Ormstungur

Íslendingasögurnar! Ormstungur er umræðuþáttur þar sem tveir kennarar, Hjalti Halldórsson og Oddur Ingi, ræða helstu Íslendingasögurnar á léttu nótunum. Tilgangur hlaðvarpsins er að styðja við lestur og upplifun á Íslendingasögunum.

7. Laxdæla - Þeim var ég verst er ég unni mest

Lokaorð Laxdælu hefur skemmt marga og fólk á ekki afturkvæmt í samfélag manna eftir að hafa lesið þessa sögu. Ormstungur gera klára og gera upp söguna. Þeir verða aldrei samir aftur.

10-13
35:28

6. Laxdæla - Misjöfn verða morgunverkin

Sagan nær hámarki. Tungurnar fara yfir um. Af hverju verður þessi saga bara betri og betri eftir því sem hún er oftar lesin?

10-13
48:50

5. Laxdæla - Dýrt er drottins orð

Kjartan snýr aftur til Íslands og fær haustlægðina beint í andlitið. Þú vilt ekki reita þennan mann til reiði. Potturinn er byrjaður að glamra all hressilega.

10-13
38:47

4. Laxdæla - Draumar í Sælingsdal

Guðrúnu dreymir fjóra drauma. Þetta er sagan krakkar, takið eftir! Draumarnir eru ráðnir í pottinum í Sælingsdal en Kjartan og Bolli slá í gegn í Noregi. Það sem er hins vegar hættulegt við Noreg er að festast þar og gönguskíða yfir sig. Nú fara leikar að hefjast.

10-13
46:02

3. Laxdæla - Keltaveisla

Óli Pá neglir sér til Noregs og leitar upprunans. Spaðagosinn og Spaðaásinn stíga á sviðið ásamt drottningunni. Það byrjar að krauma í pottinum…

10-13
54:16

2. Laxdæla - Allt sem er gott byrjar í Noregi

Tungurnar reka sig á gat og þurfa að hringja í Vilborgu Davíðsdóttur þegar kemur að hinni miklu Unni Djúpúðgu. Þeir velta sér í heyi með Höskuldi Dala-Kollsyni. Það er ekki annað hægt en að klæja og klóra sér til yfir meðferð hans á Melkorku Mýrkjartansdóttur.

10-13
53:13

1. Laxdæla - Dælan snúin í gang (aftur)

Sem betur fer er ekki nóg að taka Laxdælu einu sinni fyrir. Ormstungur taka söguna aftur fyrir í betri gæðum en síðast og þeir eru betri menn fyrir vikið. Eða hvað?

10-13
14:21

x Þústlar

Þorsteinn Dagur Rafnsson, betur þekktur sem Þústlar á samfélagsmiðlum, kíkti í heimsókn til okkar. Þorsteinn hefur náð miklum vinsældum á samfélagsmiðlum með efni sínu um sögu Íslands og er við mælum með að fylgjast með honum á TikTok, Instagram, Facebook og Youtube. Vinna hans er gífurlega mikilvæg í að framleiða efni á íslensku og er heldur betur farið yfir víðan völl í viðtalinu. Þústlar – gjörið svo vel!

06-16
36:09

2. Grænlendinga saga

Í þessari tveggja þátta röð leggja tungurnar Ameríku við fót og kanna landfundi Íslendinga í Ameríku! Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga gjörið svo vel.

05-01
58:24

1. Eiríks saga rauða

Í þessari tveggja þátta röð leggja tungurnar Ameríku við fót og kanna landfundi Íslendinga í Ameríku! Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga gjörið svo vel.

05-01
50:18

6. Fóstbræðra saga - Hefnd og sögulok

Nú er komið að sögulokum. En komið fyrst með Tungunum til Grænlands. Það hefur ekki klikkað hingað til. Hjalti hefur komið þangað. Þormóður þarf að hefna en það er sýnd veiði en ekki gefin á þessum slóðum.

03-03
01:03:12

5. Fóstbræðra saga - Skammt stórra höggva í milli

Þorgeir hefur aldrei opnað kexpakka án þess að klára hann, sest upp í bíl án þess að botna hann og aldrei farið út að hlaupa án þess að klára maraþon. Gjörsamlega hömlulaus. Einhvern tímann segir faðir tími stopp.

03-03
39:42

4. Fóstbræðra saga - Kvennavafstur Kolbrúnarskálds

Við fáum smá pásu frá drápum og fókusinn fer á Þormóð sem glímir við þunglyndi og einmanaleika. Hann tekst á við það með því að taka upp á því að fífla konur. Það veit ekki á gott.

03-03
31:25

3. Fóstbræðra saga - Holdgervingur vígamennskunnar

Var komið nóg af drápum? Ó nei! Þorgeir er holdgervingur vígamennskunnar. Hann gerir hins vegar mistök sem mögulega kunna að bíta hann í rassinn seinna meir. Hjalti veltir svo fyrir sér hvenær ostur er forn eður ei.

03-03
38:56

2. Fóstbræðra saga - Víg fyrir vestan

Við erum stödd á dögum Ólafs helga Noregskonungs. Aftur fara tungurnar vestur. Það hefur sjaldan gefið góða raun. Fóstbræðurnir Þorgeir og Þormóður eru kynntir til leiks. Þorgeir byrjar að drepa og drepa og drepa. Ekki bara menn heldur hvali líka.

03-03
42:00

1. Fóstbræðra saga - Lagt á borð

Komið fagnandi í hundraðasta þátt Ormstungna! Oddur og Hjalti leggja í Fóstbræðra sögu sem er auðvitað öllum landsmönnum kunnug. Einna helst eftir að Nóbelskáldið gerði stólpagrín að henni á sínum tíma í Gerplu. Það er ekkert víst að þetta klikki.

03-03
11:29

7. Íslendingasögurnar á mannamáli - Örlög

Hjalti og Oddur ljúka þáttaröðinni með því að skoða lykilhugtak - örlög. Hugtakið útskýrir margt í hegðun fólks í Íslendingasögunum og um leið og Hjalti og Oddur segja frá því draga þeir saman efni Laxdælu.

11-02
07:03

6. Íslendingasögurnar á mannamáli - Hefnd

Það er ljótt að hefna sin, eða hvað? Á miðöldum giltu sérstakar reglur um hefnd sem sést greinilega í Íslendingasögunum. Í þættinum segja Hjalti og Oddur frá þeim og hlutverki kvenna í hefndaraðgerðum í Laxdælu.

11-02
08:01

5. Íslendingasögurnar á mannamáli - Hetja

Það er hægt að hugsa sér margar hetjur og margs konar hetjuskap. En í Íslendingasögunum fylgdu hetjurnar ákveðnum reglum og í þessum þætti kynna Hjalti og Oddur til leiks eina frægustu hetju Íslendingasagnanna - Kjartan Ólafsson.

11-02
07:56

4. Íslendingasögurnar á mannamáli - Heiður

Á miðöldum skipti heiður fólk öllu máli og þannig er það líka í Íslendingasögunum. Í þættinum útskýra Hjalti og Oddur hvernig heiður drífur oft áfram sögurnar og segja frá samskiptum húsfreyjunnar Jórunnar og ambáttarinnar Melkorku.

11-02
08:04

Recommend Channels