DiscoverSpegillinnSala TF SIF, Samfylking stærst flokka, búvörusamningar og votlendi
Sala TF SIF, Samfylking stærst flokka, búvörusamningar og votlendi

Sala TF SIF, Samfylking stærst flokka, búvörusamningar og votlendi

Update: 2023-02-02
Share

Description

"Róttækar" og "afdrifaríkar" eru orðin sem forstjóri Landhelgisgæslunnar notaði í samskiptum við dómsmálaráðuneytið um nauðsynlegar niðurskurðarleiðir ef ekki fengjust frekari fjárheimildir. Meðal hugmynda voru sala flugvélar og varðskips.

Samfylkingin fær mest fylgi allra flokka í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup í fyrsta sinn síðan 2009 og mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn.

Velferðarráð Reykjavíkurborgar ákvað í gær að hækka gistináttagjald annarra sveitarfélaga í gistiskýlum borgarinnar. Um þriðjungur þeirra sem dvelja í skýlunum er frá öðrum sveitarfélögum.

Landbúnaðar- og matvælaráðherra stendur að eigin sögn alls staðar frammi fyrir sömu áskorunum. Þar á meðal hvernig draga megi úr losun og gera landbúnað aðlaðandi fyrir ungt fólk þegar raunin er sú að býlum fækkar.

Vladimír Pútín líkir innrásarstríði Rússa í Úkraínu við það þegar Sovétríkin hrintu innrás nasista í síðari heimsstyrjöld. Áttatíu ár eru í dag frá lokum orrustunnar við Stalíngrad.

Votlendissjóður er hættur að selja kolefniseiningar til kolefnisjöfnunar en Landgræðslan gerir sér vonir um að alþjóðleg vottun fáist á þetta verkefni fyrir árslok.
------------------------

Búvörusamningar þeir sem nú eru í gildi voru gerðir til tíu ára 2016. Í þeim er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlög til landbúnaðar. Um 18 milljörðum króna er ráðstafað til greinarinnar árlega. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að tækifæri til endurskoðunar gefist tvisvar á gildistíma samningsins. Í seinni endurskoðun hans, sem gerð verður á þessu ári, segir hún stefnt að einföldun samningsins.
Ráðstefna Arctic Frontiers var haldin í Tromsö í Noregi vikuna 30. janúar til 3. febrúar. Um 900 manns sóttu ráðstefnuna, sem haldin var í skugga Úkraínustríðsins. Þar komu saman stjórnmálamenn, vísindamenn, fulltrúar staðbundinan samfélaga, þar á meðal frumbyggja, og leiðtogar fryirtækja og hagsmunaaðila á norðurslóðum til skrafs og ráðagerða. Rússar, sem gegndu formennsku í samtökunum til skamms tíma, voru ekki á staðnum en þó allt yfir og allt um kring.
Votlendissjóður hefur hætt sölu kolefniseininga til kolefnisjöfnunar og mun draga úr allri starfsemi þar til alþjóðleg vottun hefur fengist. Sjóðurinn hefur stundað sína endurheimt í samstarfi við Landgræðsluna að hluta, en Landgræðslan stundar líka sína eigin votlendisendurheimt.

Spegillinn 2. febrúar 2023
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn Fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Comments 
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

Sala TF SIF, Samfylking stærst flokka, búvörusamningar og votlendi

Sala TF SIF, Samfylking stærst flokka, búvörusamningar og votlendi