DiscoverSpegillinn
Spegillinn
Claim Ownership

Spegillinn

Author: RÚV

Subscribed: 482Played: 33,773
Share

Description

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
428 Episodes
Reverse
Spegillinn 12. janúar 2023. Náttúruverndarsinnar fagna því að framkvæmdaleyfi Hnútuvirkjunar hafi verið fellt úr gildi. Sveitarstjóri í Skaftárhreppi segist vera vonsvikinn. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í þann mund að reima á sig skóna og klína harpixi í lófann. Fyrsti leikur liðsins á heimsmeistaramótinu er í kvöld gegn Portúgal. Þrátt fyrir vitundarvakningu og áskoranir er ennþá einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur í heiminum hent beint í ruslið. Gríðarlega stór rannsókn á matarsóun er farin af stað hér á landi og skal ná til allrar virðiskeðjunnar. Nýliðið ár var það fimmta heitasta frá upphafi mælinga. Árið markaðist af fordæmalausum öfgum í veðurfari, sem verða bæði líklegri og hættulegri vegna loftslagsbreytinga, segir Alþjóða veðurfræðistofnunin. Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppbyggingu hjúkrunarheimila. ----- Um þriðjungur matar sem framleiddur er í heiminum, endar í ruslinu. Og það er ekkert smá magn. Á sama tíma glíma milljónir við hungursneyð. Matarsóun er hvað mest í ríkari löndum heims, til að mynda hér á landi. Mælingar á vegum Umhverfisstofnunar frá árinu 2019 benda til þess að hvert og eitt okkar hendi samtals um 90 kílóum af mat á hverju ári, þar af eru 20 kíló á mann það sem telst nýtanlegur matur. Lítið hefur breyst í þessum efnum þrátt fyrir áskoranir og vitundarvakningu um að gera betur. Bjarni Rúnarsson fjallar um matarsóun. Matvælaöryggi versnar hratt í heiminum að mati sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir segja að sultur blasi við allt að milljarði jarðarbúa. Yfirmaður sjóðsins varaði við því í síðustu viku að framundan væru efnahagserfiðleikar í Bandaríkjunum, Kína og Evrópuríkjum á þessu ári. Þá stefndi í efnahagslægð hjá fjölda ríkja.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bætti um betur í dag þegar hann spáði því að greiðslufall blasti við fjölmörgum ríkjum í heiminum vegna hárra vaxta. Mark Flanagan, aðstoðarframkvæmdastjóri stefnumótunar- og endurskoðunardeildar AGS, skýrði frá þessari slæmu stöðu í viðtali við breska ríkisútvarpið. Flanagan er reyndar fyrrverandi yfirmaður sendinefndar stofnunarinnar hér á landi, þótt það komi málinu ekkert við. Ásgeir Tómasson segir frá. Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppb
Spegillinn föstudaginn 13. janúar 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Í dag var gefin út skýrsla um bráðaþjónustu í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Í skýrslunni eru lagðar fram 39 tillögur að breytingum og umbótum sem hægt er að ráðast í á næstu árum á ýmsum sviðum eins og mönnun, sjúkraflutningum, þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikinn feng í þessari nýju skýrslu. Hægt sé að hrinda mörgum þeirra í framkvæmd hratt og örugglega. Bjarni Rúnarsson ræddi við Willum og Jón Magnús Kjartansson, sérfræðing í bráðalækningum leiddi vinnu teymisins sem gerði skýrsluna. Foreldrar barna í Hafnarfirði sem hafa ekki fengið leikskólapláss geta sótt um heimgreiðslur upp á rúmlega hundrað þúsund krónur á mánuði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri telur mikilvægt að fjölga valkostum foreldra. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú að forsetinn Joe Biden opinberi upplýsingar um alla þá sem hafi sótt hann heim í Delaware, þar sem nokkur leyniskjöl hafa fundist undanfarnar vikur. Bandarískum yfirvöldum hafa borist yfir 350 tilkynningar um fljúgandi furðuhluti síðan í mars 2021. Engar skýringar hafa fundist á um helmingi tilkynninganna. Reykjavíkurborg og félagið Berjaya Land Berhad hafa gert með sér viljayfirlýsingu um gerð skipulags fyrir Kýrhólaflóa við Skálafell þar sem félagið hyggst reisa fimm stjörnu hótel með heilsulind, baðlóni og tengdri starfsemi. Viljayfirlýsingin var kynnt í borgarráði í gær. Kristín Sigurðardóttir sagði frá. Sprenging varð í dag í gasleiðslu nærri bænum Pasvalys í norðurhluta Litháen. Snjór hefur verið fluttur í Geirsnefið við Elliðaárvog í stórum stíl að undanförnu til að greiða leið vegfarenda höfuðborgarsvæðisins. Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi Reykjavíkurborgar segir að reynt sé að draga úr mengun með því að leyfa ekki að snjónum sé sturtað beint í sjóinn. Haukur Holm ræddi við hana. Varaskeifa eða Spare, ævisaga Harrys Bretaprins, hefur slegið öll sölumet. Bókin kom út á þriðjudaginn og á vef The Guardian kemur fram að bókin hafi selst í ríflega 400.000 eintökum í Bretlandi á fyrsta sólarhringnum og 1,4 milljónum eintaka ef Bandaríkin og Kanada eru talin með. Bókin seldist upp á fyrsta degi í Pennanum Eymundssyni. Hálf öld er liðin 14. janúar frá tímamóta tónleikum Elvis Presleys sem sendir voru út um gervihnött frá Hawaii til 36 landa. Talið er að allt að einn og hálfur milljarður sjónvarpsáhorfenda hafi fylgst með þeim.
