka aðra sjálfsævisögu árið 1944 um síðari hluta ævinnar, Ofan jarðar og neðan, sem er ekki síður hispurslaus. Hún er raunar svo opinská að Steinn Steinarr skáld linnti ekki látum fyrr en hann fékk Theodór til að fella út kafla um sig og þá líka skáldbróður sinn Steindór Sigurðsson. Drykkjuskapur en ekki síður ástir koma við sögu! Þessir tveir kaflar eru til í 9 eða 10 sérprentuðum eintökum og eitt barst í hendur umsjónarmanns fyrir stuttu. Kaflinn er lesinn í þættinum. Umsjón: Illugi Jökulsson.

01-10
51:36

Langferð Steingríms Matthíassonar

Steingrímur Matthíasson fór í langferð til Austurlanda 1903-1904 með barkskipinu Prins Valdimar. Umsjónarmaður byrjar að lesa frásögn Steingríms, sem kemst ekki lengra en til Wales, þar sem skipið tekur kol. Steingrímur fer í heimsókn í kolanámu þar sem menn puða í kolaryki og drullu og hestar eru innilokaðir í námunum. Umsjón: Illugi Jökulsson.

02-14
50:08

Mannlíf og fleira á Ceylon og í Singapore

Umsjónarmaður les frásögn Steingríms Matthíassonar frá árinu 1903 þar sem bregður fyrir ofgnótt af litum, blómum, trjám og mannlífi á Ceylon (Sri Lanka) þar sem hann kom við á leið sinni til Kína? Hann lýsir einnig Kínverjunum í Singapore og fleiru sem fyrir augu ber. Umsjón: Illugi Jökulsson.

02-21
49:56

Ferðasaga Steingríms Matthíassonar

Illugi Jökulsson gluggar í ferðasögu Steingríms Matthíassonar læknis frá 1904, þegar hann sigldi til Austurlanda á skipinu Prins Valdimar. Nú segir Steingrímur frá dvöl sinni í Hong Kong og síðan í kínverskri höfn sem Rússar réðu, Port Arthur. Þá vissu allir að stríð var í þann veginn að brjótast út millum Rússa og Japana, og Steingrímur lýsir andrúmsloftinu merkilega. Hann er skemmtilegur og athugull en það er líka merkilegt að heyra viðhorf hans og stundum fordóma í garð framandi þjóða.

02-28
50:00

Ferðasaga Steingríms Matthíassonar, síðasti hluti

Steingrímur Matthíasson læknir birti frásögn sína af ferð um Austurlönd í blaðinu Gjallarhorn, sem gefið var út á Akureyri. Illugi Jökulsson les um framandlegt líf, gróður, litina og fólkið sem vakti athygli Steingríms í ferðinni. Sagt er frá mannlífið í Singapúr og ótrúlega frjósaman gnægtagarð á Ceylon, sem nú heitir Sri Lanka.

03-07
50:00

Veturinn 1940-41 í Reykjavík

Theódór Friðriksson, sjómaður, verkamaður, rithöfundur, aðstoðardyravörður í Alþýðuhúsinu, skrifaði rómaða sjálfsævisögu, Í verum, þar sem hann lýsti hlutskipti alþýðufólks, en svo kom annað bindi, Ofan jarðar og neðan, þar sem hann lýsti meðal annars vetrinum 1940-1941 þegar hann var við dyravörslu á skemmtistað sem breskir hermenn og íslenskt gleðifólk af ýmsu tagi sótti ósleitilega. Illugi Jökulsson les samantekt af þessum lýsingum hans í þættinum. Lýsingarnar eru barn síns tíma, en fullar af skilningi, samúð og húmor.

04-18
50:07

Ofan jarðar og neðan, framhald

Illugi Jökulsson heldur áfram að lesa úrOfan jaðar og neðan, ævisögu Theódórs Friðrikssonar. Að þessu sinni les hann m.a. um puð Theódórs við að hrófla upp Reykjavíkurflugvelli í Bretavinnunni og frásögn af kynnum hans af litríkum ættfræðingi, Stein Dofra.

04-25
49:17

Theódór í sæluhúsini í Hvítanesi

Umsjónarmaður heldur áfram að lesa úr æviminningabók Theódórs Friðrikssonar. Að þessu sinni les hann frásögn Theódórs af því þegar hann var umsjónarmaður í sæluhúsinu í Hvítanesi í mánaðartíma í júlí 1942. Umsjón: Illugi Jökulsson.

05-09
50:26

Albert Jónsson

frjálsar hendur

11-25 Reply

Jón Ævarr Erlingsson

Sæll Illugi Er hægt að nálgast eldri þætti? sem dottið hafa út góðir þættir hjá þér.

06-19 Reply

valgeir gudmundsson

aðeins of hratt lesið.

05-31 Reply

Jón Ævarr Erlingsson

Kemur ekki þriðji þátturinn ..? mjög skemmtilegir þættir.

10-26 Reply

Stefan Dan

Er til framhald af þessu?

05-11 Reply

07-24

12-22

Recommend Channels