Verkfallsboðun Eflingar og eitranir vegna nikótínpúða
Update: 2023-01-23
Description
Spegillinn 23. janúar 2023.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Atkvæðagreiðsla um verkfall 300 félagsmanna í Eflingu sem vinna á Íslandshótelum byrjar á morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar býst við að verkfallsboðun fyrir 7. febrúar verði samþykkt. Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir ótrúlegt að beina eigi verkfalli að nánast einni kennitölu. Bjarni Pétur Jónsson talaði við þau.
Lögreglumönnum mega bera rafbyssur frá og með deginum í dag. Jón Gunnarsson, (D) dómsmálaráðherra segir að í nágrannalöndum hafi slysum á fækkað til muna við að lögregla beri rafvarnarvopn. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, (P) bar fyrirspurn um rafbyssurnar upp á Alþingi í dag.
Starfshópur leggur til að almennur byggðakvóti verði afnuminn og einnig skel- og rækjubætur ásamt línuívilnun. Þessar heimildir yrðu frekar nýttar í sértækan byggðakvóta sem þykir skila betri árangri eða til að auka strandveiðar. Rúnar Snær Reynisson tók saman.
Fimm skip á vegum Hafrannsóknastofnunnar héldu í dag út til mælinga á stærð loðnustofnsins. Niðurstöðurnar gætu haft talsverð áhrif á veiðar á þessari vertíð. Pétur Magnússon ræddi við Guðmund Óskarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun.
Þrjátíu og fimm kindur brunnu inni eftir að eldur kviknaði í útihúsum á Syðri-Hömrum í Ásahreppi í gær. Guðjón Björnsson bóndi segir skelfilegt að missa allan fjárstofn sinn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann.
---------------
Í hverri viku koma þrjú til fjögur börn leita á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar. Nikótínpúðar eru algengasta orsökin; sala þeirra hefur margfaldast á örfáum árum. Bjarni Rúnarsson ræðir við Lilju Sigrúnu Jónsdóttur heimilislækni sem hefur lengi unnið að tóbaksvörnum.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir að huga þurfi vel að breytingum á 5,3% kerfinu sem rætt er um í tillögum starfshópa menntamálaráðherra um stefnumótun í sjávarútvegi. Hann er hlynntur breytingu en ekki byltingu, miklu skipti að ljóst sé hvað eigi að taka við og þá til langs tíma ráðist menn í breytingar. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja ræða í Brussel um hvort senda eigi Úkraínumönnum árásarskriðdreka. En ekki er sátt um málið á alþjóðavettvangi. Ásgeir Tómasson tók saman. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands, Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands og Adam East, fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC í
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Atkvæðagreiðsla um verkfall 300 félagsmanna í Eflingu sem vinna á Íslandshótelum byrjar á morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar býst við að verkfallsboðun fyrir 7. febrúar verði samþykkt. Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir ótrúlegt að beina eigi verkfalli að nánast einni kennitölu. Bjarni Pétur Jónsson talaði við þau.
Lögreglumönnum mega bera rafbyssur frá og með deginum í dag. Jón Gunnarsson, (D) dómsmálaráðherra segir að í nágrannalöndum hafi slysum á fækkað til muna við að lögregla beri rafvarnarvopn. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, (P) bar fyrirspurn um rafbyssurnar upp á Alþingi í dag.
Starfshópur leggur til að almennur byggðakvóti verði afnuminn og einnig skel- og rækjubætur ásamt línuívilnun. Þessar heimildir yrðu frekar nýttar í sértækan byggðakvóta sem þykir skila betri árangri eða til að auka strandveiðar. Rúnar Snær Reynisson tók saman.
Fimm skip á vegum Hafrannsóknastofnunnar héldu í dag út til mælinga á stærð loðnustofnsins. Niðurstöðurnar gætu haft talsverð áhrif á veiðar á þessari vertíð. Pétur Magnússon ræddi við Guðmund Óskarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun.
Þrjátíu og fimm kindur brunnu inni eftir að eldur kviknaði í útihúsum á Syðri-Hömrum í Ásahreppi í gær. Guðjón Björnsson bóndi segir skelfilegt að missa allan fjárstofn sinn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann.
---------------
Í hverri viku koma þrjú til fjögur börn leita á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar. Nikótínpúðar eru algengasta orsökin; sala þeirra hefur margfaldast á örfáum árum. Bjarni Rúnarsson ræðir við Lilju Sigrúnu Jónsdóttur heimilislækni sem hefur lengi unnið að tóbaksvörnum.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir að huga þurfi vel að breytingum á 5,3% kerfinu sem rætt er um í tillögum starfshópa menntamálaráðherra um stefnumótun í sjávarútvegi. Hann er hlynntur breytingu en ekki byltingu, miklu skipti að ljóst sé hvað eigi að taka við og þá til langs tíma ráðist menn í breytingar. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja ræða í Brussel um hvort senda eigi Úkraínumönnum árásarskriðdreka. En ekki er sátt um málið á alþjóðavettvangi. Ásgeir Tómasson tók saman. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands, Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands og Adam East, fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC í
Comments
Top Podcasts
The Best New Comedy Podcast Right Now – June 2024The Best News Podcast Right Now – June 2024The Best New Business Podcast Right Now – June 2024The Best New Sports Podcast Right Now – June 2024The Best New True Crime Podcast Right Now – June 2024The Best New Joe Rogan Experience Podcast Right Now – June 20The Best New Dan Bongino Show Podcast Right Now – June 20The Best New Mark Levin Podcast – June 2024
In Channel