Rafmagnslaust var á öllum Suðurnesjum í rúma tvo klukkutíma í dag. Rafmagn er komið á að nýju en enn er bið á að heitt og kalt vatns streymi í öll hús. . Hjúkrunarfræðingur sem ákærð er fyrir að verða sjúklingi á geðdeild að bana neitar sök. Hún er ákærð fyrir að þvinga næringardrykk ofan í sjúklinginn. Breska ríkisstjórnin hefur beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarp um kynrænt sjálfræði verði að lögum. Þetta er í fyrsta skipti sem valdinu er beitt í sögu skoska þingsins. Áætlun um að hér verð risin þjóðarhöll haustið 2025 á að geta haldið ef ekki koma upp óvæntar tafir segir formaður framkvæmdanefndar. Barna og menntamálaráðherra bendir á að hingað til hafi tímalína sem kynnt var í fyrra haldið. Skipting fimmtán milljarða byggingarkostnaður milli ríkis og borgar er þó enn ekki afráðin. Einn alræmdasti glæpaforingi ítölsku mafíunnar var handtekinn í morgun. Lögregla hefur elst við hann í þrjá áratugi. Hann er sagður hafa drepið um 50 manns. Ísland leikur sem stendur við Suður Kóreumenn á heimsmeistaramótinu í handbolta. Útlitið er gott fyrir íslenska liðið þegar stutt er til leiksloka. ------ Hátt í tuttugu þúsund fermetra þjóðarhöll á að rísa á næstu árum í Laugardal, ofan við Laugardalshöllina gömlu og aðkoman snýr að Suðurlandsbraut. Hún á að taka allt að 8.600 í sæti og 12 þúsund á tónleikum. Húsinu ætlað að stórbæta aðstöðu fyrir fjölmargar íþróttagreinar og vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla, segir í tillögum framkvæmdanefndar. Í morgun kynntu forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og formaður framkvæmdanefndar stöðuna og næstu skref. Kostnaður við bygginguna er talinn verða um 15 milljarðar króna og enn ekki að fullu afráðið hvernig sá kostnaður skiptist milli ríkis og borgar. Forsætisráðherra vísar til þess að kostnaður við byggingu Hörpu hafi skipst nokkrun veginn til helminga millli ríkis og borgar og á svipuðum nótum talar formaður framkvæmdanefndarinnar. Borgarstjóri segir of snemmt að tala um það hvernig skipta eigi útgjöldunum. Burtséð frá fjármögnuninni eru miklar vonir bundnar við þjóðarhöll. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Ofbeldi kærasta, maka eða fyrrverandi maka hefur kostað kostað fimmtán til tuttugu konur lífið á hverju ári, undanfarna tvo áratugi, í Svíþjóð. Lögregla hefur leitast við að koma í veg fyrir ofbeldi með fyrirbyggjandi starfi; og styðja við konur sem fyrir ofbeldinu verða. En óttast nú að þær aðgerðir sitji á hakanum vegna ofuráherslu á baráttuna við glæpagengi. Kári Gylfason talar frá Gautaborg. Eftir þriggja áratuga el
Spegillinn, 17. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Ágreiningur um veiðigjald og hvernig megi hámarka hag samfélagsins af sjávarútvegi verður áfram þrætuepli, að mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem hefur tekið við sextíu bráðabirgðatillögum starfshópa og vonar að þær skerpi sýn. Lokatillögur þeirra koma í maí. Það kemur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar á óvart hversu víðtæk áhrif rafmagnsleysið á Suðurnesjum í gær hafði á alla innviði. Hann segir brýnt að styrkja þá. Það varði jafnvel þjóðaröryggi. Alexander Kristjánsson tók saman. Rannsókn lögreglu á hendur Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir, er lokið. Mál hans verður sent til héraðssaksóknara síðar í þessum mánuði. Hann er grunaður í sex málum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann fyrir vörslu þúsunda mynda og myndbanda sem sýna barnaníð. Maðurinn hafði halað niður, skoðað eða dreift myndefninu sem meðal annars sýndi brot gegn mjög ungum börnum. Oddur Þórðarson tók saman. Hitastig gæti sveiflast um rúm tuttugu stig á næstu dögum. Tíu stiga hita og mikilli rigningu er spáð á sunnanverðu landinu á föstudaginn og Veðurstofa íhugar að gefa út viðvaranir vegna hláku segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Pétur Magnússon tók saman. ------------- Kvótakerfi verður enn við lýði, en meðal þess sem lagt er til í sextíu tillögum starfshópa Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um Auðlindina okkar, sem líklegt er að verði umdeilt er tillaga um hækkað veiðigjald, og breytingar á byggðakvóta og 5,3 prósenta kerfisins svokallaða sem og að auka gagnsæi í eignarhaldi og rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Bjarni Rúnarsson ræddi við Svandísi um tillögurnar. Norðurlönd - Afl til friðar er yfirskrift formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem hófst um áramótin. Hún er hinn opinberi samstarfsvettvangur stjórnvalda á Norðurlöndum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Guðmund Inga Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda og Karen Ellemann framkvæmdastjóra ráðherranefndarinnar.
