#19 - Guðspjall skattgreiðenda
Description
Skattgreiðendur fengu sannarlega kartöflu í skóinn þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt með hvorki meiri né minni en 143 milljarða hækkun á fjárheimildum milli ára. Þetta jafngildir 9% hækkun en skattar eru hækkaðir um rúmlega 30 milljarða króna og ríkissjóður afgreiddur með 28 milljarða halla. Skattgreiðendur framtíðarinnar fá sinn reikning því skuldir aukast um 82 milljarða á næsta ári. Því má spyrja hvort barátta Samtaka skattgreiðenda sé til einhvers? Til að ræða það kemur Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, í Skattapjallið nú þegar jólin eru að koma. Skafti segist oft vera spurður að því hvort baráttan fyrir lækkun skatta og minni ríkisumsvifum sé ekki harla tilgangslítil. Hann bendir á að hugsanlega væri ástandið enn verra ef ekki væri fyrir baráttu þeirra sem þó reyna að andæfa sjálfvirkri aukningu ríkisútgjalda. Í spjalli við Sigurð Má Jónsson fer Skafti yfir það sem hefur gerst hjá Samtökum skattgreiðenda sem hafa eflst mjög undanfarið. Um leið bendir hann á að mikil vinna sé framundan í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Það er því mikilvægt að hlusta á jólaguðspjall skattgreiðenda.Starfsemi Samtaka skattgreiðenda er rekin fyrir mánaðarlega styrki einstaklinga og fyrirtækja. Ef þú vilt koma í hóp velgjörðarmanna okkar, er hægt að styrkja samtökin hérna eða senda okkur póst til að fá nánari kynningu á starfseminni á upplysingar@skattgreidendur.is






















