Hryðjuverkamáli vísað frá, jarðskjálftar, kjaradeilur og fiskeldi
Update: 2023-02-06
Description
Spegillinn 06.02. 2023
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Hryðjuverkamálinu svonefnda var í dag vísað frá dómi þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákæran væri svo óskýr að sakborningar gætu ekki gripið til viðhlítandi varna.
Minnst fimmtán hundruð manns létu lífið í jarðskjálfta í Tyrklandi í nótt og morgun. Íslendingur búsettur á skjálftasvæðinu segir eyðilegginguna afar mikla.
Verkföll Eflingar, sem hefjast eiga á morgun, eru lögmæt, en félaginu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagaskrá sína, svo hægt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á morgun.
Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við ört vaxandi umsvif greinarinnar á síðustu árum. Þetta kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar
---------
Tveir dómar féllu mánudaginn 6. febrúar í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, sem er sem fyrr í miklum rembihnút. Fyrst féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Efling var skikkuð til að láta af hendi félagaskrá sína svo að greiða mætti atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð þegar dómur hafði fallið og sagði dóminn rangan og ósanngjarnan og hyggst áfrýja. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífisns segist þess fullviss að Eflingarfólk muni samþykkja miðlunartillöguna fyrr eða síðar. Skömmu síðar dæmdi Félagsdómur Eflingu í hag, þegar þrír af fimm dómurum komust að þeirri niðurstöðu að boðuð verkföll félagsins væru lögmæt.
Yfir fimmtán hundruð dauðsföll voru staðfest í Tyrklandi, um hálfum sólarhring eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu þar yfir, sá stærri 7,8 að stærð. Rúmlega 800 dauðsföll voru staðfest í Sýrlandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir jarðskjálftann þann öflugasta í landinu frá árinu 1939. Að hans sögn hrundu hátt í þrjú þúsund byggingar í suðausturhluta landsins. Þeirra á meðal er Gaziantep kastalinn, sögulegt mannvirki sem reist var fyrir meira en tvö þúsund árum. Óttast er að mun fleiri hafið fallið, en sífellt fleiri lík hafa fundist eftir því sem liðið hefur á daginn. Þúsundir slösuðust.
Svört skýrsla um úttekt Ríkisendurskoðunar á lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirliti í sjókvíaeldi hér við land, unnin að beiðni matvælaráðuneytisins, var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Rætt var við ríkisendurskoðanda.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Hryðjuverkamálinu svonefnda var í dag vísað frá dómi þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákæran væri svo óskýr að sakborningar gætu ekki gripið til viðhlítandi varna.
Minnst fimmtán hundruð manns létu lífið í jarðskjálfta í Tyrklandi í nótt og morgun. Íslendingur búsettur á skjálftasvæðinu segir eyðilegginguna afar mikla.
Verkföll Eflingar, sem hefjast eiga á morgun, eru lögmæt, en félaginu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagaskrá sína, svo hægt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á morgun.
Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við ört vaxandi umsvif greinarinnar á síðustu árum. Þetta kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar
---------
Tveir dómar féllu mánudaginn 6. febrúar í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, sem er sem fyrr í miklum rembihnút. Fyrst féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Efling var skikkuð til að láta af hendi félagaskrá sína svo að greiða mætti atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð þegar dómur hafði fallið og sagði dóminn rangan og ósanngjarnan og hyggst áfrýja. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífisns segist þess fullviss að Eflingarfólk muni samþykkja miðlunartillöguna fyrr eða síðar. Skömmu síðar dæmdi Félagsdómur Eflingu í hag, þegar þrír af fimm dómurum komust að þeirri niðurstöðu að boðuð verkföll félagsins væru lögmæt.
Yfir fimmtán hundruð dauðsföll voru staðfest í Tyrklandi, um hálfum sólarhring eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu þar yfir, sá stærri 7,8 að stærð. Rúmlega 800 dauðsföll voru staðfest í Sýrlandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir jarðskjálftann þann öflugasta í landinu frá árinu 1939. Að hans sögn hrundu hátt í þrjú þúsund byggingar í suðausturhluta landsins. Þeirra á meðal er Gaziantep kastalinn, sögulegt mannvirki sem reist var fyrir meira en tvö þúsund árum. Óttast er að mun fleiri hafið fallið, en sífellt fleiri lík hafa fundist eftir því sem liðið hefur á daginn. Þúsundir slösuðust.
Svört skýrsla um úttekt Ríkisendurskoðunar á lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirliti í sjókvíaeldi hér við land, unnin að beiðni matvælaráðuneytisins, var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Rætt var við ríkisendurskoðanda.
Comments
Top Podcasts
The Best New Comedy Podcast Right Now – June 2024The Best News Podcast Right Now – June 2024The Best New Business Podcast Right Now – June 2024The Best New Sports Podcast Right Now – June 2024The Best New True Crime Podcast Right Now – June 2024The Best New Joe Rogan Experience Podcast Right Now – June 20The Best New Dan Bongino Show Podcast Right Now – June 20The Best New Mark Levin Podcast – June 2024
In Channel