Dómari í hryðjuverkamálinu íhugar að vísa hryðjuverkalið málsins frá. Báðir sakborningar neituðu sök við þingfestingu í dag. Læknir sem grunaður er um að valda sex sjúklingum ótímabærum dauða er aftur kominn til starfa á Landspítala. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt að fara í tímabundið átaksverkefni í samráði við sjálfstætt starfandi barnalækna og barnageðlækna til þess að stytta biðlista eftir ADHD-greiningu. Skipulagsstofnun telur að umferð í gegnum miðbæ Egilsstaða verði áfram mikil þrátt fyrir að nýr vegur verði lagður framhjá bænum í tengslum við Fjarðarheiðargöng. Kostir felist í að beina umferðinni áfram í gegnum miðbæinn og nær væri að bæta sambúð vegar og byggðar. Innanríkisráðherra Úkraínu sem lést í þyrluslysi í morgun var einn nánasti samstarfsmaður Volodymyrs Zelenskys forseta. Líklegt þykir að þoka og rafmagnsleysi hafi valdið slysinu. Skatttekjur ríkisins af hverjum bíl hafa dregist saman um þrjátíu prósent á áratug. Á sama tíma hefur bílum fjölgað um þriðjung og útgjöld til vegakerfisins hafa stóraukist. ----- Þoka grúfði yfir Kænugarði og nágrenni í morgun þegar einni af þyrlum Neyðarþjónustu Úkraínu hlekktist á. Hún féll logandi til jarðar í bænum Brovary, um tuttugu kílómetra norðaustan við Kænugarð. Níu manns sem voru um borð létust, þrír starfsmenn Neyðarþjónustunnar og sex úr starfsliði úkraínska innanríkisráðuneytisins. Þeirra á meðal voru Denis Monastyrsky innanríkisráðherra, Yevhen Yenin, aðstoðar-innanríkisráðherra, og Yuriy Lubkovych ráðuneytisstjóri. Fjögur börn og fjórir fullorðnir viðbótar létust þegar þyrlan féll til jarðar á leikskóla. Hluti skólabyggingarinnar stórskemmdist. Úkraínskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglunni að 25 til viðbótar hafi slasast, þar á meðal tíu börn. Nokkrir eru alvarlega slasaðir að sögn talsmanns forsetaskrifstofunnar í Kænugarði. Hann greindi fréttamönnum frá því að sendinefnd innanríkisráðuneytisins hefði verið á leið til borgar þar sem úkraínskir hermenn og innrásarlið Rússa berjast hatrammlega um þessar mundir. Fjöldi fólks varð vitni að þyrluslysinu. Þeirra á meðal var Vira Sebalo. Hún sagðist í viðtali við úkraínska ríkissjónvarpið hafa heyrt mikinn hávaða yfir háhýsi í grenndinni. Fimm mínútum síðar kvað við sprenging. Mikill eldur blossaði upp og þyrlan féll logandi til jarðar. Ásgeir Tómasson segir frá. Því er stundum fleygt að ákveðin öfl séu í stríði gegn einkabílnum. Sé það raunin er óhætt að segja að þessum öflum gangi illa -- þau séu raunar að skíttapa. Skráðum ökutækjum hefur nefnilega fjölgað um þrjátíu og fimm prósent á Ísl
Spegillinn 19. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Kona á fertugsaldri varð úti ofarlega í Mosfellsbæ í óveðrinu sem gekk yfir rétt fyrir jól. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir að heimild til lögreglu um notkun rafbyssa sem gefin var undir áramót hafi verið lengi í undirbúningi og enginn feluleikur um reglubreytingar. Ákvörðunin sé ráðherrans en hann sé ávallt reiðubúinn að ræða málin. Auknar líkur eru á flóðum vegna asahláku á morgun og færð gæti spillst. Vegagerðin rýfur Skeiða- og Hrunamannaveg við nýja brúi sem er í smíðum yfir Stóru-Laxá til að verja hana. Anna Lilja Þórisdóttir segir frá. Stjórnvöld í Úkraínu segja tímabært að vestræn ríki óttist ekki Pútín og sendi hergögn, þrátt fyrir viðvaranir Rússa. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi Háskólans á Akureyri og komust yfir upplýsingar um alla notendur þess. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Óskar Þór Vilhjálmsson, skrifstofustjóra kennslumiðstöðvar skólans. Landsnet heldur um þessar mundir opna kynningar- og samráðsfundi vegna fyrirhugaðrar lagningar Blöndulínu þrjú. Álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar er meðal annars á dagskrá. Ágúst Ólafsson sagði frá. Ólafur Darri Ólafsson leikari er einn fjögurra kvikmyndagerðarmanna sem stendur að nýstofnuðu framleiðslufyrirtæki sem hefur fengið nafnið ACT4 ( act four). Ætlunin er að þróa og fjármagna íslenskt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað. Júlía Margrét Einarsdóttir ræddi við hann. ------------ Lengi hafur verið kallað eftir að tryggja betur öryggi lögreglumanna segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Reynslan sýni að slysum á lögreglumönnum við störf fækki verulega þegar þeir búi yfir rafvarnarvopnum. Breytingar á reglum um vopnanotkun og valdbeitingu sem leyfir rafbyssur. Þær verði komnar í gagnið eftir eitt til tvö ár. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Þingmenn og aðrir frammámenn Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi sátu sem þrumu lostnir þegar Jacinda Ardern forsætisráðherra tilkynnti óvænt á landsfundi flokksins í dag að hún hefði ákveðið að segja af sér nánast samstundis. Fréttamenn á staðnum segja að þeir hafi verið eins og í sprengjulosti eftir að hún lauk máli sínu.
Spegillinn 20. janúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins til fundar á þriðjudag. Töluvert ber í milli að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara og deilan er stál í stál. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. Tuttugu manns sátu fastir í lyftu í Hlíðarfjalli í rúmar tvær klukkustundir í dag eftir að lyfta bilaði. Lyftan, sem nefnist Fjarkinn, stöðvaðist eftir að vír fór út af sporinu í vindhviðu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Talað var við Brynjar Helga Ásgeirsson forstöðumann Hlíðarfjalls og Andrew Davis, sem sat fastur í lyftunni ásamt fleira skíðafólki Íslensk stjórnvöld hyggjast veita jafnvirði 360 milljóna króna í sérstakan stuðningssjóð fyrir Úkraínu, sem Bretar komu á laggirnar í fyrra. Björn Malmquist sagði frá og talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Bandarískir tæknirisar hafa tilkynnt um uppsagnir tugþúsunda starfsmanna á síðustu vikum. Alexander Kristjánsson sagði frá. Ungt keppnisíþróttafólk er í meiri hættu á skyndidauða en önnur ungmenni. Þó svo að íþróttir séu af hinu góða getur mikið stress og langvarandi álag sem fylgir afreksíþróttum ýtt undir hjartasjúkdóma. Bjarni Rúnarsson sagði frá og talaði við Berglindi Aðalsteinsdóttur hjartalækni. Áfengisvandi er enn að aukast. Þetta má lesa úr nýjum gögnum SÁÁ. Innlögnum hefur fjölgað eftir heimsfaraldurinn og fjöldinn núna er svipaður og fyrir tveimur árum. Arnar Björnsson sagði frá og ræddi við Önnu Hildi Guðmundsdóttur, formann SÁÁ Norsk yfirvöld ætla að láta rannsaka hvort og hvernig það megi vera að ættleidd börn hafi komið ólöglega til landsins. Talað er um rán á börnum, kaup og sölu og falsaða pappíra. Þetta á einkum að hafa gerst á níunda áratug síðustu aldar. Yfirvöld eru gagnrýnd fyrir að taka mildilega á grun um svik og að hafa ekki fylgt klögumálum eftir. Gísli Kristjánsson sagði frá. Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Svíum á þeirra eigin heimavelli í milliriðli HM í Gautaborg eftir hálfa aðra klukkustund. Sjónvarpsfréttir hefjast klukkan hálf sjö. Bandaríski tónlistarmaðurinn David Crosby lést í gærkvöld. Ásgeir Tómasson fór yfir feril hans frá 1964 og til þessa dags.
Spegillinn 23. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Atkvæðagreiðsla um verkfall 300 félagsmanna í Eflingu sem vinna á Íslandshótelum byrjar á morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar býst við að verkfallsboðun fyrir 7. febrúar verði samþykkt. Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir ótrúlegt að beina eigi verkfalli að nánast einni kennitölu. Bjarni Pétur Jónsson talaði við þau. Lögreglumönnum mega bera rafbyssur frá og með deginum í dag. Jón Gunnarsson, (D) dómsmálaráðherra segir að í nágrannalöndum hafi slysum á fækkað til muna við að lögregla beri rafvarnarvopn. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, (P) bar fyrirspurn um rafbyssurnar upp á Alþingi í dag. Starfshópur leggur til að almennur byggðakvóti verði afnuminn og einnig skel- og rækjubætur ásamt línuívilnun. Þessar heimildir yrðu frekar nýttar í sértækan byggðakvóta sem þykir skila betri árangri eða til að auka strandveiðar. Rúnar Snær Reynisson tók saman. Fimm skip á vegum Hafrannsóknastofnunnar héldu í dag út til mælinga á stærð loðnustofnsins. Niðurstöðurnar gætu haft talsverð áhrif á veiðar á þessari vertíð. Pétur Magnússon ræddi við Guðmund Óskarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Þrjátíu og fimm kindur brunnu inni eftir að eldur kviknaði í útihúsum á Syðri-Hömrum í Ásahreppi í gær. Guðjón Björnsson bóndi segir skelfilegt að missa allan fjárstofn sinn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. --------------- Í hverri viku koma þrjú til fjögur börn leita á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar. Nikótínpúðar eru algengasta orsökin; sala þeirra hefur margfaldast á örfáum árum. Bjarni Rúnarsson ræðir við Lilju Sigrúnu Jónsdóttur heimilislækni sem hefur lengi unnið að tóbaksvörnum. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir að huga þurfi vel að breytingum á 5,3% kerfinu sem rætt er um í tillögum starfshópa menntamálaráðherra um stefnumótun í sjávarútvegi. Hann er hlynntur breytingu en ekki byltingu, miklu skipti að ljóst sé hvað eigi að taka við og þá til langs tíma ráðist menn í breytingar. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja ræða í Brussel um hvort senda eigi Úkraínumönnum árásarskriðdreka. En ekki er sátt um málið á alþjóðavettvangi. Ásgeir Tómasson tók saman. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands, Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands og Adam East, fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC í
Spegillinn 24. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela telur að starfsmenn þar samþykki ekki verkfallsboðun Eflingar.Bjarni Pétur Jónsson talaði við hann. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra harma bæði að verkfall þurfi til að lausnar kjaradeilu. Þau vona að deila Eflingar og SA leysist fljótt en eru ekki bjartsýnir á að svo verði. Kristín Sigurðardóttir ræddi við þau. Víða er snjó sem skafinn er af götum sturtað beint í hafnir. Í höfuðborginni er það bannað og Umhverfisstofnun telur að skerpa þurfi á verklagi um hvenær og hvar sé öruggt að fara með snjó útí sjó. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman og ræddi við Andri Teitsson formann umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar og Katrínu Sóleyju Bjarnadóttur frá Umhverfisstofnun. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur miklar áhyggjur af aukningu á notkun unglinga á nikótínpúðum, það hafi verið ákvörðun Alþingis að seinka gildistöku reglna sem draga úr sýnileika nikótínpúða á sölustöðum. Kristín Sigurðardóttir talaði við hann. Hafíss hefur orðið vart undan Vestfjörðum síðustu daga. Þó er nokkuð minna af honum en búist var við, að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Stjórnarandstæðingar í Svíþjóð krefjast afsagnar nánasta samstarfsmanns Ulfs Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu er sakaður um ólöglegar álaveiðar. Pétur Magnúson sagði frá. Leikstjórinn Sara Gunnarsdóttir fékk í dag tilnefningu til Óskarsverðlauna. Þórdís Arnljótsdóttir talaði við hana. -------------- Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er umdeilt. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar og menntamálanefndar segir frumvarpið til bóta, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir það fara gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólks. Bjarni Rúnarsson talaði við þær. Það bjátar sitthvað á í Bretlandi um þessar mundir. Efnahagsvandi, verkföll opinberra starfsmanna, róstusamt á stjórnarheimilinu, umhleypingar í veðri og öðru hvoru berast fregnir af hrakningum ólöglegra innflytjenda á Ermarsundi. Ásgeir Tómasson sagði frá, heyrist í Töru Pownall, húsmóður í Doncaster og Söruh Chambers sem báðar spara rafmagnið.
Forsætisráðherra segir kröfur Tyrkja og vinnubrögð í tengslum við umsókn Finna og Svía um aðild að Nató alls ekki viðeigandi. Katrín og kanslari Þýskalands funduðu í Berlín í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu bar hæst. Bandaríkjamenn ætla að senda Abrams skriðdreka til Úkraínu. Sífellt fleiri ríki heita vopnasendingum til landsins. Lægðir eru væntanlegar á færibandi yfir landið á næstu dögum. Þeim fylgir ýmist snjókoma eða rigning. Parainflúensa er landlæg í kúm á Íslandi, en það kom í ljós eftir að sjúkdómurinn greindist í kúm sem höfðu veikst af veiruskitu. Sérfræðidýralæknir segir sjúkdóminn þó ekki áhyggjuefni. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakar Google tölvurisann um að hafa brotið samkeppnislög árum saman. ----- Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál á hendur Google tæknirisanum fyrir að hafa komið í veg fyrir eðlilega samkeppni á auglýsingamarkaði á netinu síðastliðin fimmtán ár. Merrick Garland dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um skort á siðferði innan fyrirtækisins þegar hann kynnti stefnuna á fundi með fréttamönnum í Washington. Ásgeir Tómasson tók saman. Erum við á leið til helvítis? Er úti um okkur öll? Er Jörðin að stefna til glötunnar? Þessar spurningar heyrast reglulega í tengslum við loftslagsmál. Óneitanlega vekja loftslagsbreytingar og hörmungar tengdar þeim áhyggjur og kvíða meðal fólks - ekki síst meðal yngri kynslóðarinnar. Loftslagskvíði er fyrirbæri sem hægt er að lifa með og takast á við. Hann er tvíeggja, því hann getur hvatt fólk til góðra verka til að breyta venjum sínum og siðum í þágu betra loftslags. Í dag var haldinn hádegisfundur í Háskóla Íslands þar sem rætt var um loftslagskvíða og hvernig má lifa með honum. Meðal þeirra sem héldu erindi þar var Sverrir Norland, fyrirlesari, rithöfundur, útgefandi og þýðandi sem fjallað hefur um loftslagskvíða í verkum sínum, til að mynda í bókinni Stríð og kliður. Bjarni Rúnarsson fjallar um loftslagskvíða. Stríðið í Úkraínu veldur Norðmönnum búsifjum. Ekki vegna skorts heldur vegna mikillar eftirspurnar og peningaflóðs inn í landið. Stríðsgróðinn er að færa allt úr skorðum. Ráðherrar í ríkisstjórn keppast við að spara og skera niður til að koma í veg fyrir ofþenslu, verðbólgu og vaxtahækkanir. Þetta er öfugt við það flestar Evrópuþjóðir standa frammi fyrir. Gísli Kristjánsson segir frá. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Miðstjórn ASÍ ræðir nú um ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stjórn Eflingar lýsir vantrausti á ríkissáttasemjara. Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Patreksfirði í dag eftir að krapaflóð féll inn í bæinn. Enginn slasaðist í flóðinu, sem kom úr sama farvegi og mannskætt flóð sem varð fyrir fjörutíu árum. Níu Palestínubúar létust í aðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum í dag. Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu saka Ísraelsmenn um að hindra för hinna særðu á sjúkrahús. Halastjarna sem ekki hefur komið nærri jörðu í rúm 50 þúsund ár sést frá Íslandi næstu daga. Tugir manna sem mótmæltu ströngum Covid nítján reglum í Kína í nóvember eru enn í haldi lögreglu. Ekki er vitað hvar sumir þeirra eru niðurkomnir. ---- Það dró til tíðinda í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í dag. Deilurnar hafa verið í algjörum hnút og Efling sleit viðræðum fyrir rúmum hálfum mánuði. Boðað hafði verið til verkfalls sem beina átti gegn hótelum í Reykjavík, en atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar er ekki lokið. Í dag lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu til að reyna að höggva á hnútinn. Í grunninn felur tillagan í sér það sama og Starfsgreinasambandið samdi um í lok seinasta árs. Það er afturvirkni til 1. nóvember og sömu prósentuhækkanir og í öðrum samningum. Bæði Eflingu og SA ber skylda til að leggja samninginn fram til atkvæðagreiðslu og allir félagsmenn Eflingar eru á kjörskrá, ekki aðeins þeir sem kusu um boðað verkfall, sem voru um 300 manns. Skiptar skoðanir eru meðal almennings í Þýskalandi um þá ákvörðun Olafs Scholz kanslara að senda Úkraínumönnum fullkomna Leopard-2 árásarskriðdreka. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Forsa stofnunarinnar telja 53 af hundraði að ákvörðun kanslarans hafi verið rétt. 39 prósent eru alfarið á móti. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Spegillinn 27. janúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Fimm hafa verið ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri fyrir átján mánuðum. Forseti bæjarstjórnar á Akureyri er meðal sakborninga, samkvæmt heimildum fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá. Starfsgreinasambandið bættist síðdegis í hóp þeirra félaga sem gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Fyrr í dag sendu BHM, BSRB og Kennarasambandið út yfirlýsingu þess efnis. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur áhyggjur af fordæminu sem fylgir ákvörðun ríkissáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur áhyggjur af því hvaða áhrif miðlunartillagan hefur á komandi kjaraviðræður kennara. Andri Yrkill Valsson tók saman. Evrópusambandið framlengdi í dag viðskiptarefsingar sínar gagnvart Rússlandi um sex mánuði til viðbótar. Refsingarnar ná allt aftur til ársins 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Jóhanna Sigurðardóttir, sem var heiðruð af Kvenréttindafélagi Íslands í dag, segir baráttuna ganga of hægt þó hún sé bjartsýn fyrir hönd unga fólksins. Kvenréttindafélag Íslands fagnaði 116 ára afmæli sínu í Iðnó í dag og heiðraði þrjár félagskonur fyrir framlag sitt til kvenréttinda og femínískrar baráttu jafnt hér á landi sem og á heimsvísu, þær Esther Guðmundsdóttur, Kristínu Ástgeirsdóttur og Jóhönnu. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir singapúrskri konu á sextugsaldri sem var dæmd fyrir prófsvindl í borgríkinu. Hún var dæmd ásamt þremur öðrum konum sem allar sitja inni vegna málsins. Róbert Jóhannsson tók saman. Breytingar á alþjóðasamningi um verndun votlendis farfugla sem Ísland er aðili að felur medal annars i sér að banna skuli veidar a gragæsum. Bændur eru uggandi yfir þessu, enda gæsir ekki sérlega velkomnar á túnum og ökrum. Bjarni Rúnarsson sagði frá og talaði við Sigurð Á Þráinsson sérfræðing hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir stöðu Svía í öryggis- og alþjóðamálum þá alvarlegustu frá síðari heimsstyrjöldinni. Kári Gylfason sagði frá. Eldri borgurum fjölgar víða um heim. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2020 að lýsa árin 2021 til '30 áratug heilbrigðrar öldrunar. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Austan stormur með snjókomu er skollinn á landinu sunnan- og vestanverðu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fá Vestfjörðum suður og austur með landinu allt að Djúpavogi að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Þar er gul viðvörun fram á nótt en víða er bæði blint og hált. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður hefur verið á ferðinni á Suðurlandi Rafmagn fór af í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum um tíma síðdegis en ætti að vera komið á. Rimakotslína 1 er komin í lag, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Varaafl var sett í gang í Vestmannaeyjum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Efling hefur lagt fram stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framgöngu ríkissáttasemjara í kjaradeilu félagsins og SA. Krafa ríkissáttasemjara um að Efling afhendi félagatal sitt, var tekin fyrir í héraðsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir mjög ríkan vilja vilji til þess að fá úr því skorið hvernig fara á með þessa miðlunartillögu. Alexander Kristjánsson tók saman. Minnst 59 létust í sprengjuárás á mosku í Peshawar-borg í Pakistan í dag. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér. Forsætisráðherra landsins segir sprengjutilræðið vera árás á Pakistan. Oddur Þórðarson sagði frá. Vinna er hafin við úttekt á stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi til að tryggja betur öryggi íbúa og ferðamanna á svæðinu. Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir víða gloppur í sambandi og úr því verði að bæta. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hann. ---------- Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ríkissáttasemjara heimilað að leggja fram miðlunartillögu er samningaumleitanir bera ekki árangur, honum beri að ráðgast við samninganefndir áður en hann ber fram miðlunartillögu. Gísli Tryggvason lögmaður segir engan vafa leika á því að ríkissáttasemjari sé bær til þess að setja fram miðlunartillögu en deila megi um hve mikið samráð felist í því að ráðgast, það kalli á meira samráð en að tilkynna bara um hana. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa opnað á þann möguleika að Finnar geti sótt um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ, en að Svíar verði úti í kuldanum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Recep Tayip Erdogan, forseta Tyrklands, Magnus Christiansson, lektor í herfræðum við sænska varnarmálaháskólann, Bitte Hammargren, sérfræðingur í málefnum Tyrklands og Miðausturlanda. Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands og John Bolton, fyrrverandi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á Alþingi í dag sökuð um að láta almenning bera allan kostnað vegna aukinnar verðbólgu. Stjórnarandstaðan krefst þess að ríkisstjórnin taki ábyrgð. Ísland verður eins og villta vestrið ef vindorka fellur utan rammaáætlunar, segir verkefnisstjóri Landverndar. Hann sakar hagsmunasamtök orkufyrirtækja um að afvegaleiða umræðu um þessi mál. Formaður lögmannafélagsins segir að dómstólar beiti einangrun í gæsluvarðhaldsúrskurðum úr hófi fram. Breyta þurfi verklagi, lögum og kröfum um rökstuðning fyrir að beita henni. Blaðamannafélag Íslands tilkynnti í dag úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna. Formaður félagsins segir þetta eiga sér langan aðdraganda. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur efnahagshorfur í heiminum betri en spá sem birt var í haust gerði ráð fyrir. Þó er útlit fyrir samdrátt í Bretlandi á árinu. ----- Einangrunarvist í fangelsum landsins er beitt úr hófi fram, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu þeirra kemur fram að á tíu ára tímabili frá 2012 til 2021 hafi 825 sætt einangrunarvist, þar af tíu börn á aldrinum 15 til 17 ára. Amnesty segir að slíkt sé brot gegn banni við pyntingum. Lagt er að íslenskum stjórnvöldum að standa við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis og hvetur til að slíkt verði látið heyra til algerra undantekninga og vari stutt. Annað sé brot á alþjóðasamningum. Á tímabilinu 2012 til 2021 segir Amnesty að 99 manns hafi sætt einangrun lengur en í 15 daga. Slíkt sé brot gegn banni við pyntingum. Nánast undantekningalaust verða dómstólar við þeirri beiðni lögreglunnar að sakborningar skuli sæta einangrun. Amnesty beinir umbótatillögum sínum að ýmsum stofnunum og samtökum íslenskum, þar á meðal dómsmálaráðuneytinu, fangelsismálayfirvöldum, dómurum, lögreglu og lögmönnum. Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. da við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis
Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það gríðarleg vonbrigði og mikla afturför að þurfa að selja eftirlitsflugvélina TF-SIF . Hún sé ein af grunnstoðum gæslunnar. Húsleit stendur yfir í strandhúsi Bandaríkjaforseta í Delaware. Húsleitin er sú þriðja á tveimur mánuðum, en áður hafa fundist leynileg skjöl á skrifstofu forsetans og á heimili hans. Komi til verkfalls Eflingar tæmast eldsneytistankar bensínstöðva á nokkrum dögum. Framkvæmdastjóri Olís segir aðgerðirnar ábyrgðarlausar í ljósi almannahagsmuna. Allt kapp verður lagt á að tryggja Eyjamönnum rafmagn meðan viðgerð á Vestmannaeyjastreng þrjú stendur. Búist er við að bilanagreining og viðgerð taki langan tíma. Þó svo að samið yrði um nýjan urðunarstað nú þegar til að leysa Álfsnes af hólmi þá tæki það 3-5 ár að taka hann í notkun. Stefnt er á að flytja almennan úrgang úr landi í auknum mæli. Andstæðingar breytinga á lífeyrislögunum í Frakklandi segja að mótmæli gegn þeim snúist um fleira en áformaða hækkun á eftirlaunaaldri. -------- Það vilja fæstir hafa rusl í bakgarðinum hjá sér - og enn síður ruslahauga - en eitthvað þarf að gera við ruslið. Það styttist óðfluga í að starfsleyfi stærsta urðunarstaðar landsins renni út. Samkvæmt samkomulagi frá árinu 2020 á það að gerast í árslok. Engu að síður er ekki komin nein lausn um hvað eigi að taka við. Íslendingar henda mun meira af rusli en nágrannaþjóðirnar. Hver íbúi henti 666 kílóum af heimilissorpi í fyrra sem er aukning frá árinu á undan. Ísland á talsvert langt í land til að ná markmiðum ESB landanna um hlutfall endurvinnslu. Á þessu ári verður sorphirða á landinu samræmd sem þýðir að heimili þurfa að flokka sorp í fjórar tunnur; pappír, plast, lífrænt og almennt sorp.Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ og formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hvað eru sveitarfélögin að gera til að leysa Álfsnes af hólmi? Bjarni Rúnarsson ræðir við hana. Þótt skipuleggjendur mótmælanna í Frakklandi og lögregluna greini á um fjölda þeirra sem tóku þátt í andófsaðgerðunum í gær eru allir sammála um að fjöldinn var mun meiri en 19. janúar, - síðast þegar landsmenn létu í ljós andúð sína á áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. - CGT, fjölmennasta félag opinberra starfsmanna í landinu, áætlar að 2,8 milljónir hafi mætt á mótmælafundi og í göngur í gær, þar af hálf milljón í Parísarborg. Lögreglan er töluvert hófsamari; fjöldinn hafi farið eitthvað yfir tólf hundruð þúsund á landsvísu og líkast til um 87 þúsund í höfuðborginni. Ásgeir Tómasson segir frá. Argentí
"Róttækar" og "afdrifaríkar" eru orðin sem forstjóri Landhelgisgæslunnar notaði í samskiptum við dómsmálaráðuneytið um nauðsynlegar niðurskurðarleiðir ef ekki fengjust frekari fjárheimildir. Meðal hugmynda voru sala flugvélar og varðskips. Samfylkingin fær mest fylgi allra flokka í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup í fyrsta sinn síðan 2009 og mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ákvað í gær að hækka gistináttagjald annarra sveitarfélaga í gistiskýlum borgarinnar. Um þriðjungur þeirra sem dvelja í skýlunum er frá öðrum sveitarfélögum. Landbúnaðar- og matvælaráðherra stendur að eigin sögn alls staðar frammi fyrir sömu áskorunum. Þar á meðal hvernig draga megi úr losun og gera landbúnað aðlaðandi fyrir ungt fólk þegar raunin er sú að býlum fækkar. Vladimír Pútín líkir innrásarstríði Rússa í Úkraínu við það þegar Sovétríkin hrintu innrás nasista í síðari heimsstyrjöld. Áttatíu ár eru í dag frá lokum orrustunnar við Stalíngrad. Votlendissjóður er hættur að selja kolefniseiningar til kolefnisjöfnunar en Landgræðslan gerir sér vonir um að alþjóðleg vottun fáist á þetta verkefni fyrir árslok. ------------------------ Búvörusamningar þeir sem nú eru í gildi voru gerðir til tíu ára 2016. Í þeim er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlög til landbúnaðar. Um 18 milljörðum króna er ráðstafað til greinarinnar árlega. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að tækifæri til endurskoðunar gefist tvisvar á gildistíma samningsins. Í seinni endurskoðun hans, sem gerð verður á þessu ári, segir hún stefnt að einföldun samningsins. Ráðstefna Arctic Frontiers var haldin í Tromsö í Noregi vikuna 30. janúar til 3. febrúar. Um 900 manns sóttu ráðstefnuna, sem haldin var í skugga Úkraínustríðsins. Þar komu saman stjórnmálamenn, vísindamenn, fulltrúar staðbundinan samfélaga, þar á meðal frumbyggja, og leiðtogar fryirtækja og hagsmunaaðila á norðurslóðum til skrafs og ráðagerða. Rússar, sem gegndu formennsku í samtökunum til skamms tíma, voru ekki á staðnum en þó allt yfir og allt um kring. Votlendissjóður hefur hætt sölu kolefniseininga til kolefnisjöfnunar og mun draga úr allri starfsemi þar til alþjóðleg vottun hefur fengist. Sjóðurinn hefur stundað sína endurheimt í samstarfi við Landgræðsluna að hluta, en Landgræðslan stundar líka sína eigin votlendisendurheimt. Spegillinn 2. febrúar 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Spegillinn 2. febrúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Dómsmálaráðherra og forstjóri Landhelgisgæslunnar sátu fyrir svörum á fundum utanríkismála- og fjárlaganefnda Alþingis í dag vegna tillögu dómsmálaráðherra um að selja TF SIF flugvél Gæslunnar. Formenn nefndanna segja mörgum spurningum ósvarað. Georg Lárusson forstjóri Gæslunnar segir vélina vera eina þá allra öflugustu í heiminum til leitar, björgunar og almannavarna. Hann segir nauðsynlegt að vélin sé hér til taks tíu mánuði á ári. Haukur Holm ræddi við Georg, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, Bjarkeyju Olsen, formann fjárlaganefndar og Bjarna Jónsson formann utanríkismálanefndar. Ríkissáttasemjari krafðist þess fyrir héraðsdómi í morgun að stéttarfélagið Efling afhenti félagatal sitt, svo greiða megi atkvæði um miðlunartillögu hans, sem hann lagði fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins 26. janúar. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Deila Samtaka atvinnulífsins og Eflingar var bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallar málflutninginn valdaránstilraun. Halldór Benjamín Þorbergsson á von á að Félagsdómur dæmi verkföll Eflingarfélaga á Íslandshótelum ólögmæt. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín. Sjónvarpsstöðin N4 hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ,hefur frestað heimsókn sinni til Kína í næstu viku vegna loftbelgs sem svifið hefur yfir Bandaríkjunum undanfarna daga. Bandaríkin telja kínverskan njósnabelg þar á ferð en Kínverjar segja þetta veðurbelg sem villtist af leið. Róbert Jóhannsson tók saman. Með endurheimt votlendis er staðbundin losun koltvísýrings skert verulega en með ræktun skógar er koltvísýringur sem er í andrúmsloftinu fangaður og bundinn. Loftslagssjóðurinn Kolviður og Skógrækt ríkisins bjóða upp á síðari kostinn. Ævar Örn Jósepsson sagði frá og talaði við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra og Reyni Kristinsson, framkvæmdastjóra Kolviðar. Græn bylting stendur fyrir dyrum í Evrópusambandinu, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í vikunni áform um að einfalda regluverk um græna eða vistvæna atvinnustarfsemi í ESB-ríkjunum og heimila aukinn ríkisstuðning við hann. Með því móti er ætlunin að vernda evrópsk fyrirtæki fyrir aukinni samkeppni á þessu svið
Spegillinn 06.02. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Hryðjuverkamálinu svonefnda var í dag vísað frá dómi þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákæran væri svo óskýr að sakborningar gætu ekki gripið til viðhlítandi varna. Minnst fimmtán hundruð manns létu lífið í jarðskjálfta í Tyrklandi í nótt og morgun. Íslendingur búsettur á skjálftasvæðinu segir eyðilegginguna afar mikla. Verkföll Eflingar, sem hefjast eiga á morgun, eru lögmæt, en félaginu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagaskrá sína, svo hægt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á morgun. Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við ört vaxandi umsvif greinarinnar á síðustu árum. Þetta kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar --------- Tveir dómar féllu mánudaginn 6. febrúar í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, sem er sem fyrr í miklum rembihnút. Fyrst féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Efling var skikkuð til að láta af hendi félagaskrá sína svo að greiða mætti atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð þegar dómur hafði fallið og sagði dóminn rangan og ósanngjarnan og hyggst áfrýja. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífisns segist þess fullviss að Eflingarfólk muni samþykkja miðlunartillöguna fyrr eða síðar. Skömmu síðar dæmdi Félagsdómur Eflingu í hag, þegar þrír af fimm dómurum komust að þeirri niðurstöðu að boðuð verkföll félagsins væru lögmæt. Yfir fimmtán hundruð dauðsföll voru staðfest í Tyrklandi, um hálfum sólarhring eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu þar yfir, sá stærri 7,8 að stærð. Rúmlega 800 dauðsföll voru staðfest í Sýrlandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir jarðskjálftann þann öflugasta í landinu frá árinu 1939. Að hans sögn hrundu hátt í þrjú þúsund byggingar í suðausturhluta landsins. Þeirra á meðal er Gaziantep kastalinn, sögulegt mannvirki sem reist var fyrir meira en tvö þúsund árum. Óttast er að mun fleiri hafið fallið, en sífellt fleiri lík hafa fundist eftir því sem liðið hefur á daginn. Þúsundir slösuðust. Svört skýrsla um úttekt Ríkisendurskoðunar á lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirliti í sjókvíaeldi hér við land, unnin að beiðni matvælaráðuneytisins, var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Rætt var við ríkisendurskoðanda.
Spegillinn 7. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknmaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Staðfest er að á sjöunda þúsund fórst í jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi í gær, en óttast er að þau séu miklu fleiri. Íslenskt björgunarlið flýgur til Tyrklands í kvöld. Oddur Þórðarson sagði frá. Ríkissáttasemjari segir Eflingu bera lagalega skyldu til að afhenda félagatal sitt. Hann sendi aðfararbeiðni til sýslumanns í morgun til þess að fá það í hendurnar. Róbert Jóhannsson tók saman og ræddi við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, einnig rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sakaði Pírata á Alþingi í dag um að beita grímulausu málþófi í umræðu um útlendingafrumvarpið. Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu við upphaf þingfundar í dag um að taka frumvarpið af dagskrá. Höskuldur Kári Schram tók saman. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi síðdegis hjónum í vil í máli þeirra gegn Landsbankanum um lögmæti skilmála um breytilega vexti á lánum. Hjónin nutu fulltingis Neytendasamtakanna við rekstur málsins og Breki Karlsson, formaður þeirra, telur að dómurinn geti haft fordæmisgildi fyrir þúsundir annarra lána hjá íslenskum bönkum. Benedikt Sigurðsson ræddi við Breka. THC. virka efnið í kannabis fannst í hampolíu frá íslensku vörumerki. Olían hefur verið innkölluð. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Óskar Ísfeld Sigurðsson, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Illviðrin sem gengið hafa yfir landið undanfarnar vikur hafa ekki aðeins áhrif á ferðir fólks, heldur líka fugla við landið. Litli sjófuglinn haftyrðill hefur fundist langt inni á landi eftir óveðurslægðir og Náttúrufræðistofnun biður þá sem rekast á haftyrðla í vanda, að koma þeim aftur á haf út. Ólöf Erlendsdóttir talaði við Borgnýju Katrínardóttur. ------- Efling hefur krafist þess að Aðalsteinn Leifsson víki sem ríkissáttasemjari og ætlar ekki að sinna beiðni hans um að afhenda félagatal strax þrátt fyrir niðurstöðu um það í Héraðsdómi Reykjavíkur. Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins virðist í síharðnandi hnút. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristján Þórð Snæbjarnarson forseta Alþýðusambands Íslands um stöðu ríkissáttasemjara. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að þungavopnasendingar vestrænna ríkja til Úkraínu dragi Atlantshafsbandalagið NATÓ inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Þetta geti leitt til þess að þau harðni enn frekar með óf
Ásakanir hafa gengið á víxl milli stjórnenda Íslandshótela og verkfallsvarða Eflingar um verkfallsbrot og hótanir. Samkomulag náðist á milli ríkissáttasemjara og lögmanns Eflingar í dag varðandi kjörskrá félagsins. Róbert Jóhannsson tók saman, rætt við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Annarri umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk nokkuð óvænt á Alþingi í dag þegar þingmenn Pírata, sem hafa verið sakaðir um málþóf, tóku sig af mælendaskrá. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata hélt 130 ræður um málið á Alþingi og hún beindi orðum sínum að stjórnarflokkunum í síðustu ræðunni í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi ekki komið á óvart. Það hafi hins vegar rökstuðningurinn gert og trúverðugleiki bankans hafi beðið hnekki. Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga gagnrýnir að svo virðist sem áhættumati fyrir laxeldi hafi verið breytt á hæpnum forsendum og mögulegt eldi aukið án tilefnis. Rúnar Snær Reynisson talaði við hann. Prófessorar og háskólakennarar lýsa áhyggjum vegna niðurskurðar í Háskóla Íslands. Pétur Henry Petersen, formaður fagfélags prófessora segir að áhrifin geti verið alvarleg. Pétur Magnússon talaði við hann. --------------------- Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir í morgun í ellefta sinn í röð og eru 6,5%. Verðbólga í nýliðnum mánuði var 9,9%. Seðlabankastjóri segir kjarasamninga hafa reynst dýrari en vonir stóðu til. Forysta verkalýðsfélaga sem hefur nýverið skrifað undir kjarasamninga fordæmir hækkunina og segir hana gera kjarabætur nýrra samninga að engu. Bjarni Rúnarsson tók saman, Haukur Holm talaði við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, Halldór Benjamín Þorbergsson og Ragnar Þór Ingólfsson formann VR. Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu var fagnað mjög þegar hann ávarpaði breska þingið, frá Bretlandi fer hann til Frakklands og heldur svo til Brussel. Ásgeir Tómasson segir frá ferðum hans og móttökunum. Brot úr kynningu Lindsey Hoyle, forseta neðri deildar breska þingsins, Zelensky og Charles Michel forseta leiðtogaráðs ESB. Nichole Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir að líta beri á fólk sem leitar hér skjóls sem innflytjendur. Í mörg horn sé að líta en á sjötta hundrað flóttamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. Markús Þór Þórhallsson talaði við hana.
loading